Verðugur arftaki Dr. Jones Viggó Ingimar Jónasson skrifar 2. nóvember 2011 10:00 Nathan Drake gengur burt frá góðu dagsverki. Tölvuleikur. Uncharted 3. PS3. Það er alveg sérstök tilfinning sem fylgir því að spila Uncharted-leikina. Frá fyrstu mínútu eru leikmenn dregnir inn í heillandi heim sem er stútfullur af velsköpuðum persónum, vel skrifuðum samtölum og nægum hasar til að fylla 3-4 Hollywood stórmyndir. Uncharted-leikirnir hafa oftar en einu sinni verið sagðir þeir leikir sem komast næst því að hafa sama skemmtanagildi og góð hasarmynd. Þetta gildir að sjálfsögðu líka um Uncharted 3: Drake‘s Deception sem gefur fyrri leikjum ekkert eftir. Enn á ný er farið í hlutverk erkitöffarans Nathans Drake og að þessu sinni er leitað að fornri borg í miðri eyðimörk, hinni svokölluðu Atlantis sandanna. Leitin flytur leikmenn víða um heiminn, allt frá hálfónýtum köstulum í Frakklandi yfir í skipagrafreit í miðjum ofsastormi. Allt frá því að Indiana Jones hætti að vera skemmtilegur hefur sárvantað fígúru sem getur gert samsæriskenningar fornsögunnar spennandi og sú fígúra er klárlega Nathan Drake. Spilun Uncharted 3 skiptist í þrjá meginflokka: þriðju persónu skotbardaga, klifur þar sem menn leita réttu leiðanna að settu takmarki og svo að leysa þrautir. Ofan á þetta bætast síðan við mögnuð hasaratriði þar sem Drake þarf meðal annars að flýja úr brennandi húsum eða sleppa úr sökkvandi skemmtiferðaskipi. Að spila í gegnum söguþráð Uncharted 3 er frábær skemmtun og toppar auðveldlega flestallt annað sem er á markaðnum. Ofan á allt annað þá skartar Uncharted 3 netspilun, þar sem menn geta bæði keppt á móti hver öðrum og svo spilað saman í gegnum sérútbúin borð. Því miður var ekki búið að opna á vefþjóna leiksins þegar undirritaður spilaði í gegnum leikinn og því náðist ekki að prufukeyra þann hluta. En jafnvel þótt sá hluti myndi reynast vera hreint rusl, sem hann er örugglega ekki, gæti það ekki breytt því að Uncharted 3 er hreint frábær leikur sem ætti að vera skyldueign fyrir alla unnendur ævintýra og hasars. Niðurstaða: Uncharted 3 er flottari en svölustu hasarmyndir og heldur manni rígföstum frá upphafi til enda. Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tölvuleikur. Uncharted 3. PS3. Það er alveg sérstök tilfinning sem fylgir því að spila Uncharted-leikina. Frá fyrstu mínútu eru leikmenn dregnir inn í heillandi heim sem er stútfullur af velsköpuðum persónum, vel skrifuðum samtölum og nægum hasar til að fylla 3-4 Hollywood stórmyndir. Uncharted-leikirnir hafa oftar en einu sinni verið sagðir þeir leikir sem komast næst því að hafa sama skemmtanagildi og góð hasarmynd. Þetta gildir að sjálfsögðu líka um Uncharted 3: Drake‘s Deception sem gefur fyrri leikjum ekkert eftir. Enn á ný er farið í hlutverk erkitöffarans Nathans Drake og að þessu sinni er leitað að fornri borg í miðri eyðimörk, hinni svokölluðu Atlantis sandanna. Leitin flytur leikmenn víða um heiminn, allt frá hálfónýtum köstulum í Frakklandi yfir í skipagrafreit í miðjum ofsastormi. Allt frá því að Indiana Jones hætti að vera skemmtilegur hefur sárvantað fígúru sem getur gert samsæriskenningar fornsögunnar spennandi og sú fígúra er klárlega Nathan Drake. Spilun Uncharted 3 skiptist í þrjá meginflokka: þriðju persónu skotbardaga, klifur þar sem menn leita réttu leiðanna að settu takmarki og svo að leysa þrautir. Ofan á þetta bætast síðan við mögnuð hasaratriði þar sem Drake þarf meðal annars að flýja úr brennandi húsum eða sleppa úr sökkvandi skemmtiferðaskipi. Að spila í gegnum söguþráð Uncharted 3 er frábær skemmtun og toppar auðveldlega flestallt annað sem er á markaðnum. Ofan á allt annað þá skartar Uncharted 3 netspilun, þar sem menn geta bæði keppt á móti hver öðrum og svo spilað saman í gegnum sérútbúin borð. Því miður var ekki búið að opna á vefþjóna leiksins þegar undirritaður spilaði í gegnum leikinn og því náðist ekki að prufukeyra þann hluta. En jafnvel þótt sá hluti myndi reynast vera hreint rusl, sem hann er örugglega ekki, gæti það ekki breytt því að Uncharted 3 er hreint frábær leikur sem ætti að vera skyldueign fyrir alla unnendur ævintýra og hasars. Niðurstaða: Uncharted 3 er flottari en svölustu hasarmyndir og heldur manni rígföstum frá upphafi til enda.
Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira