Vissir þú? 17. september 2011 06:00 Vissir þú að yfir 600 milljónir kvenna og stúlkna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert? Vissir þú að ólögleg sala með fólk er þriðja umfangsmesta glæpastarfssemi í heimi? Vissir þú að ofbeldi dregur jafnmargar konur til dauða og krabbamein ár hvert? Vissir þú að í mörgum löndum kemst nauðgari hjá refsingu með því að giftast fórnarlambi sínu? Já, það er víða pottur brotinn í réttindamálum kvenna. Sá heimur sem mörgum stúlkubörnum er gert að alast upp í tekur þeim ekki fagnandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa einsett sér að breyta þessu. Nýverið var sett á laggirnar stofnun sem hefur þetta verkefni með höndum. Hún nefnist UN Women. Hún byggir að sönnu á hinu góða starfi sem UNIFEM og aðrar þær stofnanir sem runnu saman í UN Women hafa unnið um árabil. Það starf felst í því að vinna með stjórnvöldum og frjálsum félagasamtökum að því að efla og bæta réttindi kvenna. Á Íslandi er rekin landsnefnd UN Women. Það eru ekki margir sem vita það, en landsnefndin á Íslandi er ein öflugasta landsnefnd UN Women í heimi, en UN Women er að vísu ein alminnsta stofnun Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur til vegna þess að Íslendingar hafa verið örlátir í því að leggja þessu málefni lið og megum við ekki láta deigan sína í þeim efnum. UN Women á Íslandi stendur fyrir svokallaðri Fiðrildaviku 12.–18. september með það að markmiði að hvetja Íslendinga til að standa með „systrum“ sínum víða um heim. Þema fjáröflunarvikunnar er fiðrildið; fiðrildið táknar umbreytingu til hins betra, frelsi og von og ætlunin er að hafa svokölluð fiðrildaáhrif héðan frá Íslandi, en stundum er sú myndlíking notuð að vængjasláttur fiðrilda geti komið af stað fellibyl í fjarlægu landi. Framlög þau sem innt eru af hendi til landsnefndar UN Women á Íslandi eru nýtt í verkefni víða um heim þar sem unnið er að því að bæta hag kvenna í fátækustu löndum heims. Taktu þátt í gera heiminn betri fyrir allar dætur jarðarinnar – gakktu í lið með UN Women! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Vissir þú að yfir 600 milljónir kvenna og stúlkna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert? Vissir þú að ólögleg sala með fólk er þriðja umfangsmesta glæpastarfssemi í heimi? Vissir þú að ofbeldi dregur jafnmargar konur til dauða og krabbamein ár hvert? Vissir þú að í mörgum löndum kemst nauðgari hjá refsingu með því að giftast fórnarlambi sínu? Já, það er víða pottur brotinn í réttindamálum kvenna. Sá heimur sem mörgum stúlkubörnum er gert að alast upp í tekur þeim ekki fagnandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa einsett sér að breyta þessu. Nýverið var sett á laggirnar stofnun sem hefur þetta verkefni með höndum. Hún nefnist UN Women. Hún byggir að sönnu á hinu góða starfi sem UNIFEM og aðrar þær stofnanir sem runnu saman í UN Women hafa unnið um árabil. Það starf felst í því að vinna með stjórnvöldum og frjálsum félagasamtökum að því að efla og bæta réttindi kvenna. Á Íslandi er rekin landsnefnd UN Women. Það eru ekki margir sem vita það, en landsnefndin á Íslandi er ein öflugasta landsnefnd UN Women í heimi, en UN Women er að vísu ein alminnsta stofnun Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur til vegna þess að Íslendingar hafa verið örlátir í því að leggja þessu málefni lið og megum við ekki láta deigan sína í þeim efnum. UN Women á Íslandi stendur fyrir svokallaðri Fiðrildaviku 12.–18. september með það að markmiði að hvetja Íslendinga til að standa með „systrum“ sínum víða um heim. Þema fjáröflunarvikunnar er fiðrildið; fiðrildið táknar umbreytingu til hins betra, frelsi og von og ætlunin er að hafa svokölluð fiðrildaáhrif héðan frá Íslandi, en stundum er sú myndlíking notuð að vængjasláttur fiðrilda geti komið af stað fellibyl í fjarlægu landi. Framlög þau sem innt eru af hendi til landsnefndar UN Women á Íslandi eru nýtt í verkefni víða um heim þar sem unnið er að því að bæta hag kvenna í fátækustu löndum heims. Taktu þátt í gera heiminn betri fyrir allar dætur jarðarinnar – gakktu í lið með UN Women!
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar