Óvissa um öryggi erfðabreyttra afurða? 1. desember 2011 11:00 Sandra B. Jónsdóttir birti í Fréttablaðinu þann 23. nóvember sl. sína þriðju grein þar sem hún gerir að umfjöllunarefni erfðabreyttar lífverur. Ég hef séð mig knúinn til að svara greinum Söndru vegna misskilnings sem þar hefur gætt og endurtekinna rangtúlkana á niðurstöðum vísindagreina. Þessu kann Sandra illa og í þriðju grein sinni ber hún ekki aðeins enn og aftur á borð vafasamar túlkanir á vísindaniðurstöðum, samsæriskenningar og endurtekningar á fyrri rangfærslum heldur leitast hún nú einnig við að gera andmælanda sinn tortryggilegan í augum lesenda með því að ýja að tengslum við líftækniiðnaðinn. Varðandi ábendingar mínar segir Sandra „[h]in harkalegu viðbrögð Jóns eru óþægilega lík viðbrögðum vísindamanna líftæknifyrirtækja…“. Ekki fæ ég séð hvernig þetta tengist upplýstri umræðu um erfðabreyttar lífverur, en lengra kemst Sandra ekki í að spyrða mig við líftæknifyrirtæki enda eru tengslin engin og hafa aldrei verið. En í hverju voru þessi „harkalegu viðbrögð” mín fólgin? Er það harkalegt af minni hálfu að leiðrétta meinlegar villur sem birst hafa endurtekið í málflutningi Söndru og benda annaðhvort til vanþekkingar eða vilja til að afvegaleiða lesendur? Sandra hefur fleiri tromp uppi í erminni. Þar sem það hentar grípur hún til þess ráðs að afgreiða fjölda vísindamanna sem rannsakað hafa erfðabreyttar lífverur, og jafnvel opinberar stofnanir, sem handbendi stórfyrirtækja líftækniiðnaðarins með vísan í órökstuddar samsæriskenningar. Þannig verður Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) að stofnun „þar sem áróðursmenn erfðatækni ráða lögum og lofum“. Þetta er eins og margt í málflutningi Söndru ekki stutt rökum. Varðandi tilvísanir Söndru í vísindaniðurstöður þá hefur hún í fyrri greinum sínum eingöngu kynnt niðurstöður greina sem samræmast skoðunum hennar og þannig orðið uppvís að því að draga upp mjög einhliða og jafnframt ýkta mynd af flóknu máli. Í umfjöllun sinni hefur Söndru hins vegar láðst að geta þeirra fjölmörgu vísindagreina þar sem ekki hafa fundist neinar vísbendingar um þá skelfingu sem Sandra vill meina að fylgi líftækni í landbúnaði, en þær hlaupa á hundruðum og eru margfalt fleiri en greinarnar sem Sandra kýs að vísa í máli sínu til stuðnings. Sandra heldur áfram fyrri iðju og kýs að þessu sinni að vísa í rannsóknir franskra vísindamanna sem birtust árið 2009. Gera verður ráð fyrir að hér sé vísað í niðurstöður Gilles-Eric Séralini o.fl. sem þeir birtu árin 2007 og 2009 (1,2) en þar er um að ræða tölfræðilega úttekt á fóðrunartilraunum með erfðabreyttan maís. Niðurstöður Séralini o.fl. hafa vakið mikla athygli og hafa greinar þeirra verið yfirfarnar af óháðum aðilum (t.d. heimild 3 og heimasíða EFSA). Niðurstaðan er sú að aðferðir Séralini o.fl. voru ófullnægjandi og niðurstöðurnar gáfu því ekki vísbendingar um raunveruleg eitrunaráhrif af erfðabreytta maísnum, eins og Séralini o.fl. vildu halda fram, heldur áhrif af náttúrulegum breytileika innan rottuhópsins sem notaður var í tilrauninni. Það er athyglisvert að þrátt fyrir áhyggjur Söndru af tengslum vísindamanna og hagsmunaaðila sér hún ekki ástæðu til að nefna að rannsóknir Séralini o.fl. voru styrktar af Grænfriðungum (Greenpeace) en þau samtök eru einarðir andstæðingar erfðabreytinga í landbúnaði. Skyldi það hafa haft áhrif á niðurstöður Séralini o.fl. eða þurfa bara sumir vísindamenn að sitja undir dylgjum um óheiðarleika og fylgispekt við hagsmunaaðila? Þá beitir Sandra einnig þeirri vel þekktu aðferð að endurtaka fyrri rangfærslur í von um að séu ósannindi endurtekin nógu oft hljómi þau að endingu sem sannleikur. Staðreyndin er hins vegar sú að þó Sandra endurtaki þá fullyrðingu að Aris og Leblanc (4) hafi sýnt fram á „flata genatilfærslu” þá er það nú samt þannig að þeir minnast aldrei einu orði á genatilfærslu í grein sinni. Það mun ekki breytast þó öðru sé haldið fram endurtekið á síðum Fréttablaðsins. Þrátt fyrir gagnrýni mína á greinar Söndru þá er þó eitt sem við erum sammála um og það er mikilvægi þess í opinberri umræðu að tekið sé með fyrirvara málflutningi einstaklinga sem eiga beinna hagsmuna að gæta. Allra mikilvægast er þó að umræða um erfðatækni sé upplýst og byggi á sannreyndum vísindalegum niðurstöðum en ekki hræðsluáróðri og vanþekkingu. (1) Séralini o.fl. 2007. Arch Environ Con Tox 52[4]: 596-602. (2) de Vendomois o.fl. 2009. Int J Biol Sci 5[7]: 706-721. (3) Doull o.fl. 2007. Food Chem Toxicology 45[11]: 2073-2085. (4) Aris og Leblanc. 2011. Reprod Toxicol 31[4]: 528-533. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Sjá meira
Sandra B. Jónsdóttir birti í Fréttablaðinu þann 23. nóvember sl. sína þriðju grein þar sem hún gerir að umfjöllunarefni erfðabreyttar lífverur. Ég hef séð mig knúinn til að svara greinum Söndru vegna misskilnings sem þar hefur gætt og endurtekinna rangtúlkana á niðurstöðum vísindagreina. Þessu kann Sandra illa og í þriðju grein sinni ber hún ekki aðeins enn og aftur á borð vafasamar túlkanir á vísindaniðurstöðum, samsæriskenningar og endurtekningar á fyrri rangfærslum heldur leitast hún nú einnig við að gera andmælanda sinn tortryggilegan í augum lesenda með því að ýja að tengslum við líftækniiðnaðinn. Varðandi ábendingar mínar segir Sandra „[h]in harkalegu viðbrögð Jóns eru óþægilega lík viðbrögðum vísindamanna líftæknifyrirtækja…“. Ekki fæ ég séð hvernig þetta tengist upplýstri umræðu um erfðabreyttar lífverur, en lengra kemst Sandra ekki í að spyrða mig við líftæknifyrirtæki enda eru tengslin engin og hafa aldrei verið. En í hverju voru þessi „harkalegu viðbrögð” mín fólgin? Er það harkalegt af minni hálfu að leiðrétta meinlegar villur sem birst hafa endurtekið í málflutningi Söndru og benda annaðhvort til vanþekkingar eða vilja til að afvegaleiða lesendur? Sandra hefur fleiri tromp uppi í erminni. Þar sem það hentar grípur hún til þess ráðs að afgreiða fjölda vísindamanna sem rannsakað hafa erfðabreyttar lífverur, og jafnvel opinberar stofnanir, sem handbendi stórfyrirtækja líftækniiðnaðarins með vísan í órökstuddar samsæriskenningar. Þannig verður Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) að stofnun „þar sem áróðursmenn erfðatækni ráða lögum og lofum“. Þetta er eins og margt í málflutningi Söndru ekki stutt rökum. Varðandi tilvísanir Söndru í vísindaniðurstöður þá hefur hún í fyrri greinum sínum eingöngu kynnt niðurstöður greina sem samræmast skoðunum hennar og þannig orðið uppvís að því að draga upp mjög einhliða og jafnframt ýkta mynd af flóknu máli. Í umfjöllun sinni hefur Söndru hins vegar láðst að geta þeirra fjölmörgu vísindagreina þar sem ekki hafa fundist neinar vísbendingar um þá skelfingu sem Sandra vill meina að fylgi líftækni í landbúnaði, en þær hlaupa á hundruðum og eru margfalt fleiri en greinarnar sem Sandra kýs að vísa í máli sínu til stuðnings. Sandra heldur áfram fyrri iðju og kýs að þessu sinni að vísa í rannsóknir franskra vísindamanna sem birtust árið 2009. Gera verður ráð fyrir að hér sé vísað í niðurstöður Gilles-Eric Séralini o.fl. sem þeir birtu árin 2007 og 2009 (1,2) en þar er um að ræða tölfræðilega úttekt á fóðrunartilraunum með erfðabreyttan maís. Niðurstöður Séralini o.fl. hafa vakið mikla athygli og hafa greinar þeirra verið yfirfarnar af óháðum aðilum (t.d. heimild 3 og heimasíða EFSA). Niðurstaðan er sú að aðferðir Séralini o.fl. voru ófullnægjandi og niðurstöðurnar gáfu því ekki vísbendingar um raunveruleg eitrunaráhrif af erfðabreytta maísnum, eins og Séralini o.fl. vildu halda fram, heldur áhrif af náttúrulegum breytileika innan rottuhópsins sem notaður var í tilrauninni. Það er athyglisvert að þrátt fyrir áhyggjur Söndru af tengslum vísindamanna og hagsmunaaðila sér hún ekki ástæðu til að nefna að rannsóknir Séralini o.fl. voru styrktar af Grænfriðungum (Greenpeace) en þau samtök eru einarðir andstæðingar erfðabreytinga í landbúnaði. Skyldi það hafa haft áhrif á niðurstöður Séralini o.fl. eða þurfa bara sumir vísindamenn að sitja undir dylgjum um óheiðarleika og fylgispekt við hagsmunaaðila? Þá beitir Sandra einnig þeirri vel þekktu aðferð að endurtaka fyrri rangfærslur í von um að séu ósannindi endurtekin nógu oft hljómi þau að endingu sem sannleikur. Staðreyndin er hins vegar sú að þó Sandra endurtaki þá fullyrðingu að Aris og Leblanc (4) hafi sýnt fram á „flata genatilfærslu” þá er það nú samt þannig að þeir minnast aldrei einu orði á genatilfærslu í grein sinni. Það mun ekki breytast þó öðru sé haldið fram endurtekið á síðum Fréttablaðsins. Þrátt fyrir gagnrýni mína á greinar Söndru þá er þó eitt sem við erum sammála um og það er mikilvægi þess í opinberri umræðu að tekið sé með fyrirvara málflutningi einstaklinga sem eiga beinna hagsmuna að gæta. Allra mikilvægast er þó að umræða um erfðatækni sé upplýst og byggi á sannreyndum vísindalegum niðurstöðum en ekki hræðsluáróðri og vanþekkingu. (1) Séralini o.fl. 2007. Arch Environ Con Tox 52[4]: 596-602. (2) de Vendomois o.fl. 2009. Int J Biol Sci 5[7]: 706-721. (3) Doull o.fl. 2007. Food Chem Toxicology 45[11]: 2073-2085. (4) Aris og Leblanc. 2011. Reprod Toxicol 31[4]: 528-533.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun