Mjólkar kýr í Katalóníu 16. september 2011 07:00 Ánægð í Katalóníu Hjördís Ólafsdóttir hefur verið búsett á Spáni í fimm ár. Hún býr í þorpinu Olot ásamt konu sinni og hundum þeirra og köttum. Hjördís Ólafsdóttir hefur verið búsett á Spáni undanfarin fimm ár og líkar vel. Hún starfar á bóndabæ í Katalóníu og segist ekki vilja flytja heim aftur í bráð. Hjördís flutti ásamt þáverandi kærustu sinni til Spánar árið 2006 og bjó fyrsta árið í Barcelona. Henni þótti þó nóg um hávaðann og lætin sem fylgdu stórborginni og flutti í fjallaþorpið Olot þar sem hún býr enn. „Ég vinn á bóndabæ hér í grenndinni. Býlið var byggt til að skapa atvinnu fyrir geðfatlaða og þroskahefta og ég sé bæði um að aðstoða þá við sína vinnu og að mjólka kýrnar,“ segir Hjördís sem býr sjálf í miðbæ Olot ásamt konu sinni, hundum og köttum. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég endaði í Olot. Mér fannst Barcelona alltof stór og hávær og henni fylgdi mikið stress. Ég er frá Ísafirði sjálf og hef alltaf verið meira fyrir þorpsstemninguna.“ Hjördís gifti sig í júní og í tilefni þess var haldin stór og fjölþjóðleg veisla. Vinir Hjördísar sáu um skemmtiatriði og buðu upp á tónlist og dansatriði. „Við gerðum þetta bara eftir okkar höfði og giftum okkur hjá dómara á föstudegi en héldum svo veisluna á laugardegi. Vinur okkar, sem er trúður að atvinnu, brá sér í hlutverk prests og eftir athöfnina afklæddist hann kuflinum og var þá í veislufötum innan undir. Nokkrir vinir mínir komu alla leið frá Íslandi til að fagna með okkur og vinir konu minnar komu frá Spáni þannig að gestalistinn var mjög blandaður og fjögur tungumál töluð í veislunni, spænska, katalónska, íslenska og enska.“ Hjördís keypti sér hús í Olot fyrir skemmstu og segist ekki ætla að flytja aftur heim á næstunni. „Ég er gott sem orðin spænsk,“ segir hún og hlær. „Ég hef það mjög fínt hérna og vil vera hér áfram.“- sm Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Hjördís Ólafsdóttir hefur verið búsett á Spáni undanfarin fimm ár og líkar vel. Hún starfar á bóndabæ í Katalóníu og segist ekki vilja flytja heim aftur í bráð. Hjördís flutti ásamt þáverandi kærustu sinni til Spánar árið 2006 og bjó fyrsta árið í Barcelona. Henni þótti þó nóg um hávaðann og lætin sem fylgdu stórborginni og flutti í fjallaþorpið Olot þar sem hún býr enn. „Ég vinn á bóndabæ hér í grenndinni. Býlið var byggt til að skapa atvinnu fyrir geðfatlaða og þroskahefta og ég sé bæði um að aðstoða þá við sína vinnu og að mjólka kýrnar,“ segir Hjördís sem býr sjálf í miðbæ Olot ásamt konu sinni, hundum og köttum. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég endaði í Olot. Mér fannst Barcelona alltof stór og hávær og henni fylgdi mikið stress. Ég er frá Ísafirði sjálf og hef alltaf verið meira fyrir þorpsstemninguna.“ Hjördís gifti sig í júní og í tilefni þess var haldin stór og fjölþjóðleg veisla. Vinir Hjördísar sáu um skemmtiatriði og buðu upp á tónlist og dansatriði. „Við gerðum þetta bara eftir okkar höfði og giftum okkur hjá dómara á föstudegi en héldum svo veisluna á laugardegi. Vinur okkar, sem er trúður að atvinnu, brá sér í hlutverk prests og eftir athöfnina afklæddist hann kuflinum og var þá í veislufötum innan undir. Nokkrir vinir mínir komu alla leið frá Íslandi til að fagna með okkur og vinir konu minnar komu frá Spáni þannig að gestalistinn var mjög blandaður og fjögur tungumál töluð í veislunni, spænska, katalónska, íslenska og enska.“ Hjördís keypti sér hús í Olot fyrir skemmstu og segist ekki ætla að flytja aftur heim á næstunni. „Ég er gott sem orðin spænsk,“ segir hún og hlær. „Ég hef það mjög fínt hérna og vil vera hér áfram.“- sm
Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira