Fimm bestu lögin sem stappa í mann stálinu í skammdeginu 8. desember 2011 14:00 Bóas Hallgrímsson, söngvari Reykjavíkur! Bóas Hallgrímsson, söngvari Reykjavíkur!, velur hér fimm bestu lögin sem stappa í mann stálinu í skammdeginu.Hold On - Tom Waits Gullfallegt lag eftir gullfallegan mann og ekki spillir textinn fyrir. Það er svo hughreystandi að hlusta á mann sem hefur ýmsa fjöruna sopið hvetja mann til þess að þrauka. Rödd hans er svo vön, ef svo mætti að orði komast. Þetta er eins og að fá hughreystingu og ráðleggingar frá gömlum ref sem veit hvað hann syngur. Alger eðall!Give Up - Peter Gabriel og Kate Bush Ég held ég hafi verið fimm ára þegar þetta kom út og ég man eftir því að syngja hástöfum með. Mamma var alltaf svo hrifin af Kate Bush svo að þetta lag ómaði mikið heima fyrir. Það virkaði þegar maður kom heim með blóðnasir og hruflað hné að láta þetta stappa í mann stálinu og fjandakornið ef það gerir það ekki enn.I Won"t Back Down - Johnny Cash (e. Tom Petty) Í þessum flutningi hljómar þetta lag eins og heilræði frá einhverjum sem einfaldlega veit betur en ég. Það er alltaf hughreystandi þegar einhver veit betur en ég og hvetur mig til þess að leggja ekki árar í bát. Aldrei, jafnvel standandi frammi fyrir hliði vítis.Three Little Birds - Bob Marley Ókey, þetta er svolítið fyrirsjáanlegt. En ég hef það mér til málsbótar að ég hafði enga þolinmæði eða umburðarlyndi fyrir Bob Marley sem táningur. En þetta lag inniheldur svo ótrúlega einföld og góð skilaboð. Þetta verður allt í lagi! Svolítið svona íslenskt hugarfar sem á ágætlega við stundum…Go - Sparklehorse og Flaming Lips (e. Daniel Johnston) Uppáhaldslagið mitt þessa dagana. Stórkostlegt lag í alla staði. Kannski ekki alveg besta lagið í þessum flokki laga, en samt jú. Þetta er hughreystandi og yndislegt. Ef einhver lesandi blaðsins hefur ekki hlustað á þetta stórkostlega lag þá ætti sá hinn sami að gera það hið snarasta. Go, go, go, you restless soul, you"re going to find it! Harmageddon Tónlist Mest lesið Metallica ætlar að selja riff á Ebay Harmageddon Sannleikurinn: Fimm enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að spila jólalög Harmageddon Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Sannleikurinn: Vigdís biðst afsökunar á þroskaheftum ummælum Harmageddon Sannleikurinn: Sjúklingur tafði mikilvæga ostasendingu Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon „Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma“ Harmageddon Sannleikurinn: Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra eykur mistakahæfni Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon
Bóas Hallgrímsson, söngvari Reykjavíkur!, velur hér fimm bestu lögin sem stappa í mann stálinu í skammdeginu.Hold On - Tom Waits Gullfallegt lag eftir gullfallegan mann og ekki spillir textinn fyrir. Það er svo hughreystandi að hlusta á mann sem hefur ýmsa fjöruna sopið hvetja mann til þess að þrauka. Rödd hans er svo vön, ef svo mætti að orði komast. Þetta er eins og að fá hughreystingu og ráðleggingar frá gömlum ref sem veit hvað hann syngur. Alger eðall!Give Up - Peter Gabriel og Kate Bush Ég held ég hafi verið fimm ára þegar þetta kom út og ég man eftir því að syngja hástöfum með. Mamma var alltaf svo hrifin af Kate Bush svo að þetta lag ómaði mikið heima fyrir. Það virkaði þegar maður kom heim með blóðnasir og hruflað hné að láta þetta stappa í mann stálinu og fjandakornið ef það gerir það ekki enn.I Won"t Back Down - Johnny Cash (e. Tom Petty) Í þessum flutningi hljómar þetta lag eins og heilræði frá einhverjum sem einfaldlega veit betur en ég. Það er alltaf hughreystandi þegar einhver veit betur en ég og hvetur mig til þess að leggja ekki árar í bát. Aldrei, jafnvel standandi frammi fyrir hliði vítis.Three Little Birds - Bob Marley Ókey, þetta er svolítið fyrirsjáanlegt. En ég hef það mér til málsbótar að ég hafði enga þolinmæði eða umburðarlyndi fyrir Bob Marley sem táningur. En þetta lag inniheldur svo ótrúlega einföld og góð skilaboð. Þetta verður allt í lagi! Svolítið svona íslenskt hugarfar sem á ágætlega við stundum…Go - Sparklehorse og Flaming Lips (e. Daniel Johnston) Uppáhaldslagið mitt þessa dagana. Stórkostlegt lag í alla staði. Kannski ekki alveg besta lagið í þessum flokki laga, en samt jú. Þetta er hughreystandi og yndislegt. Ef einhver lesandi blaðsins hefur ekki hlustað á þetta stórkostlega lag þá ætti sá hinn sami að gera það hið snarasta. Go, go, go, you restless soul, you"re going to find it!
Harmageddon Tónlist Mest lesið Metallica ætlar að selja riff á Ebay Harmageddon Sannleikurinn: Fimm enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að spila jólalög Harmageddon Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Sannleikurinn: Vigdís biðst afsökunar á þroskaheftum ummælum Harmageddon Sannleikurinn: Sjúklingur tafði mikilvæga ostasendingu Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon „Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma“ Harmageddon Sannleikurinn: Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra eykur mistakahæfni Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon