Sumarbústaðaeigendur – afætur? Ellen Ingvadóttir skrifar 15. september 2011 06:00 Heldur þykir mér óþekkilegt efnisinnihald leiðara 36. tölublaðs Vesturlandsútgáfunnar, Skessuhorns, en fyrirsögn hans er „dulin búseta“. Ritstjóri þessa annars ágæta vikurits, Magnús Magnússon, fjallar um fólk sem kemur í Borgarbyggð um helgar (sumarbústaðaeigendur), annars vegar, og svo námsmenn, væntanlega á Bifröst og Hvanneyri, hins vegar, en hefur þar ekki lögheimili. Niðurstaða ritstjórans er að fólk þetta leggi lítið sem ekkert til samfélagsins í Borgarbyggð (mitt orðalag) en noti óhikað þjónustuna þar – sem sagt þessir einstaklingar séu „…nefnilega hálfgerðar afætur hinna…“ segir í niðurlagi leiðarans. Hér er ritstjórinn að vísa til þess að ýmis fjárframlög í opinbera þjónustu séu ákvörðuð á grundvelli íbúafjölda á hverjum stað, þ.e. fólks með lögheimili í héraði. Ekki hef ég áhuga á að munnhöggvast við ritstjórann en get þó ekki látið hjá líða að benda á hve lipurlega hann skautar fram hjá þeirri staðreynd að meintar afætur eru margar hverjar fastir og dyggir viðskiptavinir verslana og þjónustu í Borgarbyggð og greiða uppsett gjald fyrir. Margfeldisáhrif viðskipta meintra afæta hljóta að vera umtalsverð á svæðinu og má nefna verslun, veitingastaði og íþróttaaðstöðu, t.d. sundlaugina góðu í Borgarnesi. Aðgangseyrir í laugina er kr. 480 á mann sem þýðir að hjón greiða kr. 1.920 miðað við að fara tvisvar í laugina um helgi sem margir gera eflaust. Þá ber þess að geta, og árétta, að sumarbústaðaeigendur greiða lögformleg gjöld til sveitarfélaganna, t.d. fasteignagjöld, sorphirðugjöld og rotþróargjöld. Nýlega var lögð vatnsveita á Langársvæðinu – alfarið á kostnað meintra afæta. Sveitarfélagið kom þar hvergi nærri og átti ekkert frumkvæði að verkefninu. Verkið var reyndar unnið af færum mönnum í héraði og fyrir það greitt, sem sagt atvinnuskapandi verkefni. Athyglisvert er að lesa í títtnefndum leiðara hvernig gerð var eilítil könnun á dögunum á sk. dulinni búsetu á Siglufirði þar sem ekið var um bæinn um jól og áramót og talin ljós í gluggum húsa. Í ljós mun hafa komið að 88% húsanna voru „setin“ en 12% voru í eigu fólks „sem dvaldi annars staðar á þeim tíma“. Verð að viðurkenna að mér finnst þetta skondin aðferðafræði og sé fyrir mér menn akandi um bæinn í skjóli nætur að telja upplýst hús. Fyrrgreind 12% hafa trúlega verið að „afætast“ í sumarbústöðum sínum á hinni helgu hátíð! En, aftur að alvöru málsins. Þessi rödd, sem birtist í leiðara Skessuhorns um daginn, verður að teljast hjáróma miðað við þá hlýju og vináttu sem undirrituð og fleiri meintar afætur eiga að venjast hjá verslunareigendum og þjónustuveitendum í Borgarnesi þegar skotist er þangað í verslunarerindum, sundlaugarferð eða til að taka þátt í einhverjum menningarviðburði þar í bæ – og greitt er fyrir. Mikil umferð viðskiptavina er yfirleitt í Borgarnesi um helgar. Velta má því fyrir sér hvort ritstjórinn telji rétt að menn, t.d. ferðamenn og afætur, ættu bara að skilja eftir fjármagn í viðskiptalífi bæjarins en halda síðan áfram för? Ekki er ætlast til svars enda þessi grein ekki hugsuð sem upphaf frekari orðaskipta, heldur aðeins ábending um þá ótrúlegu blindni sem felst í viðhorfum ritstjórans. Sá grunur leitar á hugann hvort hér sé verið leggja til frekari skattheimtu á sumarbústaðaeigendur. Velta má því fyrir sér hvort ritstjórinn endurspegli umræður sveitarstjórnarmanna vítt og breitt. Ef svo er verður spennandi að fylgjast með því í vetur hvort viðhaldsþjónusta vega, sem nú er komin á hendur sveitarfélaga (nefni ég Stangarholtsveg við Langá í því sambandi) verði til fyrirmyndar á vetri komanda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Heldur þykir mér óþekkilegt efnisinnihald leiðara 36. tölublaðs Vesturlandsútgáfunnar, Skessuhorns, en fyrirsögn hans er „dulin búseta“. Ritstjóri þessa annars ágæta vikurits, Magnús Magnússon, fjallar um fólk sem kemur í Borgarbyggð um helgar (sumarbústaðaeigendur), annars vegar, og svo námsmenn, væntanlega á Bifröst og Hvanneyri, hins vegar, en hefur þar ekki lögheimili. Niðurstaða ritstjórans er að fólk þetta leggi lítið sem ekkert til samfélagsins í Borgarbyggð (mitt orðalag) en noti óhikað þjónustuna þar – sem sagt þessir einstaklingar séu „…nefnilega hálfgerðar afætur hinna…“ segir í niðurlagi leiðarans. Hér er ritstjórinn að vísa til þess að ýmis fjárframlög í opinbera þjónustu séu ákvörðuð á grundvelli íbúafjölda á hverjum stað, þ.e. fólks með lögheimili í héraði. Ekki hef ég áhuga á að munnhöggvast við ritstjórann en get þó ekki látið hjá líða að benda á hve lipurlega hann skautar fram hjá þeirri staðreynd að meintar afætur eru margar hverjar fastir og dyggir viðskiptavinir verslana og þjónustu í Borgarbyggð og greiða uppsett gjald fyrir. Margfeldisáhrif viðskipta meintra afæta hljóta að vera umtalsverð á svæðinu og má nefna verslun, veitingastaði og íþróttaaðstöðu, t.d. sundlaugina góðu í Borgarnesi. Aðgangseyrir í laugina er kr. 480 á mann sem þýðir að hjón greiða kr. 1.920 miðað við að fara tvisvar í laugina um helgi sem margir gera eflaust. Þá ber þess að geta, og árétta, að sumarbústaðaeigendur greiða lögformleg gjöld til sveitarfélaganna, t.d. fasteignagjöld, sorphirðugjöld og rotþróargjöld. Nýlega var lögð vatnsveita á Langársvæðinu – alfarið á kostnað meintra afæta. Sveitarfélagið kom þar hvergi nærri og átti ekkert frumkvæði að verkefninu. Verkið var reyndar unnið af færum mönnum í héraði og fyrir það greitt, sem sagt atvinnuskapandi verkefni. Athyglisvert er að lesa í títtnefndum leiðara hvernig gerð var eilítil könnun á dögunum á sk. dulinni búsetu á Siglufirði þar sem ekið var um bæinn um jól og áramót og talin ljós í gluggum húsa. Í ljós mun hafa komið að 88% húsanna voru „setin“ en 12% voru í eigu fólks „sem dvaldi annars staðar á þeim tíma“. Verð að viðurkenna að mér finnst þetta skondin aðferðafræði og sé fyrir mér menn akandi um bæinn í skjóli nætur að telja upplýst hús. Fyrrgreind 12% hafa trúlega verið að „afætast“ í sumarbústöðum sínum á hinni helgu hátíð! En, aftur að alvöru málsins. Þessi rödd, sem birtist í leiðara Skessuhorns um daginn, verður að teljast hjáróma miðað við þá hlýju og vináttu sem undirrituð og fleiri meintar afætur eiga að venjast hjá verslunareigendum og þjónustuveitendum í Borgarnesi þegar skotist er þangað í verslunarerindum, sundlaugarferð eða til að taka þátt í einhverjum menningarviðburði þar í bæ – og greitt er fyrir. Mikil umferð viðskiptavina er yfirleitt í Borgarnesi um helgar. Velta má því fyrir sér hvort ritstjórinn telji rétt að menn, t.d. ferðamenn og afætur, ættu bara að skilja eftir fjármagn í viðskiptalífi bæjarins en halda síðan áfram för? Ekki er ætlast til svars enda þessi grein ekki hugsuð sem upphaf frekari orðaskipta, heldur aðeins ábending um þá ótrúlegu blindni sem felst í viðhorfum ritstjórans. Sá grunur leitar á hugann hvort hér sé verið leggja til frekari skattheimtu á sumarbústaðaeigendur. Velta má því fyrir sér hvort ritstjórinn endurspegli umræður sveitarstjórnarmanna vítt og breitt. Ef svo er verður spennandi að fylgjast með því í vetur hvort viðhaldsþjónusta vega, sem nú er komin á hendur sveitarfélaga (nefni ég Stangarholtsveg við Langá í því sambandi) verði til fyrirmyndar á vetri komanda?
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar