Grípandi popplög með alþjóðlegum blæ Trausti Júlíusson skrifar 25. ágúst 2011 06:00 Pétur ben & Eberg Numbers Game Topplög: Over And Over, Numbers Game, Stuck On You og City By The Sea. Þeir Pétur Ben og Eberg eru báðir meðal fremstu poppara Íslands. Sá fyrrnefndi sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu, Wine For My Weakness, fyrir fimm árum og er að vinna að plötu númer tvö. Hann hefur líka gert góða hluti með öðrum listamönnum, þar á meðal Mugison, Bubba og Ellen Kristjánsdóttur. Eberg á að baki þrjár flottar sólóplötur auk þess sem hann er helmingur dúósins Feldberg sem gerði mikla lukku með plötunni Don't Be A Stranger fyrir tveimur árum. Þeir Pétur Ben og Eberg vöktu fyrst athygli saman fyrir smellinn Come On Come Over sem var notaður í sjónvarpsauglýsingu frá Nova. Flott popplag og þau eru fleiri á Numbers Game. Tónlistin á Numbers Game er léttleikandi popp með alþjóðlegum blæ. Hljómurinn er pottþéttur eins og við var að búast og útsetningarnar eru fínar. Mörg laganna hafa grípandi viðlög sem festast auðveldlega á heilann. Á meðal þeirra bestu eru Come On Come Over, Over And Over, I Would Like To See You Smile, Numbers Game, Stuck On You og City By The Sea. Þeir Pétur og Eberg sjá að stórum hluta um hljóðfæraleik og söng, en nokkrir vel valdir tónlistarmenn aðstoða þá á plötunni, til að mynda Nói Steinn úr Leaves, María Huld og Hildur úr Amiinu og Mugison sem semur með þeim félögum og syngur lagið I'm Here. Þó að nokkur lög hitti strax í mark þá lætur Numbers Game frekar lítið yfir sér við fyrstu hlustun. Við nánari kynni uppgötvar maður fleiri og fleiri góð lög. Það er ekki allt efni plötunnar snilld, en flest laganna eru yfir meðallagi. Á heildina litið er Numbers Game fín poppplata sem stendur undir þeim miklu væntingum sem maður gerir til þessarra tveggja listamanna. Gagnrýni Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Þeir Pétur Ben og Eberg eru báðir meðal fremstu poppara Íslands. Sá fyrrnefndi sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu, Wine For My Weakness, fyrir fimm árum og er að vinna að plötu númer tvö. Hann hefur líka gert góða hluti með öðrum listamönnum, þar á meðal Mugison, Bubba og Ellen Kristjánsdóttur. Eberg á að baki þrjár flottar sólóplötur auk þess sem hann er helmingur dúósins Feldberg sem gerði mikla lukku með plötunni Don't Be A Stranger fyrir tveimur árum. Þeir Pétur Ben og Eberg vöktu fyrst athygli saman fyrir smellinn Come On Come Over sem var notaður í sjónvarpsauglýsingu frá Nova. Flott popplag og þau eru fleiri á Numbers Game. Tónlistin á Numbers Game er léttleikandi popp með alþjóðlegum blæ. Hljómurinn er pottþéttur eins og við var að búast og útsetningarnar eru fínar. Mörg laganna hafa grípandi viðlög sem festast auðveldlega á heilann. Á meðal þeirra bestu eru Come On Come Over, Over And Over, I Would Like To See You Smile, Numbers Game, Stuck On You og City By The Sea. Þeir Pétur og Eberg sjá að stórum hluta um hljóðfæraleik og söng, en nokkrir vel valdir tónlistarmenn aðstoða þá á plötunni, til að mynda Nói Steinn úr Leaves, María Huld og Hildur úr Amiinu og Mugison sem semur með þeim félögum og syngur lagið I'm Here. Þó að nokkur lög hitti strax í mark þá lætur Numbers Game frekar lítið yfir sér við fyrstu hlustun. Við nánari kynni uppgötvar maður fleiri og fleiri góð lög. Það er ekki allt efni plötunnar snilld, en flest laganna eru yfir meðallagi. Á heildina litið er Numbers Game fín poppplata sem stendur undir þeim miklu væntingum sem maður gerir til þessarra tveggja listamanna.
Gagnrýni Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira