Á að kasta Perlu fyrir svín? Friðrik Haraldsson skrifar 13. október 2011 06:00 Nýlega hrökk ég upp við vondan draum um að selja ætti Perluna í Reykjavík. Þangað hef ég um árabil farið sem leiðsögumaður með erlenda ferðamenn til að þeir geti á einum stað kynnst borginni, fengið sér í gogginn, keypt minjagripi, séð Sögusýningu og heillast af fögru útsýni ásamt því að fá upplýsingar um allt sem fyrir augu ber á fimm tungumálum. Mér skilst að 600.000 gestir komi í Perluna á ári. Mætti ætla að það væri nokkurs virði. Perlan er kennileiti í Reykjavík, fögur bygging í sjálfu sér, völundarsmíð sem nú verður niðurskurði nýrra herra að bráð sem hafa sett á hana verðmiða, rúma 2 milljarða króna. Hvað ætli Sigurboginn myndi kosta? Eða dettur einhverjum í hug að Parísarbúar leggist svo lágt að selja hann? Þyki tilfinningasemi ótæk rök skulum við athuga fjármálahliðina. Perlan er nauðsynlegur þáttur í ört vaxandi og gjaldeyrisskapandi ferðaþjónustu og framlag borgarinnar til móttöku á erlendum ferðamönnum. Hvaða ábatasömu starfsemi aðra sjá menn fyrir sér í Perlunni? Varla neina sem stenst lög að óbreyttu. Nema það sé satt sem maður heyrir að húsinu verði breytt í geymslu til að spara fasteignagjöld? Þá væri perlum kastað fyrir svín. Sömu aðilar hafa leigt og annast reksturinn með miklum sóma frá því að Perlan var tekin í notkun 1991. Á sama tímabili hafa verið níu borgarstjórar í Reykjavík. Veitingamennirnir segja mér að látið sé eins og salan á húsinu komi þeim ekki við. Þó eiga þeir tvö ár eftir af leigutíma sínum og hafa borgað leiguna skilvíslega í 20 ár. Mætti ætla að slíkt viðskiptasamband væri einhvers virði. Ég er kannski mest undrandi á því að ferðaþjónustan andmæli ekki þeim hugmyndum hástöfum að selja Perluna hæstbjóðanda. Sjálfur má ég ekki til þess hugsa að eitthvert bílaumboð eða banki kaupi hana undir starfsemi sína því að ég óttast að aðgangi almennings að henni verði lokað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Sjá meira
Nýlega hrökk ég upp við vondan draum um að selja ætti Perluna í Reykjavík. Þangað hef ég um árabil farið sem leiðsögumaður með erlenda ferðamenn til að þeir geti á einum stað kynnst borginni, fengið sér í gogginn, keypt minjagripi, séð Sögusýningu og heillast af fögru útsýni ásamt því að fá upplýsingar um allt sem fyrir augu ber á fimm tungumálum. Mér skilst að 600.000 gestir komi í Perluna á ári. Mætti ætla að það væri nokkurs virði. Perlan er kennileiti í Reykjavík, fögur bygging í sjálfu sér, völundarsmíð sem nú verður niðurskurði nýrra herra að bráð sem hafa sett á hana verðmiða, rúma 2 milljarða króna. Hvað ætli Sigurboginn myndi kosta? Eða dettur einhverjum í hug að Parísarbúar leggist svo lágt að selja hann? Þyki tilfinningasemi ótæk rök skulum við athuga fjármálahliðina. Perlan er nauðsynlegur þáttur í ört vaxandi og gjaldeyrisskapandi ferðaþjónustu og framlag borgarinnar til móttöku á erlendum ferðamönnum. Hvaða ábatasömu starfsemi aðra sjá menn fyrir sér í Perlunni? Varla neina sem stenst lög að óbreyttu. Nema það sé satt sem maður heyrir að húsinu verði breytt í geymslu til að spara fasteignagjöld? Þá væri perlum kastað fyrir svín. Sömu aðilar hafa leigt og annast reksturinn með miklum sóma frá því að Perlan var tekin í notkun 1991. Á sama tímabili hafa verið níu borgarstjórar í Reykjavík. Veitingamennirnir segja mér að látið sé eins og salan á húsinu komi þeim ekki við. Þó eiga þeir tvö ár eftir af leigutíma sínum og hafa borgað leiguna skilvíslega í 20 ár. Mætti ætla að slíkt viðskiptasamband væri einhvers virði. Ég er kannski mest undrandi á því að ferðaþjónustan andmæli ekki þeim hugmyndum hástöfum að selja Perluna hæstbjóðanda. Sjálfur má ég ekki til þess hugsa að eitthvert bílaumboð eða banki kaupi hana undir starfsemi sína því að ég óttast að aðgangi almennings að henni verði lokað.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar