Allir tapa 3. desember 2011 06:00 Stjórnvöld hafa lagt til að heimildir launþega til greiðslu á frádráttarbæru iðgjaldi til viðbótarlífeyrissparnaðar lækki úr 4% af launum í 2%. Rökin fyrir þessari tillögu eru að þannig muni neysla aukast og þá um leið hagvöxtur. Meginástæðan fyrir tillögunni er þó sú að með þessari aðgerð aukast tekjur ríkissjóðs til skamms tíma um 1,4 milljarða eða 0,3% af heildarskatttekjum næsta árs. Með tillögunni er horft fram hjá þeirri staðreynd að þörfin fyrir viðbótarlífeyrissparnað hefur aldrei verið meiri en núna. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir gerbreyttri samsetningu þjóðarinnar og því breyttu þjóðfélagi á næstu áratugum með auknu vægi lífeyrisþega. Í dag eru til dæmis rúmlega fimm vinnandi einstaklingar á móti hverjum lífeyrisþega en eftir 20 ár er því spáð að þeir verði þrír og eftir 40 ár aðeins tveir. Af þessu leiðir að í framtíðinni verða mun færri sem greiða skatta af atvinnutekjum til að fjármagna samneysluna, á sama tíma og velferðarkerfið þarf að vaxa með fjölgun lífeyrisþega og hækkandi lífaldri þeirra. Kosturinn við viðbótarlífeyrissparnað er að einstaklingar ráða því sjálfir hvort þeir nýta sér hann til að búa í haginn fyrir framtíðina. Þegar kreppir að geta þeir hætt tímabundið með sparnaðinn og byrjað svo aftur þegar svigrúm eykst á ný. Allir hagnast ef einstaklingar geta nýtt sér þessa heimild. Einstaklingurinn sjálfur fær hærri eftirlaun, ríkið fær skatta af eftirlaununum og þörfin fyrir opinberan stuðning verður minni. Það myndi lýsa mikilli skammsýni ef ríkið gripi nú til þess ráðs að minnka heimildir til sparnaðar til að auka tekjur til skamms tíma. Með því er einnig vegið að kerfi sem tekist hefur að byggja upp frá árinu 1999. Inngrip af þessu tagi eru óheppileg þegar kemur að sparnaði og það er óvíst að einstaklingar byrji aftur að spara þó svo að heimildir verði auknar á ný. Vonandi bera þingmenn gæfu til að hafna tillögu stjórnvalda um að minnka heimildir til viðbótarlífeyrissparnaðar. Það er öllum fyrir bestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa lagt til að heimildir launþega til greiðslu á frádráttarbæru iðgjaldi til viðbótarlífeyrissparnaðar lækki úr 4% af launum í 2%. Rökin fyrir þessari tillögu eru að þannig muni neysla aukast og þá um leið hagvöxtur. Meginástæðan fyrir tillögunni er þó sú að með þessari aðgerð aukast tekjur ríkissjóðs til skamms tíma um 1,4 milljarða eða 0,3% af heildarskatttekjum næsta árs. Með tillögunni er horft fram hjá þeirri staðreynd að þörfin fyrir viðbótarlífeyrissparnað hefur aldrei verið meiri en núna. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir gerbreyttri samsetningu þjóðarinnar og því breyttu þjóðfélagi á næstu áratugum með auknu vægi lífeyrisþega. Í dag eru til dæmis rúmlega fimm vinnandi einstaklingar á móti hverjum lífeyrisþega en eftir 20 ár er því spáð að þeir verði þrír og eftir 40 ár aðeins tveir. Af þessu leiðir að í framtíðinni verða mun færri sem greiða skatta af atvinnutekjum til að fjármagna samneysluna, á sama tíma og velferðarkerfið þarf að vaxa með fjölgun lífeyrisþega og hækkandi lífaldri þeirra. Kosturinn við viðbótarlífeyrissparnað er að einstaklingar ráða því sjálfir hvort þeir nýta sér hann til að búa í haginn fyrir framtíðina. Þegar kreppir að geta þeir hætt tímabundið með sparnaðinn og byrjað svo aftur þegar svigrúm eykst á ný. Allir hagnast ef einstaklingar geta nýtt sér þessa heimild. Einstaklingurinn sjálfur fær hærri eftirlaun, ríkið fær skatta af eftirlaununum og þörfin fyrir opinberan stuðning verður minni. Það myndi lýsa mikilli skammsýni ef ríkið gripi nú til þess ráðs að minnka heimildir til sparnaðar til að auka tekjur til skamms tíma. Með því er einnig vegið að kerfi sem tekist hefur að byggja upp frá árinu 1999. Inngrip af þessu tagi eru óheppileg þegar kemur að sparnaði og það er óvíst að einstaklingar byrji aftur að spara þó svo að heimildir verði auknar á ný. Vonandi bera þingmenn gæfu til að hafna tillögu stjórnvalda um að minnka heimildir til viðbótarlífeyrissparnaðar. Það er öllum fyrir bestu.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar