Frægðin að utan Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 3. nóvember 2011 06:00 Hvað getur umheimurinn lært af fordæmi Íslands um það, hvernig á að vinna sig út úr kreppu, án þess að slíta í sundur samfélagsvefinn? Þetta var „milljóndollaraspurningin“, sem heimsfrægir hagfræðingar voru fengnir til að svara í Hörpunni (var hún ekki annars byggð fyrir Icesave-þýfið mestan part?) um daginn í kveðjuhófi IMF (AGS). Það vakti athygli mína, að hver og einn hinna heimsfrægu fann það helst til eftirbreytni, sem féll eins og flís við rass inn í fyrirfram mótaða mynd þeirra sjálfra um það, hvað bæri að gera og hvað ætti að forðast. Martin Wolf hjá Financial Times, klassískur breskur evruvafri (e. eurosceptic), hældi Íslendingum fyrir að halda sig utan ESB og hallmælti þeim, sem vilja sækja um aðild. Hjá Bretum hefur þokan yfir Ermarsundið löngum byrgt sýn. Nóbelshagfræðingurinn Krugman er á móti því, rétt eins og ég, að bjarga bönkum á kostnað skattgreiðenda (grísk-írska leiðin). Hann sagði það til fyrirmyndar, að íslensku bankarnir fóru á hausinn – og enginn fékk gert við því – af því að þeim var ekki viðbjargandi (og að „Þjóðverjar“ sátu uppi með 2/3 af skuldunum). Krugman virtist líka standa í þeirri trú, að „innri gengisfelling“ (lækkun launa og félagslegra útgjalda með handafli) à la Eistland/Lettland sé sársaukafyllri en gengisfelling gjaldmiðilsins à la Ísland, sem sannar það eitt, að jafnvel Nóbelsverðlaunahafar geta haft rangt fyrir sér, ef þá skortir réttar upplýsingar. Vinurinn – sem til vamms sagðiWillem Buiter (sá sem varaði íslensk stjórnvöld við yfirvofandi hruni snemma árs 2008 – án þess á hann væri hlustað) var sá eini, sem benti á, hvað læra mætti af mistökum Íslendinga við endurreisn bankakerfisins. Við hefðum átt að vista stökkbreytt og ókræf lán í innheimtustofnun ríkisins (e. bad bank), svo að hinir endurreistu bankar gætu gegnt hlutverki sínu, sem væri að lána fé til framkvæmda. Buiter sagði, að enn væri tími til að kippa þessu í liðinn með afskriftum á ónýtum lánum (e. toxic loans). Fyrr færi hagvaxtarvélin (sköpun starfa) ekki í gang. Þetta blífur reyndar sem helsta niðurstaða hófsins. Voruð þið að hlusta, Steingrímur og Árni Páll? En reyndar var það hið syfjulega gáfnaljós, hagfræðiprófessorinn við H.Í., Gylfi Zoëga, sem sló öllum hinum heimsfrægu við á lokasprettinum. Hann lagði smádæmi fyrir þá Wolf & Krugman og félaga – sem boðuðu patentlausnir – og viðbrögðin sýndu, að þeir féllu á prófinu. Hagfræði handa byrjendumGylfi sagði: Finnar búa við evru, en Svíar við krónu. Báðar komu þessar þjóðir hlutfallslega vel út úr kreppunni. Ályktun: Gjaldmiðillinn EINN og SÉR skiptir ekki ÖLLU máli um árangur í hagstjórn. Agi í ríkisfjármálum og fyrirhyggja í fjármálastjórn skiptir líka máli. Annað dæmi, sem leiðir til sömu niðurstöðu: Eistar búa við evru, en Íslendingar við (verðtryggingar)krónu. Báðar þjóðir fóru illa út úr kreppunni. En hvor er lengra komin á batavegi? Íslendingar (heimili og fyrirtæki) þjást enn af óleystum skuldavanda, veikum hagvexti og óvissu í gjaldmiðilsmálum. Eistar eru lausir við þessa kvilla, erlendar fjárfestingar streyma inn og hagvöxtur mældist 8,6% á fyrri hluta þessa árs. Ályktun: Patentlausnin – sjálfstæður gjaldmiðill, sem má gengisfella skv. pöntun sérhagsmunaaðila – dugar ekki einn og sér. Og Krugman má vita það, að gengisfelling gjaldmiðilsins er líka sársaukafullt meðal með miklum aukaverkunum fyrir skuldugt fólk. Jafnvel lífshættulegum. Það þarf annað og meira en patentlausnir. Það þarf þekkingu, reynslu, aga og fyrirhyggju. Og virðingu fyrir staðreyndum. Það er þetta, sem er af svo skornum skammti með vorri þjóð. Gylfi hafði rétt fyrir sér – og bar af öllum hinum. (Höf. las hagfræði við skóla Adams Smith fyrir hálfri öld) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Hvað getur umheimurinn lært af fordæmi Íslands um það, hvernig á að vinna sig út úr kreppu, án þess að slíta í sundur samfélagsvefinn? Þetta var „milljóndollaraspurningin“, sem heimsfrægir hagfræðingar voru fengnir til að svara í Hörpunni (var hún ekki annars byggð fyrir Icesave-þýfið mestan part?) um daginn í kveðjuhófi IMF (AGS). Það vakti athygli mína, að hver og einn hinna heimsfrægu fann það helst til eftirbreytni, sem féll eins og flís við rass inn í fyrirfram mótaða mynd þeirra sjálfra um það, hvað bæri að gera og hvað ætti að forðast. Martin Wolf hjá Financial Times, klassískur breskur evruvafri (e. eurosceptic), hældi Íslendingum fyrir að halda sig utan ESB og hallmælti þeim, sem vilja sækja um aðild. Hjá Bretum hefur þokan yfir Ermarsundið löngum byrgt sýn. Nóbelshagfræðingurinn Krugman er á móti því, rétt eins og ég, að bjarga bönkum á kostnað skattgreiðenda (grísk-írska leiðin). Hann sagði það til fyrirmyndar, að íslensku bankarnir fóru á hausinn – og enginn fékk gert við því – af því að þeim var ekki viðbjargandi (og að „Þjóðverjar“ sátu uppi með 2/3 af skuldunum). Krugman virtist líka standa í þeirri trú, að „innri gengisfelling“ (lækkun launa og félagslegra útgjalda með handafli) à la Eistland/Lettland sé sársaukafyllri en gengisfelling gjaldmiðilsins à la Ísland, sem sannar það eitt, að jafnvel Nóbelsverðlaunahafar geta haft rangt fyrir sér, ef þá skortir réttar upplýsingar. Vinurinn – sem til vamms sagðiWillem Buiter (sá sem varaði íslensk stjórnvöld við yfirvofandi hruni snemma árs 2008 – án þess á hann væri hlustað) var sá eini, sem benti á, hvað læra mætti af mistökum Íslendinga við endurreisn bankakerfisins. Við hefðum átt að vista stökkbreytt og ókræf lán í innheimtustofnun ríkisins (e. bad bank), svo að hinir endurreistu bankar gætu gegnt hlutverki sínu, sem væri að lána fé til framkvæmda. Buiter sagði, að enn væri tími til að kippa þessu í liðinn með afskriftum á ónýtum lánum (e. toxic loans). Fyrr færi hagvaxtarvélin (sköpun starfa) ekki í gang. Þetta blífur reyndar sem helsta niðurstaða hófsins. Voruð þið að hlusta, Steingrímur og Árni Páll? En reyndar var það hið syfjulega gáfnaljós, hagfræðiprófessorinn við H.Í., Gylfi Zoëga, sem sló öllum hinum heimsfrægu við á lokasprettinum. Hann lagði smádæmi fyrir þá Wolf & Krugman og félaga – sem boðuðu patentlausnir – og viðbrögðin sýndu, að þeir féllu á prófinu. Hagfræði handa byrjendumGylfi sagði: Finnar búa við evru, en Svíar við krónu. Báðar komu þessar þjóðir hlutfallslega vel út úr kreppunni. Ályktun: Gjaldmiðillinn EINN og SÉR skiptir ekki ÖLLU máli um árangur í hagstjórn. Agi í ríkisfjármálum og fyrirhyggja í fjármálastjórn skiptir líka máli. Annað dæmi, sem leiðir til sömu niðurstöðu: Eistar búa við evru, en Íslendingar við (verðtryggingar)krónu. Báðar þjóðir fóru illa út úr kreppunni. En hvor er lengra komin á batavegi? Íslendingar (heimili og fyrirtæki) þjást enn af óleystum skuldavanda, veikum hagvexti og óvissu í gjaldmiðilsmálum. Eistar eru lausir við þessa kvilla, erlendar fjárfestingar streyma inn og hagvöxtur mældist 8,6% á fyrri hluta þessa árs. Ályktun: Patentlausnin – sjálfstæður gjaldmiðill, sem má gengisfella skv. pöntun sérhagsmunaaðila – dugar ekki einn og sér. Og Krugman má vita það, að gengisfelling gjaldmiðilsins er líka sársaukafullt meðal með miklum aukaverkunum fyrir skuldugt fólk. Jafnvel lífshættulegum. Það þarf annað og meira en patentlausnir. Það þarf þekkingu, reynslu, aga og fyrirhyggju. Og virðingu fyrir staðreyndum. Það er þetta, sem er af svo skornum skammti með vorri þjóð. Gylfi hafði rétt fyrir sér – og bar af öllum hinum. (Höf. las hagfræði við skóla Adams Smith fyrir hálfri öld)
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar