Er athvarf í vestrænni samvinnu? Þröstur Ólafsson skrifar 19. janúar 2011 06:00 Þann 8. jan. sl. ritaði ég grein hér í Fréttablaðið þar sem sá kostur var skoðaður að við Íslendingar tækjum kúrsinn einir og óstuddir inn í framtíðina og treystum á mátt okkar og megin, innan vestrænnar samstöðu. Skoðum það nánar því eðlilega er mörgum það hugþekkt. Þau tvö stórveldi sem mest láta að sér kveða í okkar heimshluta eru Bandaríkin og Kína. Í samanburði við þau eru öll einstök Evrópuríki veikburða og þau öflugustu ná ekki meðalstærð. Evrópusambandið rekur enga sameiginlega utanríkispólitík og ríkin tala þar hvert með sínu nefi. Þar er ekkert samþjappað vald til staðar. Allt frá stríðslokum hefur Ísland skilgreint sig sem hluta af hinum vestræna heimi, og einkum hallast að Bandaríkjunum. Við erum vestrænt lýðræðisríki með menningu, tungumál og sið sem á evrópskan uppruna. Vestræn samvinna var lausnarorð margra. Enn heyrast raddir sem telja hagsmunum okkar best borgið við hliðina á Bandaríkjunum, þótt ljóst virðist að áhugi þeirra á norðurslóðum sé nánast enginn. Hvaða hald er í vestrænni samvinnu á tímum hnattvæðingar, er til eitthvert afl sem tekur ákvarðanir í nafni Vesturlanda? Bandaríkin og Kína Vesturlönd voru Vestur-Evrópulöndin, Kanada, Nýja-Sjáland og Ástralía auk forysturíkisins Bandaríkjanna. Kalda stríðið fólst í ágreiningi og átökum þessa ríkjahóps og Sovétríkjanna. Með hruni Sovétríkjanna og falli Berlínarmúrsins breyttist heimsmyndin. Bandaríkin drógu sig fljótlega út úr hópnum og fóru að spila ein. Eftir afar öran vöxt Kína hefur orðið til nýtt valdalegt tvíeyki á heimsvísu. Bandaríkin og Kína takast á en leitast jafnframt eftir málamiðlun. En ólíkt þeim hernaðarlega tvíleik sem einkenndi kalda stríðið og átökin við Sovétríkin þurfa Bandaríkin enga bandamenn í sérlegu sambandi sínu við Kína. Bandaríkin þurfa enga hermenn, ekki skriðdreka, flugvélar eða hernaðaraðstöðu frá vestrænum bandamönnum vegna Kína. Þeir gera samkomulag við Kína þvert á vilja Vestur-Evrópuríkjanna, ef þeim sýnist svo. Öll Vestur-Evrópa finnur fyrir áhugaleysi þeirra á þessum heimshluta, ekki hvað síst Norðmenn. Jafnvel Þjóðverjar, sem ásamt Bretum hafa verið helstu bandamenn Ameríku í Evrópu, finna fyrir því hve hagsmunagæsla Bandaríkjanna færist hratt austur á bóginn. Þótt sameiginlegar varnir séu enn skipulagðar innan NATO er framtíð þess óljós. Samstaða Vesturlanda liðin Þetta segir okkur að ekkert hefðbundið vestrænt bandalag er í boði lengur og ekkert bandarískt skjól til að skríða í. Vestrænt valdsvæði er ekki valkostur sem bandamaður í hvikulum heimi. Það sem við höfum kallað vestræna samvinnu skiptist nú upp í evrópskt samstarf og ameríska einstefnu, sem einbeinir kröftum sínum að Austurlöndum. Fortíðarhyggja má ekki yfirbuga heilbrigða skynsemi. Samstarf um vestræna samvinnu er að daga uppi. Það breytir því ekki að pólitískt gildismat okkar er vestrænt. Þótt sú samstaða vestrænna ríkja sem myndaðist í heimstyrjöldinni og hertist síðan í kalda stríðinu fjari nú út er það vonandi að þessar þjóðir muni áfram bregða sverði og halda skildi fyrir lýðræði og mannréttindi. Vonandi eitrar þráin eftir málamiðlun við Kína ekki vestræna dómgreind svo að farið verði að apa eftir og réttlæta þá harðstjórn sem þar ríkir. Við sáum framan í bandamenn Kínverja á lista þjóða sem lýstu samstöðu með þeim vegna veitingar friðarverðlauna Nóbels. Það var ekki féleg sveit. Það voru ekki þjóðir sem gaman væri að vera í slagtogi með. Skelfilegar eru hugdettur sumra áhrifamanna um Kínaveldi sem vænlegan bandamann. Það er gott að langt er til Kína. Hitt er rétt að við þurfum bandamenn. Athvarf í vinabandalagi Þegar Bandaríkin draga sig úr vestrænni samstöðu, sem við höfum litið á sem utanríkispólitísk heimkynni okkar, eigum við Íslendingar engan annan valkost en Evrópu, sem þrátt fyrir erfiðar fæðingarhríðir er athvarf og von lítilla evrópskra þjóða, sem vilja láta rödd sína heyrast í nýrri og flóknari heimsmynd. Að vera ein á báti, eins og félagarnir lengst til vinstri og hægri telja vænlegast, er heimssýn frumbýlingsins á heiðinni - draumórar. Árið 1949 tók Alþingi ákvörðun um að bindast Vesturveldunum. Sú ákvörðun var umdeild en affarasæl. Við fundum öryggi og fengum viðspyrnu. Við beittum aðild okkar að sameiginlegu bandalagi til að láta rödd okkar heyrast, fá stuðning bæði við meint og mikilvæg hagsmunamál. Annars hefðum við lent í kröppum dansi ein með Sovétið ógnandi og lofandi annars vegar en Bandaríkin hinum megin. Við hefðum orðið hættulegt bitbein. Átök stórvelda eru engir barnaleikir. Þeir verða það heldur ekki á 21. öld. Í þeim átökum, hvert sem form þeirra verður, er betra að vera með vinum og jafningjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þann 8. jan. sl. ritaði ég grein hér í Fréttablaðið þar sem sá kostur var skoðaður að við Íslendingar tækjum kúrsinn einir og óstuddir inn í framtíðina og treystum á mátt okkar og megin, innan vestrænnar samstöðu. Skoðum það nánar því eðlilega er mörgum það hugþekkt. Þau tvö stórveldi sem mest láta að sér kveða í okkar heimshluta eru Bandaríkin og Kína. Í samanburði við þau eru öll einstök Evrópuríki veikburða og þau öflugustu ná ekki meðalstærð. Evrópusambandið rekur enga sameiginlega utanríkispólitík og ríkin tala þar hvert með sínu nefi. Þar er ekkert samþjappað vald til staðar. Allt frá stríðslokum hefur Ísland skilgreint sig sem hluta af hinum vestræna heimi, og einkum hallast að Bandaríkjunum. Við erum vestrænt lýðræðisríki með menningu, tungumál og sið sem á evrópskan uppruna. Vestræn samvinna var lausnarorð margra. Enn heyrast raddir sem telja hagsmunum okkar best borgið við hliðina á Bandaríkjunum, þótt ljóst virðist að áhugi þeirra á norðurslóðum sé nánast enginn. Hvaða hald er í vestrænni samvinnu á tímum hnattvæðingar, er til eitthvert afl sem tekur ákvarðanir í nafni Vesturlanda? Bandaríkin og Kína Vesturlönd voru Vestur-Evrópulöndin, Kanada, Nýja-Sjáland og Ástralía auk forysturíkisins Bandaríkjanna. Kalda stríðið fólst í ágreiningi og átökum þessa ríkjahóps og Sovétríkjanna. Með hruni Sovétríkjanna og falli Berlínarmúrsins breyttist heimsmyndin. Bandaríkin drógu sig fljótlega út úr hópnum og fóru að spila ein. Eftir afar öran vöxt Kína hefur orðið til nýtt valdalegt tvíeyki á heimsvísu. Bandaríkin og Kína takast á en leitast jafnframt eftir málamiðlun. En ólíkt þeim hernaðarlega tvíleik sem einkenndi kalda stríðið og átökin við Sovétríkin þurfa Bandaríkin enga bandamenn í sérlegu sambandi sínu við Kína. Bandaríkin þurfa enga hermenn, ekki skriðdreka, flugvélar eða hernaðaraðstöðu frá vestrænum bandamönnum vegna Kína. Þeir gera samkomulag við Kína þvert á vilja Vestur-Evrópuríkjanna, ef þeim sýnist svo. Öll Vestur-Evrópa finnur fyrir áhugaleysi þeirra á þessum heimshluta, ekki hvað síst Norðmenn. Jafnvel Þjóðverjar, sem ásamt Bretum hafa verið helstu bandamenn Ameríku í Evrópu, finna fyrir því hve hagsmunagæsla Bandaríkjanna færist hratt austur á bóginn. Þótt sameiginlegar varnir séu enn skipulagðar innan NATO er framtíð þess óljós. Samstaða Vesturlanda liðin Þetta segir okkur að ekkert hefðbundið vestrænt bandalag er í boði lengur og ekkert bandarískt skjól til að skríða í. Vestrænt valdsvæði er ekki valkostur sem bandamaður í hvikulum heimi. Það sem við höfum kallað vestræna samvinnu skiptist nú upp í evrópskt samstarf og ameríska einstefnu, sem einbeinir kröftum sínum að Austurlöndum. Fortíðarhyggja má ekki yfirbuga heilbrigða skynsemi. Samstarf um vestræna samvinnu er að daga uppi. Það breytir því ekki að pólitískt gildismat okkar er vestrænt. Þótt sú samstaða vestrænna ríkja sem myndaðist í heimstyrjöldinni og hertist síðan í kalda stríðinu fjari nú út er það vonandi að þessar þjóðir muni áfram bregða sverði og halda skildi fyrir lýðræði og mannréttindi. Vonandi eitrar þráin eftir málamiðlun við Kína ekki vestræna dómgreind svo að farið verði að apa eftir og réttlæta þá harðstjórn sem þar ríkir. Við sáum framan í bandamenn Kínverja á lista þjóða sem lýstu samstöðu með þeim vegna veitingar friðarverðlauna Nóbels. Það var ekki féleg sveit. Það voru ekki þjóðir sem gaman væri að vera í slagtogi með. Skelfilegar eru hugdettur sumra áhrifamanna um Kínaveldi sem vænlegan bandamann. Það er gott að langt er til Kína. Hitt er rétt að við þurfum bandamenn. Athvarf í vinabandalagi Þegar Bandaríkin draga sig úr vestrænni samstöðu, sem við höfum litið á sem utanríkispólitísk heimkynni okkar, eigum við Íslendingar engan annan valkost en Evrópu, sem þrátt fyrir erfiðar fæðingarhríðir er athvarf og von lítilla evrópskra þjóða, sem vilja láta rödd sína heyrast í nýrri og flóknari heimsmynd. Að vera ein á báti, eins og félagarnir lengst til vinstri og hægri telja vænlegast, er heimssýn frumbýlingsins á heiðinni - draumórar. Árið 1949 tók Alþingi ákvörðun um að bindast Vesturveldunum. Sú ákvörðun var umdeild en affarasæl. Við fundum öryggi og fengum viðspyrnu. Við beittum aðild okkar að sameiginlegu bandalagi til að láta rödd okkar heyrast, fá stuðning bæði við meint og mikilvæg hagsmunamál. Annars hefðum við lent í kröppum dansi ein með Sovétið ógnandi og lofandi annars vegar en Bandaríkin hinum megin. Við hefðum orðið hættulegt bitbein. Átök stórvelda eru engir barnaleikir. Þeir verða það heldur ekki á 21. öld. Í þeim átökum, hvert sem form þeirra verður, er betra að vera með vinum og jafningjum.
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar