Út fyrir endimörk alheimsins 2. desember 2011 06:00 Á sama tíma og fjárfesting í íslensku hagkerfi er í sögulegu lágmarki, um 10% af VLF, hið opinbera berst í bökkum og atvinnuleysi er í hæstu hæðum, þá berast merkileg tíðindi úr Reykjavíkurhreppi (svo ég tileinki mér tungutak ritstjóra Skarps): Kínverji nokkur fær ekki að kaupa land, því jú hann er víst frá Kína. Af því að Íslendingar eru einmitt svo miklir snillingar, sérstaklega þeir sem hafa braskað með stórar fúlgur fjár (og lönd!), að þeir einir eru hæfir til að eiga land! Er einhver að kvarta?Þingeyingar eru ekki gjarnir á að kvarta, setja heldur hausinn undir sig og þumbast áfram í atgangi sínum við firrtan veruleikann í formi kontórista, SAS (sérfræðingum að sunnan) eða þeim allra erfiðustu: „vel meinandi“ stjórnmálamönnum. Nú er búið að stoppa það að reist verði álver við Bakka, sem hefði verið með öllu hátt í 200 milljarða innspýting í hagkerfið. Það á að stoppa orkunýtingu á svæðinu með friðlýsingum og umhverfismati eins og framast er unnt. Nefndarmenn berja í borð og heimta aftur og aftur arðsemismat á Vaðlaheiðargöngum, tala um „sjálfbærni“ án þess að virðast skilja orðið auk þess sem títtnefndir nefndarmenn hafa sjaldan eða aldrei fyrr haft áhuga á því hvað sé efnahagslega fýsilegt fyrir þjóðina, hvorki í nútíð né framtíð! Niðurskurður á uppskurðum!Í fjárlögum 2012 er gert ráð fyrir þvílíkum niðurskurði hjá HSÞ umfram aðrar heilbrigðisstofnanir að jaðrar við ofstæki (sjá skýrslu Capacent). Ég gæti haldið áfram: hver man eftir kísiliðjunni við Mývatn sem var markvisst herjað á uns hún lagði upp laupana? Nóg af upptalningu: allur fjandinn hefur verið reyndur og framkvæmdur í Þingeyjarsýslum. Þessi nýjustu tíðindi úr Reykjavíkurhreppi eru víst bara enn ein fjöður í vel skrýddan hatt ríkisstjórnar Steinhönnu. Einelti ?Hver er tilgangur þess að leggja sífellt stein í götu uppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Hefur það tilgang? En verið alveg róleg, þetta er að takast: það hefur fækkað um 1.000 manns á svæðinu á síðustu 15 árum. Einungis um 5.500 hræður eru eftir í Þingeyjarsýslum! Ef fram heldur sem horfir verðum við hætt að ónáða tilvist ykkar um miðja öldina. Og ekki er ólíklegt að það takist því nú hefst leitin fyrir alvöru, leitin að einhverju öðru en öðru… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á sama tíma og fjárfesting í íslensku hagkerfi er í sögulegu lágmarki, um 10% af VLF, hið opinbera berst í bökkum og atvinnuleysi er í hæstu hæðum, þá berast merkileg tíðindi úr Reykjavíkurhreppi (svo ég tileinki mér tungutak ritstjóra Skarps): Kínverji nokkur fær ekki að kaupa land, því jú hann er víst frá Kína. Af því að Íslendingar eru einmitt svo miklir snillingar, sérstaklega þeir sem hafa braskað með stórar fúlgur fjár (og lönd!), að þeir einir eru hæfir til að eiga land! Er einhver að kvarta?Þingeyingar eru ekki gjarnir á að kvarta, setja heldur hausinn undir sig og þumbast áfram í atgangi sínum við firrtan veruleikann í formi kontórista, SAS (sérfræðingum að sunnan) eða þeim allra erfiðustu: „vel meinandi“ stjórnmálamönnum. Nú er búið að stoppa það að reist verði álver við Bakka, sem hefði verið með öllu hátt í 200 milljarða innspýting í hagkerfið. Það á að stoppa orkunýtingu á svæðinu með friðlýsingum og umhverfismati eins og framast er unnt. Nefndarmenn berja í borð og heimta aftur og aftur arðsemismat á Vaðlaheiðargöngum, tala um „sjálfbærni“ án þess að virðast skilja orðið auk þess sem títtnefndir nefndarmenn hafa sjaldan eða aldrei fyrr haft áhuga á því hvað sé efnahagslega fýsilegt fyrir þjóðina, hvorki í nútíð né framtíð! Niðurskurður á uppskurðum!Í fjárlögum 2012 er gert ráð fyrir þvílíkum niðurskurði hjá HSÞ umfram aðrar heilbrigðisstofnanir að jaðrar við ofstæki (sjá skýrslu Capacent). Ég gæti haldið áfram: hver man eftir kísiliðjunni við Mývatn sem var markvisst herjað á uns hún lagði upp laupana? Nóg af upptalningu: allur fjandinn hefur verið reyndur og framkvæmdur í Þingeyjarsýslum. Þessi nýjustu tíðindi úr Reykjavíkurhreppi eru víst bara enn ein fjöður í vel skrýddan hatt ríkisstjórnar Steinhönnu. Einelti ?Hver er tilgangur þess að leggja sífellt stein í götu uppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Hefur það tilgang? En verið alveg róleg, þetta er að takast: það hefur fækkað um 1.000 manns á svæðinu á síðustu 15 árum. Einungis um 5.500 hræður eru eftir í Þingeyjarsýslum! Ef fram heldur sem horfir verðum við hætt að ónáða tilvist ykkar um miðja öldina. Og ekki er ólíklegt að það takist því nú hefst leitin fyrir alvöru, leitin að einhverju öðru en öðru…
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar