Viljum vinna með lögreglu í svona málum - en verðum að fara eftir lögum Boði Logason skrifar 28. ágúst 2012 16:35 „Við getum ekki tekið afstöðu út frá sakarefni. Nauðgun er hræðilegt fyrirbæri og við viljum gera allt til að aðstoða lögregluna í því að leysa svona mál. En við verðum að fara að lögum," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær að Símanum sé ekki nauðsynlegt að láta af hendi upplýsingar sem gætu nýst við lausn á nauðgunarmáli á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í byrjun mánaðarins. Ætlaður gerandi sést ekki greinilega á myndbandsupptökum en hann sést þó tala í síma skömmu eftir að hið ætlaða brot hafi verið framið. Lögreglan fór á fram á það að símafyrirtækjunum á Íslandi væri skylt að veita upplýsingar um alla farsíma sem hringt var úr eða í á svæðinu á tilgreindum tíma. Héraðsdómur féllst á kröfuna en Hæstiréttur úrskurðaði í gær að lögreglan mætti ekki fá gögnin frá Símanum. Hvort hin símafyrirtækin hafi látið lögregluna fá upplýsingar er óljóst að svo stöddu. Sævar Freyr segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið líti svo á að því sé skylt að bera kröfur sem þessar undir dómstóla. „Þar sem við vitum að Hæstiréttur hefur ítrekað hafnað beiðnum um slíkt. Í dómnum kemur skýrt fram að ef við hefðum látið gögnin af hendi væri það brot stjórnarskrárvörðum rétti á friðhelgi einkalífsins." Sævar Freyr segir málið snúast um löggjöfina hér á landi. „Við viljum vinna með lögreglu í öllum svona málum - en við verðum að fara eftir lögum. Til að láta svona beiðnir af hendi verður löggjafinn að gera nauðsynlegar breytingar. Lögin heimila okkur ekki alltaf að taka málin lengra. Okkur ber skylda að fara eftir þeim." Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
„Við getum ekki tekið afstöðu út frá sakarefni. Nauðgun er hræðilegt fyrirbæri og við viljum gera allt til að aðstoða lögregluna í því að leysa svona mál. En við verðum að fara að lögum," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær að Símanum sé ekki nauðsynlegt að láta af hendi upplýsingar sem gætu nýst við lausn á nauðgunarmáli á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í byrjun mánaðarins. Ætlaður gerandi sést ekki greinilega á myndbandsupptökum en hann sést þó tala í síma skömmu eftir að hið ætlaða brot hafi verið framið. Lögreglan fór á fram á það að símafyrirtækjunum á Íslandi væri skylt að veita upplýsingar um alla farsíma sem hringt var úr eða í á svæðinu á tilgreindum tíma. Héraðsdómur féllst á kröfuna en Hæstiréttur úrskurðaði í gær að lögreglan mætti ekki fá gögnin frá Símanum. Hvort hin símafyrirtækin hafi látið lögregluna fá upplýsingar er óljóst að svo stöddu. Sævar Freyr segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið líti svo á að því sé skylt að bera kröfur sem þessar undir dómstóla. „Þar sem við vitum að Hæstiréttur hefur ítrekað hafnað beiðnum um slíkt. Í dómnum kemur skýrt fram að ef við hefðum látið gögnin af hendi væri það brot stjórnarskrárvörðum rétti á friðhelgi einkalífsins." Sævar Freyr segir málið snúast um löggjöfina hér á landi. „Við viljum vinna með lögreglu í öllum svona málum - en við verðum að fara eftir lögum. Til að láta svona beiðnir af hendi verður löggjafinn að gera nauðsynlegar breytingar. Lögin heimila okkur ekki alltaf að taka málin lengra. Okkur ber skylda að fara eftir þeim."
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira