Yfirlögregluþjónn kærir falsaða undirskrift á lista Ástþórs VG skrifar 25. maí 2012 13:26 Frá Akureyri. Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, hefur kært fölsun á undirskrift sinni á meðmælandalista Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda í Norðausturkjördæmi, til lögreglunnar. Hann sagði í viðtali við RÚV í hádeginu að hann hefði fengið að skoða umræddan listann, þar sem í ljós kom að einhver hefur skrifað nafn hans á listann án hans vitneskju. Fram kom á Vísi í gær að yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis hefði gert svokallaðar stikkprufur á lista Ástþórs. Hringt var að minnsta kost í tíu manns, enginn kannaðist við að hafa sett nafn sitt á listann til stuðnings framboði Ástþórs. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Ástþór að hann væri ekki með neinar sannanir í höndunum um að undirskriftirnar væru falsaðar. Hann benti meðal annars á þann möguleika að fólk svaraði ekki heiðarlega um skoðanir sínar þegar yfirvald hringdi í það og innti eftir því hvort það hefði skrifað sig á listann. Daníel segist í samtali við við RÚV gruna að fleiri nöfn séu fölsuð á listanum. „Ég vona að það fari fram opinber rannsókn á þessu. Ég vona að þetta sé bara bundið við einn einstakling en eftir því sem ég sá bara á þeim blöðum sem mitt nafn var á, taldi ég augljóst að það væru fleiri nöfn á þeim lista sem væru fölsuð líka," sagði Daníel í samtali við RÚV. Þegar Vísir hafði samband við Ástþór sagði hann að falsanir ættu ekki að líðast, „ef þessu er rétt lýst hjá Daníel, þá er mjög eðlilegt að það fari fram rannsókn. Svona á ekki að líðast," bætti Ástþór við. Ástþór hefur þegar skilað um 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavíkurkjördæmi og býst við að skila inn öllum gögnum fyrir miðnætti, en þá rennur framboðsfrestur til forsetakosninga út. Tengdar fréttir Segir eðlilegt að lögreglan rannsaki framboðslista Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur skilað hátt í 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavík eftir að yfirkjörstjórn gerði athugasemdir við lista sem hann sendi inn í kjördæmið. Í viðtali í gær við Pál Hlöðvesson, formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, kom fram að úttekt kjörstjórnar í kjördæminu hafi leitt í ljós að einstaklingar á lista Ástþórs könnuðust ekki við að hafa skrifað sig á listann. Það virðist einnig hafa átt við í Reykjavík. 25. maí 2012 12:28 Könnuðust ekki við að styðja Ástþór Stikkprufur sem yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi hefur framkvæmt hefur leitt í ljós að minnsta kosti tíu einstaklingar kannast ekki við að hafa skrifað nafn sitt á undirskriftarlista Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda. 24. maí 2012 15:36 Búinn að skila meðmælendalista „Við erum búin að skila meðmælendalistunum," segir Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi. Alls vantaði 126 undirskriftir á listann svo að hann yrði samþykktur af yfirkjörstjórnum Reykjavíkurkjördæma norðurs og suðurs. 24. maí 2012 21:28 Hannes og Ástþór fá frest fram á föstudag til að skila meðmælum Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæma norður og suður hafa staðfest meðmælenda lista frambjóðenda til forsetakosninganna. 23. maí 2012 19:52 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, hefur kært fölsun á undirskrift sinni á meðmælandalista Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda í Norðausturkjördæmi, til lögreglunnar. Hann sagði í viðtali við RÚV í hádeginu að hann hefði fengið að skoða umræddan listann, þar sem í ljós kom að einhver hefur skrifað nafn hans á listann án hans vitneskju. Fram kom á Vísi í gær að yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis hefði gert svokallaðar stikkprufur á lista Ástþórs. Hringt var að minnsta kost í tíu manns, enginn kannaðist við að hafa sett nafn sitt á listann til stuðnings framboði Ástþórs. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Ástþór að hann væri ekki með neinar sannanir í höndunum um að undirskriftirnar væru falsaðar. Hann benti meðal annars á þann möguleika að fólk svaraði ekki heiðarlega um skoðanir sínar þegar yfirvald hringdi í það og innti eftir því hvort það hefði skrifað sig á listann. Daníel segist í samtali við við RÚV gruna að fleiri nöfn séu fölsuð á listanum. „Ég vona að það fari fram opinber rannsókn á þessu. Ég vona að þetta sé bara bundið við einn einstakling en eftir því sem ég sá bara á þeim blöðum sem mitt nafn var á, taldi ég augljóst að það væru fleiri nöfn á þeim lista sem væru fölsuð líka," sagði Daníel í samtali við RÚV. Þegar Vísir hafði samband við Ástþór sagði hann að falsanir ættu ekki að líðast, „ef þessu er rétt lýst hjá Daníel, þá er mjög eðlilegt að það fari fram rannsókn. Svona á ekki að líðast," bætti Ástþór við. Ástþór hefur þegar skilað um 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavíkurkjördæmi og býst við að skila inn öllum gögnum fyrir miðnætti, en þá rennur framboðsfrestur til forsetakosninga út.
Tengdar fréttir Segir eðlilegt að lögreglan rannsaki framboðslista Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur skilað hátt í 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavík eftir að yfirkjörstjórn gerði athugasemdir við lista sem hann sendi inn í kjördæmið. Í viðtali í gær við Pál Hlöðvesson, formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, kom fram að úttekt kjörstjórnar í kjördæminu hafi leitt í ljós að einstaklingar á lista Ástþórs könnuðust ekki við að hafa skrifað sig á listann. Það virðist einnig hafa átt við í Reykjavík. 25. maí 2012 12:28 Könnuðust ekki við að styðja Ástþór Stikkprufur sem yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi hefur framkvæmt hefur leitt í ljós að minnsta kosti tíu einstaklingar kannast ekki við að hafa skrifað nafn sitt á undirskriftarlista Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda. 24. maí 2012 15:36 Búinn að skila meðmælendalista „Við erum búin að skila meðmælendalistunum," segir Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi. Alls vantaði 126 undirskriftir á listann svo að hann yrði samþykktur af yfirkjörstjórnum Reykjavíkurkjördæma norðurs og suðurs. 24. maí 2012 21:28 Hannes og Ástþór fá frest fram á föstudag til að skila meðmælum Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæma norður og suður hafa staðfest meðmælenda lista frambjóðenda til forsetakosninganna. 23. maí 2012 19:52 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Segir eðlilegt að lögreglan rannsaki framboðslista Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur skilað hátt í 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavík eftir að yfirkjörstjórn gerði athugasemdir við lista sem hann sendi inn í kjördæmið. Í viðtali í gær við Pál Hlöðvesson, formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, kom fram að úttekt kjörstjórnar í kjördæminu hafi leitt í ljós að einstaklingar á lista Ástþórs könnuðust ekki við að hafa skrifað sig á listann. Það virðist einnig hafa átt við í Reykjavík. 25. maí 2012 12:28
Könnuðust ekki við að styðja Ástþór Stikkprufur sem yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi hefur framkvæmt hefur leitt í ljós að minnsta kosti tíu einstaklingar kannast ekki við að hafa skrifað nafn sitt á undirskriftarlista Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda. 24. maí 2012 15:36
Búinn að skila meðmælendalista „Við erum búin að skila meðmælendalistunum," segir Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi. Alls vantaði 126 undirskriftir á listann svo að hann yrði samþykktur af yfirkjörstjórnum Reykjavíkurkjördæma norðurs og suðurs. 24. maí 2012 21:28
Hannes og Ástþór fá frest fram á föstudag til að skila meðmælum Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæma norður og suður hafa staðfest meðmælenda lista frambjóðenda til forsetakosninganna. 23. maí 2012 19:52