Berjumst fyrir bókina! 13. október 2011 06:00 1.Fyrir skömmu birtust þau uggvænlegu tíðindi á forsíðu Fréttablaðsins að fjórðungur fimmtán ára drengja gæti ekki lesið sér til gagns. Tæp 25% – þrefalt hærra hlutfall en meðal stúlkna á sama aldri. Hrikalegt! hugsaði ég með sjálfum mér þegar ég las fréttina. Og ég spurði sjálfan mig í framhaldinu; afhverju er lesskilningur barnanna svona slakur? Böndin bárust fljótt að bókinni – eða réttara sagt að fjarveru bókarinnar. Fjarveru bókarinnar úr lífi alltof margra ungmenna nútímans. 2.Á þessu herrans ári 2011 hafa tvær kannanir verið kynntar, hverra niðurstöður vöktu illu heilli minni athygli og viðbrögð en efni stóðu til. Ég tel brýnt að vekja athygli á þeim hér því að þær flytja váleg tíðindi fyrir alla þá sem vilja veg bókarinnar sem mestan. Í raun alveg skelfileg tíðindi. Önnur er könnun sem menntamálaráðuneytið stóð fyrir í febrúar síðastliðnum og leiddi í ljós að hátt í fjórðungur nemenda í 5., 6. og 7. bekk grunnskóla les engar aðrar bækur en skólabækur. Til samanburðar má geta þess að árið 1968 lásu 11% barna á aldrinum 10-15 ára aldrei bækur sér til ánægju, þannig að fjöldi bóklausra barna hefur rösklega tvöfaldast á tímabilinu. Ástandið er enn verra hjá eldri krökkum. Í rannsókninni „Ungt fólk 2010“, sem gerð var í öllum framhaldsskólum landsins haustið 2010, voru ítarlegir spurningalistar lagðir fyrir rúmlega ellefu þúsund ungmenni. Rannsóknin leiddi í ljós að lestur er á hröðu undanhaldi hjá framhaldsskólanemum. Þeim hefur fjölgað verulega sem verja ekki neinum tíma í bóklestur utan skóla. Í samskonar könnun árið 2007 sögðust 33,5% stráka ekki eyða neinum tíma í bóklestur, nú er þessi tala komin í 45,4%. Semsagt, á aðeins þremur árum hefur framhaldsskólastrákum sem lesa bækur sér til yndis og afþreyingar fækkað um heil 12 prósentustig. Hlutfallslega aukningin er hins vegar 35% – strákum á þessum aldri sem aldrei lesa bók hefur fjölgaði um ríflega þriðjung á þremur árum! Sama þróun er hjá framhaldsskólastúlkum. Árið 2007 litu tæp 26% framhaldsskólastelpna aldrei í aðrar bækur en skólabækur en í fyrra var þetta hlutfall komið í rúm 40%. Það er að segja; kvenkyns lesendum á þessum aldri fækkaði um 14 prósentustig á þriggja ára tímabili. Hlutfallslega aukningin er hins vegar 55%. Ég endurtek: stelpum á þessum aldri sem aldrei lesa bók utan skóla fjölgaði um 55% á aðeins þremur árum! Þetta er grafalvarleg þróun og hraði hennar vægast sagt hrollvekjandi. Ef bókin væri dýr væri hún sett á lista dýra í útrýmingarhættu. 3.Rannsókn sem Brynhildur Þórarinsdóttir og Þóroddur Bjarnason kynntu í fyrra og gerð var á meðal 15-16 ára nema fyrir fáeinum misserum leiddi meðal annars í ljós þá staðreynd að aukin menntun foreldra jók líkur á bóklestri barnanna, en – og hér rekur mann í rogastans – því ríkara sem heimilið var, því minni líkur voru á því að barnið læsi, óháð menntun foreldranna. Með öðrum orðum: „Börn efnaðra foreldra eru ólíklegri til að lesa bækur daglega, jafnvel þótt foreldrarnir séu menntaðir ... Þessu eru þveröfugt farið í Evrópu þar sem bættur efnahagur skilar sér í auknum lestraráhuga.“ Of mikil veraldleg gæði, of mikið af peningum, of mikið af tækjum og græjum og munaði, of mikið af öllu – já, ofgnóttin dregur sem sagt úr líkum á að barnið sökkvi sér í hinn óefnislega heim bókanna. Það er ömurleg þróun ef veraldlegar allsnægtir leiða til bóklegrar fátæktar. 4.Líkurnar á því að ungmenni sem les aldrei bækur verði virkur lesandi þegar árin líða eru hverfandi. Og það sem meira er; fólk sem hefur aldrei notið bóka er ólíklegt til að hvetja eigin börn til að lesa. Þannig getur bóklausum fækkað ár frá ári, áratug eftir áratug, kynslóð eftir kynslóð. Að lokum sitja örfáir útgefendur og rithöfundar með hendur í skauti eða eru að sinna svo þröngum hópi fólks að það nægir engum til viðurværis. Bókin visnar og deyr – því að það verða engir lesendur eftir til að vökva hana með augum sínum. 5.Hvað ber okkur að gera? Jú, við verðum að efla bóklestur á Íslandi frá upphafi skólagöngu. Með öllum ráðum. Allir dagar verða að vera dagur bókarinnar. Til dæmis má hugsa sér að á hverjum degi yrði ein kennslustund frá byrjun grunnskóla til loka framhaldskóla helguð yndislestri, þar sem krakkarnir læsu bók að eigin vali, hvort sem það væru unglingabækur eða Íslendingasögur, klassískar skáldsögur eða nútímaverk, reyfarar eða rómantík, nú eða ljóðabækur. Ekki bækur sem aðrir velja fyrir þau, ekki fyrir próf – bara til að opna fyrir þeim nýja veröld; heim orðsins, vídd skáldskaparins. Ef krakkar og unglingar læra ekki að meta töfra bókarinnar frá fyrstu tíð mun bókin deyja út, hún verður aflóga risaeðla, flöktandi skuggi. Og þá er ég ekki eingöngu að tala um hina hefðbundnu pappírsskruddu heldur líka raf- og hljóðbækur – því að þetta hrap í lestri snýst ekki um á hvaða formi skáldskap er komið til skila, hrapið snýr að sjálfum skáldskapnum, innihaldinu en ekki umbúðunum. Ég legg til að skapaður verði samráðsvettvangur fulltrúa ríkis og borgar, sveitarfélaga, skóla, útgefenda og rithöfunda, þar sem lagðar verða línur fyrir allsherjar átak í þágu lestrar og bóka. Þetta er stríð í þágu menningar okkar, í þágu framtíðar. Og umfram allt verða heimilin í landinu að sýna bókinni hollustu. Njótum bóka og kennum börnunum okkar að meta töfraveröld þeirra. Galdur bókarinnar má ekki glatast. Berjumst fyrir bókina! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Sjá meira
1.Fyrir skömmu birtust þau uggvænlegu tíðindi á forsíðu Fréttablaðsins að fjórðungur fimmtán ára drengja gæti ekki lesið sér til gagns. Tæp 25% – þrefalt hærra hlutfall en meðal stúlkna á sama aldri. Hrikalegt! hugsaði ég með sjálfum mér þegar ég las fréttina. Og ég spurði sjálfan mig í framhaldinu; afhverju er lesskilningur barnanna svona slakur? Böndin bárust fljótt að bókinni – eða réttara sagt að fjarveru bókarinnar. Fjarveru bókarinnar úr lífi alltof margra ungmenna nútímans. 2.Á þessu herrans ári 2011 hafa tvær kannanir verið kynntar, hverra niðurstöður vöktu illu heilli minni athygli og viðbrögð en efni stóðu til. Ég tel brýnt að vekja athygli á þeim hér því að þær flytja váleg tíðindi fyrir alla þá sem vilja veg bókarinnar sem mestan. Í raun alveg skelfileg tíðindi. Önnur er könnun sem menntamálaráðuneytið stóð fyrir í febrúar síðastliðnum og leiddi í ljós að hátt í fjórðungur nemenda í 5., 6. og 7. bekk grunnskóla les engar aðrar bækur en skólabækur. Til samanburðar má geta þess að árið 1968 lásu 11% barna á aldrinum 10-15 ára aldrei bækur sér til ánægju, þannig að fjöldi bóklausra barna hefur rösklega tvöfaldast á tímabilinu. Ástandið er enn verra hjá eldri krökkum. Í rannsókninni „Ungt fólk 2010“, sem gerð var í öllum framhaldsskólum landsins haustið 2010, voru ítarlegir spurningalistar lagðir fyrir rúmlega ellefu þúsund ungmenni. Rannsóknin leiddi í ljós að lestur er á hröðu undanhaldi hjá framhaldsskólanemum. Þeim hefur fjölgað verulega sem verja ekki neinum tíma í bóklestur utan skóla. Í samskonar könnun árið 2007 sögðust 33,5% stráka ekki eyða neinum tíma í bóklestur, nú er þessi tala komin í 45,4%. Semsagt, á aðeins þremur árum hefur framhaldsskólastrákum sem lesa bækur sér til yndis og afþreyingar fækkað um heil 12 prósentustig. Hlutfallslega aukningin er hins vegar 35% – strákum á þessum aldri sem aldrei lesa bók hefur fjölgaði um ríflega þriðjung á þremur árum! Sama þróun er hjá framhaldsskólastúlkum. Árið 2007 litu tæp 26% framhaldsskólastelpna aldrei í aðrar bækur en skólabækur en í fyrra var þetta hlutfall komið í rúm 40%. Það er að segja; kvenkyns lesendum á þessum aldri fækkaði um 14 prósentustig á þriggja ára tímabili. Hlutfallslega aukningin er hins vegar 55%. Ég endurtek: stelpum á þessum aldri sem aldrei lesa bók utan skóla fjölgaði um 55% á aðeins þremur árum! Þetta er grafalvarleg þróun og hraði hennar vægast sagt hrollvekjandi. Ef bókin væri dýr væri hún sett á lista dýra í útrýmingarhættu. 3.Rannsókn sem Brynhildur Þórarinsdóttir og Þóroddur Bjarnason kynntu í fyrra og gerð var á meðal 15-16 ára nema fyrir fáeinum misserum leiddi meðal annars í ljós þá staðreynd að aukin menntun foreldra jók líkur á bóklestri barnanna, en – og hér rekur mann í rogastans – því ríkara sem heimilið var, því minni líkur voru á því að barnið læsi, óháð menntun foreldranna. Með öðrum orðum: „Börn efnaðra foreldra eru ólíklegri til að lesa bækur daglega, jafnvel þótt foreldrarnir séu menntaðir ... Þessu eru þveröfugt farið í Evrópu þar sem bættur efnahagur skilar sér í auknum lestraráhuga.“ Of mikil veraldleg gæði, of mikið af peningum, of mikið af tækjum og græjum og munaði, of mikið af öllu – já, ofgnóttin dregur sem sagt úr líkum á að barnið sökkvi sér í hinn óefnislega heim bókanna. Það er ömurleg þróun ef veraldlegar allsnægtir leiða til bóklegrar fátæktar. 4.Líkurnar á því að ungmenni sem les aldrei bækur verði virkur lesandi þegar árin líða eru hverfandi. Og það sem meira er; fólk sem hefur aldrei notið bóka er ólíklegt til að hvetja eigin börn til að lesa. Þannig getur bóklausum fækkað ár frá ári, áratug eftir áratug, kynslóð eftir kynslóð. Að lokum sitja örfáir útgefendur og rithöfundar með hendur í skauti eða eru að sinna svo þröngum hópi fólks að það nægir engum til viðurværis. Bókin visnar og deyr – því að það verða engir lesendur eftir til að vökva hana með augum sínum. 5.Hvað ber okkur að gera? Jú, við verðum að efla bóklestur á Íslandi frá upphafi skólagöngu. Með öllum ráðum. Allir dagar verða að vera dagur bókarinnar. Til dæmis má hugsa sér að á hverjum degi yrði ein kennslustund frá byrjun grunnskóla til loka framhaldskóla helguð yndislestri, þar sem krakkarnir læsu bók að eigin vali, hvort sem það væru unglingabækur eða Íslendingasögur, klassískar skáldsögur eða nútímaverk, reyfarar eða rómantík, nú eða ljóðabækur. Ekki bækur sem aðrir velja fyrir þau, ekki fyrir próf – bara til að opna fyrir þeim nýja veröld; heim orðsins, vídd skáldskaparins. Ef krakkar og unglingar læra ekki að meta töfra bókarinnar frá fyrstu tíð mun bókin deyja út, hún verður aflóga risaeðla, flöktandi skuggi. Og þá er ég ekki eingöngu að tala um hina hefðbundnu pappírsskruddu heldur líka raf- og hljóðbækur – því að þetta hrap í lestri snýst ekki um á hvaða formi skáldskap er komið til skila, hrapið snýr að sjálfum skáldskapnum, innihaldinu en ekki umbúðunum. Ég legg til að skapaður verði samráðsvettvangur fulltrúa ríkis og borgar, sveitarfélaga, skóla, útgefenda og rithöfunda, þar sem lagðar verða línur fyrir allsherjar átak í þágu lestrar og bóka. Þetta er stríð í þágu menningar okkar, í þágu framtíðar. Og umfram allt verða heimilin í landinu að sýna bókinni hollustu. Njótum bóka og kennum börnunum okkar að meta töfraveröld þeirra. Galdur bókarinnar má ekki glatast. Berjumst fyrir bókina!
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar