Höfundur Ísfólksins hjólar í Ríkissjónvarpið 27. ágúst 2011 11:00 Margit Sandemo rithöfundur er ósátt við nafnið á nýjum sjónvarpsþætti Ragnhildar Steinunnar sem nefnist Ísfólkið. Hún vill að RÚV breyti nafninu og Páll Magnússon útvarpsstjóri segir málið vera í skoðun. „Margit Sandemo og fjölskylda hennar fengu veður af þessari nafngift og hafa óskað eftir því að RÚV breyti þessu. Enda á hún þetta nafn," segir Sigrún Halldórsdóttir, bókaútgefandi í Kaupmannahöfn. Hún gefur út bækur norska höfundarins Margit Sandemo, en þeirra á meðal eru hinar vinsælu Ísfólksbækur sem selst hafa í milljónum eintaka. Norska skáldið er hins vegar ekki sátt við nafnið á nýjum þætti Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur, sem heitir einmitt Ísfólkið, og vill að RÚV breyti þessu hið snarasta. Sigrún segir að hún hafi þegar leitað til Félags íslenskra bókaútgefanda með þetta mál og hún ætlar að fara með það alla leið ef þörf krefur. „Ég er einfaldlega skuldbundin til þess. Það er hluti af okkar samningi við hana að við verndum hennar hugverk fyrir svona stuldi," segir Sigrún, sem hyggst í framhaldinu sækja um einkaleyfi á nafninu Ísfólkið.„Svona hlutir þekkjast ekki í Danmörku en þetta er í annað sinn sem ég stend í svona stappi á Íslandi," bætir Sigrún við og rifjar upp að fyrir tveimur árum hafi verið gerðar upptækar bækur eftir Sandemo sem prentaðar voru í leyfisleysi á lélega prentvél og seldar í Kolaportinu. „Fólk verður að fá að eiga sín hugverk í friði og Ísfólkið er nafn sem flestir tengja við Sandemo." Í Ísfólkinu hittir Ragnhildur Steinunn unga íslenska eldhuga sem hafa skarað fram úr, hver á sínu sviði. Meðal gesta eru Gunnar Nelson bardagakappi og leikararnir Anita Briem og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Þættirnir hefja göngu sína á fimmtudagskvöld. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir málið vera í skoðun innan veggja RÚV. „Við erum að kanna þetta, annars vegar hver lögformlega hliðin á málinu er og hins vegar hvert sanngirnissjónarmiðið er. Menn hljóta að þurfa að velta því fyrir sér hvort bækurnar hljóti tjón af því að sjónvarpsþáttur nefnist þessu nafni. Við viljum ekki brjóta nein lög heldur ætlum einfaldlega að leggja mat á hversu gild þessi sjónarmið eru og síðan tökum við í framhaldinu afstöðu til þess hvort ástæða sé til að breyta nafninu," segir Páll. [email protected] Lífið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Margit Sandemo og fjölskylda hennar fengu veður af þessari nafngift og hafa óskað eftir því að RÚV breyti þessu. Enda á hún þetta nafn," segir Sigrún Halldórsdóttir, bókaútgefandi í Kaupmannahöfn. Hún gefur út bækur norska höfundarins Margit Sandemo, en þeirra á meðal eru hinar vinsælu Ísfólksbækur sem selst hafa í milljónum eintaka. Norska skáldið er hins vegar ekki sátt við nafnið á nýjum þætti Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur, sem heitir einmitt Ísfólkið, og vill að RÚV breyti þessu hið snarasta. Sigrún segir að hún hafi þegar leitað til Félags íslenskra bókaútgefanda með þetta mál og hún ætlar að fara með það alla leið ef þörf krefur. „Ég er einfaldlega skuldbundin til þess. Það er hluti af okkar samningi við hana að við verndum hennar hugverk fyrir svona stuldi," segir Sigrún, sem hyggst í framhaldinu sækja um einkaleyfi á nafninu Ísfólkið.„Svona hlutir þekkjast ekki í Danmörku en þetta er í annað sinn sem ég stend í svona stappi á Íslandi," bætir Sigrún við og rifjar upp að fyrir tveimur árum hafi verið gerðar upptækar bækur eftir Sandemo sem prentaðar voru í leyfisleysi á lélega prentvél og seldar í Kolaportinu. „Fólk verður að fá að eiga sín hugverk í friði og Ísfólkið er nafn sem flestir tengja við Sandemo." Í Ísfólkinu hittir Ragnhildur Steinunn unga íslenska eldhuga sem hafa skarað fram úr, hver á sínu sviði. Meðal gesta eru Gunnar Nelson bardagakappi og leikararnir Anita Briem og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Þættirnir hefja göngu sína á fimmtudagskvöld. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir málið vera í skoðun innan veggja RÚV. „Við erum að kanna þetta, annars vegar hver lögformlega hliðin á málinu er og hins vegar hvert sanngirnissjónarmiðið er. Menn hljóta að þurfa að velta því fyrir sér hvort bækurnar hljóti tjón af því að sjónvarpsþáttur nefnist þessu nafni. Við viljum ekki brjóta nein lög heldur ætlum einfaldlega að leggja mat á hversu gild þessi sjónarmið eru og síðan tökum við í framhaldinu afstöðu til þess hvort ástæða sé til að breyta nafninu," segir Páll. [email protected]
Lífið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira