Duglegri að mæta á morgnana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2011 08:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir fagnar hér eftir að hún bætti Íslandsmetið í 200 metra baksundi um meira en þrjár sekúndur. Mynd/Anton Það var mikið metaregn á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fór fram í Laugardalshöllinni um helgina og ljóst að íslenska sundfólkið er að taka mikið stökk fram á við þessa dagana. Sex íþróttamenn settu Íslandsmetin þrettán sem féllu en enginn þó fleiri en hin sextán ára gamla Eygló Ósk Gústafsdóttir, sem setti alls fjögur Íslandsmet. Skagastúlkan Inga Elín Cryer setti þrjú Íslandsmet í mótinu og náði að setja met í þremur greinum eins og Eygló. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH bætti tvívegis Íslandsmetið í 50 metra baksundi og þau Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR, Bryndís Rún Hansen úr Bergensvømmerne og Anton Sveinn McKee úr Ægi settu eitt Íslandsmet hvert. Ragnheiður einbeitti sér að öðrum greinum en hún er vön og setti Íslandsmet sitt í 100 metra fjórsundi. Ragnheiður náði líka að vinna gull í 50 metra bringusundi, en hún hefur vanalega sérhæft sig í skriðsundi. Stjarna mótsins var þó hin sextán ára Eygló Ósk Gústafsdóttir. „Ég er mjög ánægð með helgina enda náði ég að setja fjögur Íslandsmet og stúlknamet í öllum greinum. Ég er búin að æfa meira en ég hef gert áður og hef verið duglegri að mæta á morgunæfingarnar,“ sagði Eygló eftir mótið í gær, en búast má við því að stúlknametin sem hún setti um helgina standi lengi. Stærstu afrek Eyglóar voru í hennar sterkustu greinum, þar sem hún tvíbætti Íslandsmetið í 100 metra baksundi og varð fyrsta íslenska konan til þess að synda 100 metra baksund á undir einni mínútu. Ingibjörg Kristín veitti henni mikla keppni í 100 metra baksundinu og svo fór að þær syntu báðar undir einni mínútu. „Ég var líka mjög ánægð með að komast undir mínútuna í 100 metra baksundinu því það er stórt skref. Þetta var samt mjög tæpt og ég hef aldrei verið svona stressuð á ævi minni,“ sagði Eygló um einvígið við Ingibjörgu, en Eygló var á eftir til að byrja með. Eygló endaði síðan frábæra helgi með því að bæta Íslandsmetið í 200 metra baksundi um meira en þrjár sekúndur, sem er gríðarleg bæting. Hún synti á 2:08,00 mínútum en eldra metið sem hún átti sjálf var upp á 2:11,29 mínútur. Þetta var að sjálfsögðu besta afrek sundkonu á þessu móti enda engin venjuleg bæting. „Ég var alveg búin á því eftir síðasta sundið. Ég ætlaði mér að fara á 2:08,00 en ég bjóst samt ekki við því að ég myndi ná því. Við Anton erum ekki alveg fullhvíld því við ætlum að ná að toppa á NMU í desember. Ég vona að ég geti haldið áfram að bæta mig,“ segir Eygló en Ægiringurinn Anton Sveinn McKee náði besta afreki karla á mótinu þegar hann setti Íslandsmet í 1.500 metra skriðsundi og vann alls fjögur einstaklingsgull á mótinu. Eygló var á leiðinni á lokahóf Sundsambandsins þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Hún gaf allt sitt í mótið og uppskar frábæran árangur. „Ég brosi næstu dagana en ég er mjög þreytt núna,“ sagði Eygló Ósk að lokum. Sund Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Það var mikið metaregn á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fór fram í Laugardalshöllinni um helgina og ljóst að íslenska sundfólkið er að taka mikið stökk fram á við þessa dagana. Sex íþróttamenn settu Íslandsmetin þrettán sem féllu en enginn þó fleiri en hin sextán ára gamla Eygló Ósk Gústafsdóttir, sem setti alls fjögur Íslandsmet. Skagastúlkan Inga Elín Cryer setti þrjú Íslandsmet í mótinu og náði að setja met í þremur greinum eins og Eygló. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH bætti tvívegis Íslandsmetið í 50 metra baksundi og þau Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR, Bryndís Rún Hansen úr Bergensvømmerne og Anton Sveinn McKee úr Ægi settu eitt Íslandsmet hvert. Ragnheiður einbeitti sér að öðrum greinum en hún er vön og setti Íslandsmet sitt í 100 metra fjórsundi. Ragnheiður náði líka að vinna gull í 50 metra bringusundi, en hún hefur vanalega sérhæft sig í skriðsundi. Stjarna mótsins var þó hin sextán ára Eygló Ósk Gústafsdóttir. „Ég er mjög ánægð með helgina enda náði ég að setja fjögur Íslandsmet og stúlknamet í öllum greinum. Ég er búin að æfa meira en ég hef gert áður og hef verið duglegri að mæta á morgunæfingarnar,“ sagði Eygló eftir mótið í gær, en búast má við því að stúlknametin sem hún setti um helgina standi lengi. Stærstu afrek Eyglóar voru í hennar sterkustu greinum, þar sem hún tvíbætti Íslandsmetið í 100 metra baksundi og varð fyrsta íslenska konan til þess að synda 100 metra baksund á undir einni mínútu. Ingibjörg Kristín veitti henni mikla keppni í 100 metra baksundinu og svo fór að þær syntu báðar undir einni mínútu. „Ég var líka mjög ánægð með að komast undir mínútuna í 100 metra baksundinu því það er stórt skref. Þetta var samt mjög tæpt og ég hef aldrei verið svona stressuð á ævi minni,“ sagði Eygló um einvígið við Ingibjörgu, en Eygló var á eftir til að byrja með. Eygló endaði síðan frábæra helgi með því að bæta Íslandsmetið í 200 metra baksundi um meira en þrjár sekúndur, sem er gríðarleg bæting. Hún synti á 2:08,00 mínútum en eldra metið sem hún átti sjálf var upp á 2:11,29 mínútur. Þetta var að sjálfsögðu besta afrek sundkonu á þessu móti enda engin venjuleg bæting. „Ég var alveg búin á því eftir síðasta sundið. Ég ætlaði mér að fara á 2:08,00 en ég bjóst samt ekki við því að ég myndi ná því. Við Anton erum ekki alveg fullhvíld því við ætlum að ná að toppa á NMU í desember. Ég vona að ég geti haldið áfram að bæta mig,“ segir Eygló en Ægiringurinn Anton Sveinn McKee náði besta afreki karla á mótinu þegar hann setti Íslandsmet í 1.500 metra skriðsundi og vann alls fjögur einstaklingsgull á mótinu. Eygló var á leiðinni á lokahóf Sundsambandsins þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Hún gaf allt sitt í mótið og uppskar frábæran árangur. „Ég brosi næstu dagana en ég er mjög þreytt núna,“ sagði Eygló Ósk að lokum.
Sund Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira