Hvers vegna er ríkisstjórnin á móti framleiðslu kvikmynda? Björn B. Björnsson skrifar 31. ágúst 2011 06:00 Það klúður sem málefni Kvikmyndaskólans eru komin í einkenna alla aðkomu núverandi ríkisstjórnar að málefnum kvikmyndagerðar á Íslandi – en eru aðeins toppurinn á ísjakanum. Ríkisstjórnin skar niður samningsbundin framlög til kvikmyndasjóða um rúm 35% í fjárlögum síðasta árs. Sá niðurskurður var margfalt meiri en til annarra listgreina – og hann stendur enn í fjárlögum þessa árs. Engin skýring hefur fengist á svo miklum niðurskurði í þessari einu grein. Í kjölfar þessa létu kvikmyndaframleiðendur vinna skýrslu um öll fjármál greinarinnar þar sem fram kemur svart á hvítu að „sparnaður“ ríkisins af þessum niðurskurði er alls enginn. Þvert á móti tapar ríkið á þessum niðurskurði, 300 störf tapast og það dregur úr umsvifum og jákvæðum hliðaráhrifum kvikmyndagerðar t.d. á ferðaþjónustuna (Sjá producers.is). Skýrslan sýnir að 2,6 milljarða framlag ríkisins til kvikmyndasjóða á fjögurra ára tímabili laðaði að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna. Einungis launatengd gjöld af þessari starfsemi skiluðu ríkinu 2,5 milljörðum króna, svo hvert mannsbarn getur séð að fjárfesting ríkisins í kvikmyndasjóðum er skynsamleg. Þegar skýrslunni var dreift á Alþingi las hana einn maður; Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Hann sá auðvitað að í þessu er ekkert vit og flutti þegar tillögu um að horfið væri af þessari vitlausu braut. Tillagan hefur ekki enn hlotið afgreiðslu. Spurningunni hvers vegna núverandi ríkisstjórn er í nöp við kvikmyndagerð er erfitt að svara. Það er ekki að sjá nein skynsamleg rök fyrir þessum niðurskurði. Einn félagi minn telur að ástæðan sé sú að Georg Bjarnfreðarson var í Næturvaktinni látinn vera félagi í Vinstri grænum og það hafi farið í taugarnar á einhverjum þar á bæ. Kannski er það rétt en varla er vit í að láta slíkan pirring verða til þess að eyðileggja atvinnuveg sem hefur gríðarlega framtíðarmöguleika. Kvikmyndaframleiðsla skapar störf sem unga fólkið okkar hefur mikinn áhuga á. Störf við að framleiða íslenskar menningarafurðir, íslenskar sögur sagðar á tungumáli kvikmyndarinnar; tungumáli sem nær til fólks um alla veröldina. Markaður heimsins fyrir kvikmyndaafurðir er óseðjandi og á þann markað eigum við fullt erindi. Ef rétt er að málum staðið, til dæmis með góðri menntun í faginu, getur kvikmyndaiðnaðurinn veitt þúsundum manna atvinnu og aflað verulegra gjaldeyristekna. Er nema von að spurt sé? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Sjá meira
Það klúður sem málefni Kvikmyndaskólans eru komin í einkenna alla aðkomu núverandi ríkisstjórnar að málefnum kvikmyndagerðar á Íslandi – en eru aðeins toppurinn á ísjakanum. Ríkisstjórnin skar niður samningsbundin framlög til kvikmyndasjóða um rúm 35% í fjárlögum síðasta árs. Sá niðurskurður var margfalt meiri en til annarra listgreina – og hann stendur enn í fjárlögum þessa árs. Engin skýring hefur fengist á svo miklum niðurskurði í þessari einu grein. Í kjölfar þessa létu kvikmyndaframleiðendur vinna skýrslu um öll fjármál greinarinnar þar sem fram kemur svart á hvítu að „sparnaður“ ríkisins af þessum niðurskurði er alls enginn. Þvert á móti tapar ríkið á þessum niðurskurði, 300 störf tapast og það dregur úr umsvifum og jákvæðum hliðaráhrifum kvikmyndagerðar t.d. á ferðaþjónustuna (Sjá producers.is). Skýrslan sýnir að 2,6 milljarða framlag ríkisins til kvikmyndasjóða á fjögurra ára tímabili laðaði að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna. Einungis launatengd gjöld af þessari starfsemi skiluðu ríkinu 2,5 milljörðum króna, svo hvert mannsbarn getur séð að fjárfesting ríkisins í kvikmyndasjóðum er skynsamleg. Þegar skýrslunni var dreift á Alþingi las hana einn maður; Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Hann sá auðvitað að í þessu er ekkert vit og flutti þegar tillögu um að horfið væri af þessari vitlausu braut. Tillagan hefur ekki enn hlotið afgreiðslu. Spurningunni hvers vegna núverandi ríkisstjórn er í nöp við kvikmyndagerð er erfitt að svara. Það er ekki að sjá nein skynsamleg rök fyrir þessum niðurskurði. Einn félagi minn telur að ástæðan sé sú að Georg Bjarnfreðarson var í Næturvaktinni látinn vera félagi í Vinstri grænum og það hafi farið í taugarnar á einhverjum þar á bæ. Kannski er það rétt en varla er vit í að láta slíkan pirring verða til þess að eyðileggja atvinnuveg sem hefur gríðarlega framtíðarmöguleika. Kvikmyndaframleiðsla skapar störf sem unga fólkið okkar hefur mikinn áhuga á. Störf við að framleiða íslenskar menningarafurðir, íslenskar sögur sagðar á tungumáli kvikmyndarinnar; tungumáli sem nær til fólks um alla veröldina. Markaður heimsins fyrir kvikmyndaafurðir er óseðjandi og á þann markað eigum við fullt erindi. Ef rétt er að málum staðið, til dæmis með góðri menntun í faginu, getur kvikmyndaiðnaðurinn veitt þúsundum manna atvinnu og aflað verulegra gjaldeyristekna. Er nema von að spurt sé?
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar