Skreytir bæinn með jólavættum 25. nóvember 2011 21:00 Hafsteinn Júlíusson ætlar að sjá til þess að jólaupplifun borgarbúa verður með öðrum hætti í ár er hann varpar jólavættunum á húsveggi borgarinnar. Fréttablaðið/valli „Ég er búinn að vera á kafi í þessu verkefni síðan í ágúst og er því jólaundirbúningurinn ansi langur hjá mér í ár," segir Hafsteinn Júlíusson vöruhönnuður en hann ætlar að sjá til þess að miðborgin fær á sig nýjan blæ í desember. Hafsteinn hefur veg og vanda af verkefninu Jólavættir í miðborginni í samvinnu við Höfuðborgarstofu. Verkefnið gengur út á að kynna jólavættirnar, Grýlu, Leppalúða og gömlu jólasveinana, fyrir borgarbúum með því að varpa þeim á húsveggi víðs vegar um bæinn. Þegar Fréttablaðið náði tali af Hafsteini var hönnuðurinn á fullu að setja upp myndvarpa fyrir frumsýninguna á sunnudaginn. „Hugmyndin er að upphefja sagnahefðina og búa til skreytingar sem eru skemmtilegar fyrir börn jafnt sem fullorðna. Það var kominn tími á að breyta til í jólaskreytingum miðborgarinnar en það er einfaldleikinn sem skiptir máli. Hver man til dæmis ekki eftir jólasveinunum í Rammagerðinni sem ávallt hefur verið beðið eftir með mikilli eftirvæntingu? Mig langaði að búa til þannig stemmningu." Gunnar Karlsson teiknari gerði fígúrurnar en hann teiknaði til dæmis fyrir íslensku teiknimyndina Þór. „Allar persónurnar eru í þrívídd svo þær hreyfast líka. Til dæmis trónir Grýla yfir Bankastrætinu og minnir fólk á að fara hægt um gleðinnar dyr yfir hátíðirnar."Stúfur Það er Gunnar Karlsson sem teiknar jólavættirnar.Verkefnið er liður í átaki Höfuðborgarstofu til að laða ferðamenn til landsins yfir hátíðirnar. „Markmiðið er að búa til samtöl milli borgarbúa og ferðamanna um vættirnar og okkar jólahefðir." Nánari upplýsingar um verkefnið og Jólakortið 2011 er að finna á vef Höfuðborgarstofu. -áp Jólafréttir Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Ég er búinn að vera á kafi í þessu verkefni síðan í ágúst og er því jólaundirbúningurinn ansi langur hjá mér í ár," segir Hafsteinn Júlíusson vöruhönnuður en hann ætlar að sjá til þess að miðborgin fær á sig nýjan blæ í desember. Hafsteinn hefur veg og vanda af verkefninu Jólavættir í miðborginni í samvinnu við Höfuðborgarstofu. Verkefnið gengur út á að kynna jólavættirnar, Grýlu, Leppalúða og gömlu jólasveinana, fyrir borgarbúum með því að varpa þeim á húsveggi víðs vegar um bæinn. Þegar Fréttablaðið náði tali af Hafsteini var hönnuðurinn á fullu að setja upp myndvarpa fyrir frumsýninguna á sunnudaginn. „Hugmyndin er að upphefja sagnahefðina og búa til skreytingar sem eru skemmtilegar fyrir börn jafnt sem fullorðna. Það var kominn tími á að breyta til í jólaskreytingum miðborgarinnar en það er einfaldleikinn sem skiptir máli. Hver man til dæmis ekki eftir jólasveinunum í Rammagerðinni sem ávallt hefur verið beðið eftir með mikilli eftirvæntingu? Mig langaði að búa til þannig stemmningu." Gunnar Karlsson teiknari gerði fígúrurnar en hann teiknaði til dæmis fyrir íslensku teiknimyndina Þór. „Allar persónurnar eru í þrívídd svo þær hreyfast líka. Til dæmis trónir Grýla yfir Bankastrætinu og minnir fólk á að fara hægt um gleðinnar dyr yfir hátíðirnar."Stúfur Það er Gunnar Karlsson sem teiknar jólavættirnar.Verkefnið er liður í átaki Höfuðborgarstofu til að laða ferðamenn til landsins yfir hátíðirnar. „Markmiðið er að búa til samtöl milli borgarbúa og ferðamanna um vættirnar og okkar jólahefðir." Nánari upplýsingar um verkefnið og Jólakortið 2011 er að finna á vef Höfuðborgarstofu. -áp
Jólafréttir Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira