Sló í gegn hjá írönskum leigubílstjóra 13. október 2011 13:00 Ein heimsálfa eftir Blái hnötturinn kemur út í Brasilíu og Norður-Ameríku á næstunni og er þá Eyjaálfa eina heimsálfan sem bókin á eftir. Forlagið gekk í gær frá samningum við brasilískt forlag um útgáfu á barnabókinni Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. Bókin er því væntanleg í öllum byggðum heimsálfum nema einni, Eyjaálfu, því útgáfa hennar hefur þegar verið skipulögð í Norður-Ameríku á næsta ári. Bókamessan í Frankfurt var sett á þriðjudagskvöld að viðstöddu margmenni og þótt rithöfundur og forleggjarar séu á hverju strái sitja þeir fæstir að sumbli á börunum við að ræða nýjustu strauma og stefnur. Margir af hinum íslensku rithöfundum eru á flakki um allt Þýskalandi, að lesa upp úr bókum sínum og nýta sér þá miklu umfjöllun sem íslenskar bækur fá þessa vikurnar. Andri Snær er engin undantekning á því; hann verður í Þýskalandi í tíu daga að lesa upp úr verkum sínum. „Þetta er svona síðbúið bakpokaferðalag,“ segir Andri í samtali við Fréttablaðið. Hann var þá reyndar staddur í Frankfurt en var á leiðinni til Mainz. „Það eru margir í mínum sporum og ég held að Hallgrímur [Helgason] sé jafnvel verri en ég, hann ætlar að vera í þriggja vikna upplestraferð,“ segir Andri sem er ákaflega hrifinn af íslenska skálanum á bókamessunni, finnst hann vera hálfgerð vin í öllu þessu brjálæði. Þjóðverjar virðast fylgjast vel með bókamessunni, allavega var íranskur leigubílstjóri með allt á hreinu þegar Andri fékk far hjá honum í Köln. „Hann spurði hvaðan ég væri og þegar ég hafði kynnt mig sagðist hann einmitt hafa verið að lesa grein um bókamessuna. Og endaði á því að gefa mér helmingsafslátt af farinu,“ útskýrir Andri sem launaði honum að íslenskum sið, gaf honum áritað eintak af þýsku þýðingunni á Draumalandinu. - fgg Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
Forlagið gekk í gær frá samningum við brasilískt forlag um útgáfu á barnabókinni Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. Bókin er því væntanleg í öllum byggðum heimsálfum nema einni, Eyjaálfu, því útgáfa hennar hefur þegar verið skipulögð í Norður-Ameríku á næsta ári. Bókamessan í Frankfurt var sett á þriðjudagskvöld að viðstöddu margmenni og þótt rithöfundur og forleggjarar séu á hverju strái sitja þeir fæstir að sumbli á börunum við að ræða nýjustu strauma og stefnur. Margir af hinum íslensku rithöfundum eru á flakki um allt Þýskalandi, að lesa upp úr bókum sínum og nýta sér þá miklu umfjöllun sem íslenskar bækur fá þessa vikurnar. Andri Snær er engin undantekning á því; hann verður í Þýskalandi í tíu daga að lesa upp úr verkum sínum. „Þetta er svona síðbúið bakpokaferðalag,“ segir Andri í samtali við Fréttablaðið. Hann var þá reyndar staddur í Frankfurt en var á leiðinni til Mainz. „Það eru margir í mínum sporum og ég held að Hallgrímur [Helgason] sé jafnvel verri en ég, hann ætlar að vera í þriggja vikna upplestraferð,“ segir Andri sem er ákaflega hrifinn af íslenska skálanum á bókamessunni, finnst hann vera hálfgerð vin í öllu þessu brjálæði. Þjóðverjar virðast fylgjast vel með bókamessunni, allavega var íranskur leigubílstjóri með allt á hreinu þegar Andri fékk far hjá honum í Köln. „Hann spurði hvaðan ég væri og þegar ég hafði kynnt mig sagðist hann einmitt hafa verið að lesa grein um bókamessuna. Og endaði á því að gefa mér helmingsafslátt af farinu,“ útskýrir Andri sem launaði honum að íslenskum sið, gaf honum áritað eintak af þýsku þýðingunni á Draumalandinu. - fgg
Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira