Erfiðum réttarhöldum lokið 24. ágúst 2012 12:30 Frá dómsuppkvaðningu í dag. mynd/AFP Skiptar skoðanir virðast vera á dómnum yfir Breivik í dag. Aðstandendur hafa margir hverjir fagnað niðurstöðunni og lýst yfir ánægju sinni með að málið hafi nú loks verið leitt til lykta. Aðrir eru þó á öðru máli og segja dóminn vera vægan. Lögmaður aðstandenda sagði í kjölfar dómsins að flestir væru sáttir með að réttarhöldin hefðu sýnt fram á að Breivik hafi verið heill á geði þegar hann framdi ódæðisverk sín. Upphaflegt mat geðlækna um að fjöldamorðinginn hafi í raun verið haldinn geðrofa hafi komið þeim á óvart. Þá hefur Knut Storberget, fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs, fagnað niðurstöðunni. Í samtali við norska ríkisútvarpið sagði hann að Breivik muni sitja bak við lás og slá alla sína tíð og það væri tvímælalaust jákvæð niðurstaða.Útey.mynd/AFPEftir að niðurstaða dómsins var kunngjörð í morgun tók við langur og strangur lestur þar sem ódæðisverkum Breiviks var lýst af mikilli nákvæmni. Rúmt ár er liðið síðan bílasprengja Breiviks sprakk í stjórnarráðshverfinu í Ósló. Sprengjan var níu hundruð og fimmtíu kíló að þyngd en hún sprakk fyrir utan skrifstofur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Átta manns létust í tilræðinu og tugir særðust. Ljóst er að Breivik notaði áburð og brennsluolíu við gerð sprengjunnar. Á meðan yfirvöld í Ósló tókust á við afleiðingar sprengjunnar hélt Breivik í átt að Útey. Skotárásin stóð yfir í eina klukkustund og fimmtán mínútur. Við dómsuppkvaðninguna í dag var gert grein fyrir hverju einasta fórnarlambi Breiviks. Sextíu og níu manns létust í skotárásinni en alls skaut Breivik 297 skotum úr riffli sínum og skammbyssu.Breivik brosti þegar niðurstaðan var kynnt í morgun.mynd/APSjónarvottar og eftirlifendur segja að Breivik hafi verið yfirvegaður og skipulagður. Hann var loks handtekinn af sérsveit norsku lögreglunnar. Sextánda apríl síðastliðin hófust réttarhöldin yfir Breivik í héraðsdómshúsinu í Ósló. Hann gekkst við sakargiftum en réttlætti verknaðinn með vísun í neyðarvarnarsjónarmið. Að voðaverkin hefðu verið viðbragð við ágangi múslíma í norsku samfélagi sem og ítökum marxista sem hann telur hafa eyðilagt menningu Noregs. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira
Skiptar skoðanir virðast vera á dómnum yfir Breivik í dag. Aðstandendur hafa margir hverjir fagnað niðurstöðunni og lýst yfir ánægju sinni með að málið hafi nú loks verið leitt til lykta. Aðrir eru þó á öðru máli og segja dóminn vera vægan. Lögmaður aðstandenda sagði í kjölfar dómsins að flestir væru sáttir með að réttarhöldin hefðu sýnt fram á að Breivik hafi verið heill á geði þegar hann framdi ódæðisverk sín. Upphaflegt mat geðlækna um að fjöldamorðinginn hafi í raun verið haldinn geðrofa hafi komið þeim á óvart. Þá hefur Knut Storberget, fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs, fagnað niðurstöðunni. Í samtali við norska ríkisútvarpið sagði hann að Breivik muni sitja bak við lás og slá alla sína tíð og það væri tvímælalaust jákvæð niðurstaða.Útey.mynd/AFPEftir að niðurstaða dómsins var kunngjörð í morgun tók við langur og strangur lestur þar sem ódæðisverkum Breiviks var lýst af mikilli nákvæmni. Rúmt ár er liðið síðan bílasprengja Breiviks sprakk í stjórnarráðshverfinu í Ósló. Sprengjan var níu hundruð og fimmtíu kíló að þyngd en hún sprakk fyrir utan skrifstofur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Átta manns létust í tilræðinu og tugir særðust. Ljóst er að Breivik notaði áburð og brennsluolíu við gerð sprengjunnar. Á meðan yfirvöld í Ósló tókust á við afleiðingar sprengjunnar hélt Breivik í átt að Útey. Skotárásin stóð yfir í eina klukkustund og fimmtán mínútur. Við dómsuppkvaðninguna í dag var gert grein fyrir hverju einasta fórnarlambi Breiviks. Sextíu og níu manns létust í skotárásinni en alls skaut Breivik 297 skotum úr riffli sínum og skammbyssu.Breivik brosti þegar niðurstaðan var kynnt í morgun.mynd/APSjónarvottar og eftirlifendur segja að Breivik hafi verið yfirvegaður og skipulagður. Hann var loks handtekinn af sérsveit norsku lögreglunnar. Sextánda apríl síðastliðin hófust réttarhöldin yfir Breivik í héraðsdómshúsinu í Ósló. Hann gekkst við sakargiftum en réttlætti verknaðinn með vísun í neyðarvarnarsjónarmið. Að voðaverkin hefðu verið viðbragð við ágangi múslíma í norsku samfélagi sem og ítökum marxista sem hann telur hafa eyðilagt menningu Noregs.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira