Opið bréf til Eiríks Bergmanns Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 10. nóvember 2011 07:00 Sæll Eiríkur. Grein þín í síðasta tölublaði Fréttatímans er afar ósmekkleg og í raun ógeðsleg þar sem þú bæði berum og óberum orðum tengir mig, framsóknarmanninn, við einhverjar verstu öfgar og öfgahópa sem hægt er að hugsa sér. Þetta hafa pólitískir andstæðingar Framsóknar leikið síðustu mánuði en framsetningin á grein þinni er dropinn sem fyllir mælinn. Dettur fólki í hug að við sitjum undir því þegjandi að vera sett í beint samhengi við nýnasista, hryðjuverkamenn og einkennisklædda öfgaflokka!? Hvað fær þig til að skrifa þannig að Framsóknarflokkurinn eigi eitthvað skylt við öfgaflokka? Ekkert í stefnu flokksins gefur slíkt í skyn. Ekkert í málflutningi mínum eða annarra fulltrúa flokksins gefur tilefni til að halda svona ógeði á lofti. Ég hefði haldið að maður í þinni stöðu ætti að hafa betri yfirsýn um stefnu og málflutning okkar en þú greinilega hefur. Telur þú þig geta staðið undir starfsheiti þínu sem sérfræðingur um stjórnmál þegar þú hefur augljóslega ekki fyrir því að kynna þér einfaldar staðreyndir um stefnu stjórnmálaflokkanna sem þú fjallar um? Er UMFÍ fasistafélagsskapur? En stjórnlagaráð?Þú virðist helst telja það merki um hættulegar þjóðernisöfgar framsóknarmanna að á síðasta flokksþingi stóðu þrír félagar í Ungmennafélagi Íslands fyrir stuttri glímusýningu sem skemmtiatriði, en fánahylling er hluti sýninga á þeirri ágætu íþrótt. Það ber nákvæmlega engan vott um þjóðernisöfgar eða andúð á útlendingum heldur er einfaldlega rótgróin ungmennafélagshefð. Eða ætlar þú kannski að halda því fram á sama hátt að fánahyllingin á unglingalandsmóti UMFÍ í sumar, þar sem þúsundir manna tóku þátt í fánahyllingu, hafi borið vott um öfgafulla þjóðernishyggju? Kom þér ekki til hugar að framsóknarmenn geti verið stoltir af fánanum, þjóðinni og landinu á sama hátt og flestir aðrir án þess að í því felist fyrirlitning á öðrum þjóðum, andúð á innflytjendum eða fasískar hugsjónir? Eru það „fasísk gildi", Eiríkur Bergmann, að hafa íslenska fánann uppi við líkt og gert er á Alþingi, í stjórnarbyggingum, skólum og kirkjum landsins, svo ekki sé talað um íþróttakappleiki og mannamót af ýmsu tilefni? Var Stjórnlagaráð, sem þú sast í, að daðra við „fasísk minni" með merki sínu í íslensku fánalitunum og með því að syngja íslensk ættjarðarlög við upphaf funda sinna? Eða bera fánalitir og ættjarðarlög aðeins vott um hættulegar þjóðernisöfgar ef þú tekur ekki persónulega þátt, Eiríkur Bergmann? Innflytjendur eru jákvæð viðbót við samfélagiðÍsland hefur átt því láni að fagna að fjölmargt fólk af erlendum uppruna hefur séð hag sínum vel borgið með því að flytja hingað til lands. Fjölmargir innflytjendur hafa skotið hér rótum og sest að með fjölskyldur sínar eða stofnað nýjar, aukið við þekkingu og vinnuafl íslendinga og auðgað samfélagið. Um það er ekkert nema gott að segja enda hef ég aldrei annað sagt. Samt telur þú þig þess umkominn að gefa í skyn að við framsóknarmenn ölum á andúð á innflytjendum? Hverjir gerðu fyrsta þjónustusamning félagsmálaráðuneytisins við Alþjóðahúsið? Framsóknarmenn. Hverjir eru jákvæðastir gagnvart fjárfestingum kínversks auðmanns á N-Austurlandi? Framsóknarmenn. Hvar eru þjóðernisöfgarnar og útlendingahatrið í þessu Eiríkur? Framsóknarmenn eru frjálslyndirÉg trúi því að allir menn séu jafnir. Ég trúi því að jafnrétti kynjanna sé ekki val heldur skylda og að fatlaðir eigi sama rétt og aðrir. Ég vil jafnrétti til náms. Ég tel að allar trúarskoðanir rúmist saman á Íslandi, jafnvel þó ég vilji halda tengslum ríkis og kirkju. Ég vil jafna lífsskilyrði fólks á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Ég vil nýta íslenskar auðlindir en er á móti því að náttúrunni sé misboðið. Ég vil semja við erlenda aðila um leit að olíu við Ísland. Ég vil virka samkeppni en um leið tryggja íslenska framleiðslu. Ég er hlynntur fulltrúalýðræði. Ég vil að Ísland eigi góð samskipti við öll ríki sem virða mannréttindi og frelsi einstaklingsins. Ég vil taka vel á móti útlendingum sem flytja hingað til lands og vilja leggja íslensku samfélagi lið, þeir auðga samfélagið og styrkja það. Ég vil banna öfgahópa sem nærast á rasisma og ofstæki. Ég hef ákveðnar efasemdir um Schengen samstarfið vegna glæpamanna sem nýta sér frelsið. Ég er stoltur af landinu mínu en tel það ekki yfir önnur lönd hafið. Ég er dyggur stuðningsmaður Ungmennafélags Íslands sem hyllir fósturjörðina og fánann við hátíðleg tækifæri en ekkert í skoðunum mínum eða stefnu Framsóknarflokksins ber vott um útlendingahatur, andúð á innflytjendum eða þjóðernisöfgar. Og Eiríkur, ég á útlenska tengdadóttur sem er yndisleg og frábær og grein þín er móðgun við bæði mig og hana. Ert þú maður til að viðurkenna mistök þín Eiríkur?Ég er frjálslyndur. Þess vegna er ég framsóknarmaður. Framsóknarmenn eru ekki þjóðernisöfgamenn heldur þvert á móti höfnum við öfgum. Greinin sem þú skrifaðir og framsetning hennar er ósönn og meiðandi. Ef þú ert maður til þá biður þú mig og aðra framsóknarmenn afsökunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Sæll Eiríkur. Grein þín í síðasta tölublaði Fréttatímans er afar ósmekkleg og í raun ógeðsleg þar sem þú bæði berum og óberum orðum tengir mig, framsóknarmanninn, við einhverjar verstu öfgar og öfgahópa sem hægt er að hugsa sér. Þetta hafa pólitískir andstæðingar Framsóknar leikið síðustu mánuði en framsetningin á grein þinni er dropinn sem fyllir mælinn. Dettur fólki í hug að við sitjum undir því þegjandi að vera sett í beint samhengi við nýnasista, hryðjuverkamenn og einkennisklædda öfgaflokka!? Hvað fær þig til að skrifa þannig að Framsóknarflokkurinn eigi eitthvað skylt við öfgaflokka? Ekkert í stefnu flokksins gefur slíkt í skyn. Ekkert í málflutningi mínum eða annarra fulltrúa flokksins gefur tilefni til að halda svona ógeði á lofti. Ég hefði haldið að maður í þinni stöðu ætti að hafa betri yfirsýn um stefnu og málflutning okkar en þú greinilega hefur. Telur þú þig geta staðið undir starfsheiti þínu sem sérfræðingur um stjórnmál þegar þú hefur augljóslega ekki fyrir því að kynna þér einfaldar staðreyndir um stefnu stjórnmálaflokkanna sem þú fjallar um? Er UMFÍ fasistafélagsskapur? En stjórnlagaráð?Þú virðist helst telja það merki um hættulegar þjóðernisöfgar framsóknarmanna að á síðasta flokksþingi stóðu þrír félagar í Ungmennafélagi Íslands fyrir stuttri glímusýningu sem skemmtiatriði, en fánahylling er hluti sýninga á þeirri ágætu íþrótt. Það ber nákvæmlega engan vott um þjóðernisöfgar eða andúð á útlendingum heldur er einfaldlega rótgróin ungmennafélagshefð. Eða ætlar þú kannski að halda því fram á sama hátt að fánahyllingin á unglingalandsmóti UMFÍ í sumar, þar sem þúsundir manna tóku þátt í fánahyllingu, hafi borið vott um öfgafulla þjóðernishyggju? Kom þér ekki til hugar að framsóknarmenn geti verið stoltir af fánanum, þjóðinni og landinu á sama hátt og flestir aðrir án þess að í því felist fyrirlitning á öðrum þjóðum, andúð á innflytjendum eða fasískar hugsjónir? Eru það „fasísk gildi", Eiríkur Bergmann, að hafa íslenska fánann uppi við líkt og gert er á Alþingi, í stjórnarbyggingum, skólum og kirkjum landsins, svo ekki sé talað um íþróttakappleiki og mannamót af ýmsu tilefni? Var Stjórnlagaráð, sem þú sast í, að daðra við „fasísk minni" með merki sínu í íslensku fánalitunum og með því að syngja íslensk ættjarðarlög við upphaf funda sinna? Eða bera fánalitir og ættjarðarlög aðeins vott um hættulegar þjóðernisöfgar ef þú tekur ekki persónulega þátt, Eiríkur Bergmann? Innflytjendur eru jákvæð viðbót við samfélagiðÍsland hefur átt því láni að fagna að fjölmargt fólk af erlendum uppruna hefur séð hag sínum vel borgið með því að flytja hingað til lands. Fjölmargir innflytjendur hafa skotið hér rótum og sest að með fjölskyldur sínar eða stofnað nýjar, aukið við þekkingu og vinnuafl íslendinga og auðgað samfélagið. Um það er ekkert nema gott að segja enda hef ég aldrei annað sagt. Samt telur þú þig þess umkominn að gefa í skyn að við framsóknarmenn ölum á andúð á innflytjendum? Hverjir gerðu fyrsta þjónustusamning félagsmálaráðuneytisins við Alþjóðahúsið? Framsóknarmenn. Hverjir eru jákvæðastir gagnvart fjárfestingum kínversks auðmanns á N-Austurlandi? Framsóknarmenn. Hvar eru þjóðernisöfgarnar og útlendingahatrið í þessu Eiríkur? Framsóknarmenn eru frjálslyndirÉg trúi því að allir menn séu jafnir. Ég trúi því að jafnrétti kynjanna sé ekki val heldur skylda og að fatlaðir eigi sama rétt og aðrir. Ég vil jafnrétti til náms. Ég tel að allar trúarskoðanir rúmist saman á Íslandi, jafnvel þó ég vilji halda tengslum ríkis og kirkju. Ég vil jafna lífsskilyrði fólks á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Ég vil nýta íslenskar auðlindir en er á móti því að náttúrunni sé misboðið. Ég vil semja við erlenda aðila um leit að olíu við Ísland. Ég vil virka samkeppni en um leið tryggja íslenska framleiðslu. Ég er hlynntur fulltrúalýðræði. Ég vil að Ísland eigi góð samskipti við öll ríki sem virða mannréttindi og frelsi einstaklingsins. Ég vil taka vel á móti útlendingum sem flytja hingað til lands og vilja leggja íslensku samfélagi lið, þeir auðga samfélagið og styrkja það. Ég vil banna öfgahópa sem nærast á rasisma og ofstæki. Ég hef ákveðnar efasemdir um Schengen samstarfið vegna glæpamanna sem nýta sér frelsið. Ég er stoltur af landinu mínu en tel það ekki yfir önnur lönd hafið. Ég er dyggur stuðningsmaður Ungmennafélags Íslands sem hyllir fósturjörðina og fánann við hátíðleg tækifæri en ekkert í skoðunum mínum eða stefnu Framsóknarflokksins ber vott um útlendingahatur, andúð á innflytjendum eða þjóðernisöfgar. Og Eiríkur, ég á útlenska tengdadóttur sem er yndisleg og frábær og grein þín er móðgun við bæði mig og hana. Ert þú maður til að viðurkenna mistök þín Eiríkur?Ég er frjálslyndur. Þess vegna er ég framsóknarmaður. Framsóknarmenn eru ekki þjóðernisöfgamenn heldur þvert á móti höfnum við öfgum. Greinin sem þú skrifaðir og framsetning hennar er ósönn og meiðandi. Ef þú ert maður til þá biður þú mig og aðra framsóknarmenn afsökunar.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun