Mannréttindi sjúklinga eða byggðapot? Auður Styrkársdóttir og Svanur Kristjánsson skrifar 14. október 2011 06:00 Velunnurum geðsjúkra var mjög brugðið að heyra þingmenn og sveitarstjórnarmenn ræða lokun réttargeðdeildarinnar að Sogni út frá byggðasjónarmiðum og atvinnumálum í héraði. Starfsemin virtist engu máli skipta, hvað þá þeir einstaklingar sem þar dvelja. Það hefur hins vegar lengi legið fyrir að húsnæðið hentar engan veginn starfseminni. Erfiðlega hefur gengið að fá sérmenntað fólk til starfa og ýmiskonar vandræði hafa stafað af því að hafa þetta sjúkrahús fjarri mannabyggðum og skjótum og góðum aðgangi að læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. Því það er það sem Sogn er fyrst og síðast: sjúkrahús. Þarna dvelja sjúkar manneskjur. Þær eiga rétt á þeirri bestu heilbrigðisþjónustu sem þetta land getur látið í té, eins og aðrir Íslendingar. Við vitum ekki hvaða kynni viðkomandi þingmenn eða sveitarstjórnarmenn hafa af geðsjúkum eða geðsjúkdómum. Framgangan og yfirlýsingarnar lýsa hinsvegar svo himinhrópandi skilningsleysi á málinu að við getum ekki annað en vonað að vanþekking ráði för. Margir aðilar, þ.ám. félagið Geðhjálp sem við tilheyrum, hafa talað fyrir því um árabil að leggja réttargeðdeildina niður á Sogni og færa hana til þess staðar þar sem hún á heima: samneyti við besta fagfólk landsins á þessu sviði alltaf, á öllum tímum. Nú er það loksins að verða að veruleika. Við förum fram á stuðning allra landsmanna við þetta mannréttindamál. Við hljótum einnig að krefjast þess af þingmönnum að þeir gangi fram fyrir skjöldu fyrir geðsjúka með hagsmuni þeirra að leiðarljósi og finni einhver ráð til að lægja öldur heima fyrir frekar en að æsa þær upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Velunnurum geðsjúkra var mjög brugðið að heyra þingmenn og sveitarstjórnarmenn ræða lokun réttargeðdeildarinnar að Sogni út frá byggðasjónarmiðum og atvinnumálum í héraði. Starfsemin virtist engu máli skipta, hvað þá þeir einstaklingar sem þar dvelja. Það hefur hins vegar lengi legið fyrir að húsnæðið hentar engan veginn starfseminni. Erfiðlega hefur gengið að fá sérmenntað fólk til starfa og ýmiskonar vandræði hafa stafað af því að hafa þetta sjúkrahús fjarri mannabyggðum og skjótum og góðum aðgangi að læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. Því það er það sem Sogn er fyrst og síðast: sjúkrahús. Þarna dvelja sjúkar manneskjur. Þær eiga rétt á þeirri bestu heilbrigðisþjónustu sem þetta land getur látið í té, eins og aðrir Íslendingar. Við vitum ekki hvaða kynni viðkomandi þingmenn eða sveitarstjórnarmenn hafa af geðsjúkum eða geðsjúkdómum. Framgangan og yfirlýsingarnar lýsa hinsvegar svo himinhrópandi skilningsleysi á málinu að við getum ekki annað en vonað að vanþekking ráði för. Margir aðilar, þ.ám. félagið Geðhjálp sem við tilheyrum, hafa talað fyrir því um árabil að leggja réttargeðdeildina niður á Sogni og færa hana til þess staðar þar sem hún á heima: samneyti við besta fagfólk landsins á þessu sviði alltaf, á öllum tímum. Nú er það loksins að verða að veruleika. Við förum fram á stuðning allra landsmanna við þetta mannréttindamál. Við hljótum einnig að krefjast þess af þingmönnum að þeir gangi fram fyrir skjöldu fyrir geðsjúka með hagsmuni þeirra að leiðarljósi og finni einhver ráð til að lægja öldur heima fyrir frekar en að æsa þær upp.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar