Landlæknir vill upplýsingar um brjóstastækkanir Erla Hlynsdóttir skrifar 4. janúar 2012 21:22 Geir Gunnlaugsson er landlæknir. Landlæknir sendi í dag bréf til allra lýtalækna þar sem óskað er upplýsinga um þær sílíkonaðgerðir sem þeir hafa gert á brjóstum. Þá munu í fyrsta sinn liggja fyrir gögn um aldursdreifngu kvenna með sílíkonbrjóst og þróun á fjölda aðgerða eftir árum. Heilbrigðisráðherra Breta sagðist í dag hlynntur því að safnað verði gögnum um sílíkonaðgerðir á brjóstum til að geta betur kortlagt hvort púðar frá franska fyrirtækinu PIP rifna oftar en aðrir púðar. Svipuð leið verður farin hér á landi en engar upplýsingar liggja fyrir um fjölda íslenskra kvenna með sílíkonbrjóst. „Við höfum heldur engar upplýsingar um það hversu algengt rof er á slíkum púðum og hversu margar aðgerðir konur hafa gengist undir vegna þessa," segir Geir. Það eitt hefur komið fram að talið er að um fjögur hundruð konur á Íslandi séu með sílíkon frá PIP. Bretar, sem íslensk yfirvöld líta einna helst til, eru nú að endurmeta þá niðurstöðu sína að púðar frá PIP séu ekki skaðlegri en aðrir púðar eftir að í ljós kom að fleiri púðar höfðu rifnað en vitað var um. Geir vonast til þess að upplýsingar frá lýtalæknum liggi fyrir innan tíu til fjórtán daga. Þá á eftir að vinna úr þeim. Mörgum þykja fegrunaraðgerðir vera mikið feimnismál, en Geir segir konum með sílíkonbrjóst að hafa ekki áhyggjur. „Ég get lofað íslenskum konum að við stöndum vörð um persónuvernd þeirra" segir Geir. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Landlæknir sendi í dag bréf til allra lýtalækna þar sem óskað er upplýsinga um þær sílíkonaðgerðir sem þeir hafa gert á brjóstum. Þá munu í fyrsta sinn liggja fyrir gögn um aldursdreifngu kvenna með sílíkonbrjóst og þróun á fjölda aðgerða eftir árum. Heilbrigðisráðherra Breta sagðist í dag hlynntur því að safnað verði gögnum um sílíkonaðgerðir á brjóstum til að geta betur kortlagt hvort púðar frá franska fyrirtækinu PIP rifna oftar en aðrir púðar. Svipuð leið verður farin hér á landi en engar upplýsingar liggja fyrir um fjölda íslenskra kvenna með sílíkonbrjóst. „Við höfum heldur engar upplýsingar um það hversu algengt rof er á slíkum púðum og hversu margar aðgerðir konur hafa gengist undir vegna þessa," segir Geir. Það eitt hefur komið fram að talið er að um fjögur hundruð konur á Íslandi séu með sílíkon frá PIP. Bretar, sem íslensk yfirvöld líta einna helst til, eru nú að endurmeta þá niðurstöðu sína að púðar frá PIP séu ekki skaðlegri en aðrir púðar eftir að í ljós kom að fleiri púðar höfðu rifnað en vitað var um. Geir vonast til þess að upplýsingar frá lýtalæknum liggi fyrir innan tíu til fjórtán daga. Þá á eftir að vinna úr þeim. Mörgum þykja fegrunaraðgerðir vera mikið feimnismál, en Geir segir konum með sílíkonbrjóst að hafa ekki áhyggjur. „Ég get lofað íslenskum konum að við stöndum vörð um persónuvernd þeirra" segir Geir.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira