Vegna ástar eða óveðurs Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. október 2012 10:55 Strandir eftir Gerði Kristnýju. Strandir. Gerður Kristný. Mál og Menning. Gerður Kristný er meðal okkar albestu skálda, um það eru varla deildar meiningar eftir meistaraverkið Blóðhófni sem út kom fyrir tveimur árum og hlaut Hin íslensku bókmenntaverðlaun það árið. Og hafi einhver enn velkst í vafa um stöðu (eða setu) hennar á íslenskum skáldabekk ætti ljóðabókin Strandir að taka af öll tvímæli þar um. Strandir eru ekki samstæður ljóðaflokkur eins og Blóðhófnir heldur safn styttri ljóða sem flokkuð eru í fjóra kafla eftir yrkisefnum. Í fyrsta kaflanum eru ljóð um ýmsa staði innanlands, auk stemningsljóða um jól, liðin skáld, börn og fleira. Í öðrum kaflanum eru ljóð frá ferðum skáldsins utanlands þar sem brugðið er upp örmyndum af aðstæðum og atvikum í fjarlægum eða nálægum heimshlutum. Þriðji kaflinn geymir æskuminningar og hugleiðingar um liðin atvik. Rúsínan í pylsuendanum, og það engin smáræðis rúsína, er svo fjórði kaflinn sem er einn ljóðabálkur undir nafninu Skautaferð. Ljóðin í öllum köflunum bera sterk höfundareinkenni Gerðar Kristnýjar; knappt form, sparlega orðanotkun, sterkt myndmál og oft óvænta vendingu, jafnvel með kímnum undirtón, þótt undiraldan sé alla jafna þung. Hér er ekki ort í neinum hálfkæringi og flaustri heldur málaðar myndir úr orðum og tilfinningum, myndir sem verða ljóslifandi fyrir augum lesandans og færa hann án fyrirhafnar inn í heim hvers ljóðs fyrir sig, varpa nýju ljósi á alkunn fyrirbrigði og/eða opna glugga í ókunna heima: Japanskt ævintýrÍ Næturgalahöllinni kvakar í hverri gólffjöl Keisarinn hræddist launmorð og þjófa á hljóðum þófum og lét naglana í gólfinu nuggast saman Hann reisti óttanum syngjandi búr Fuglinn bar feigð í fjöðrum sér Hver kafli um sig býr yfir eigin töfrum og allir bera þeir listfengi höfundarins órækt vitni. Að öðrum ljóðum ólöstuðum er það þó síðasti kaflinn, ljóðabálkurinn Skautaferð, sem sterkust áhrifin hefur. Þar er sögð saga af togstreitu, missi, sorg og eftirsjá í myndmáli sem tæpast á sinn líka í íslenskri ljóðahefð. Eins og oft áður hjá Gerði Kristnýju er notað myndmál úr íslenskri vetrarnáttúru og veðráttu til að lýsa tilfinningalegum sársauka en sjaldan hefur henni tekist betur upp með það en hér. Tónninn er í senn dulúðugur, draugalegur og þjóðsögulegur, en um leið er beitt hugljúfum myndum af saumaskap þar sem krosssaumsblóm úr "blíðgulum þræði" breiða úr sér á baki ljóðmælandans uns þráðurinn slitnar og allt raknar upp. Nístandi kvölin smýgur í merg og bein lesandans, hár rísa og tár falla. Áhrifin eru í senn ógnvænleg og undurfögur og sterkari en ég minnist frá lestri nokkurs annars texta. Ef það væri ekki svona útjöskuð klisja mundi ég segja að það væri hjartalaus manneskja sem ekki fyndi til við lestur þessa ljóðs. Niðurstaða: Sterk, meitluð, falleg og listilega ort ljóð sem undirstrika enn stöðu Gerðar Kristnýjar sem eins okkar fremsta ljóðskálds. Gagnrýni Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Strandir. Gerður Kristný. Mál og Menning. Gerður Kristný er meðal okkar albestu skálda, um það eru varla deildar meiningar eftir meistaraverkið Blóðhófni sem út kom fyrir tveimur árum og hlaut Hin íslensku bókmenntaverðlaun það árið. Og hafi einhver enn velkst í vafa um stöðu (eða setu) hennar á íslenskum skáldabekk ætti ljóðabókin Strandir að taka af öll tvímæli þar um. Strandir eru ekki samstæður ljóðaflokkur eins og Blóðhófnir heldur safn styttri ljóða sem flokkuð eru í fjóra kafla eftir yrkisefnum. Í fyrsta kaflanum eru ljóð um ýmsa staði innanlands, auk stemningsljóða um jól, liðin skáld, börn og fleira. Í öðrum kaflanum eru ljóð frá ferðum skáldsins utanlands þar sem brugðið er upp örmyndum af aðstæðum og atvikum í fjarlægum eða nálægum heimshlutum. Þriðji kaflinn geymir æskuminningar og hugleiðingar um liðin atvik. Rúsínan í pylsuendanum, og það engin smáræðis rúsína, er svo fjórði kaflinn sem er einn ljóðabálkur undir nafninu Skautaferð. Ljóðin í öllum köflunum bera sterk höfundareinkenni Gerðar Kristnýjar; knappt form, sparlega orðanotkun, sterkt myndmál og oft óvænta vendingu, jafnvel með kímnum undirtón, þótt undiraldan sé alla jafna þung. Hér er ekki ort í neinum hálfkæringi og flaustri heldur málaðar myndir úr orðum og tilfinningum, myndir sem verða ljóslifandi fyrir augum lesandans og færa hann án fyrirhafnar inn í heim hvers ljóðs fyrir sig, varpa nýju ljósi á alkunn fyrirbrigði og/eða opna glugga í ókunna heima: Japanskt ævintýrÍ Næturgalahöllinni kvakar í hverri gólffjöl Keisarinn hræddist launmorð og þjófa á hljóðum þófum og lét naglana í gólfinu nuggast saman Hann reisti óttanum syngjandi búr Fuglinn bar feigð í fjöðrum sér Hver kafli um sig býr yfir eigin töfrum og allir bera þeir listfengi höfundarins órækt vitni. Að öðrum ljóðum ólöstuðum er það þó síðasti kaflinn, ljóðabálkurinn Skautaferð, sem sterkust áhrifin hefur. Þar er sögð saga af togstreitu, missi, sorg og eftirsjá í myndmáli sem tæpast á sinn líka í íslenskri ljóðahefð. Eins og oft áður hjá Gerði Kristnýju er notað myndmál úr íslenskri vetrarnáttúru og veðráttu til að lýsa tilfinningalegum sársauka en sjaldan hefur henni tekist betur upp með það en hér. Tónninn er í senn dulúðugur, draugalegur og þjóðsögulegur, en um leið er beitt hugljúfum myndum af saumaskap þar sem krosssaumsblóm úr "blíðgulum þræði" breiða úr sér á baki ljóðmælandans uns þráðurinn slitnar og allt raknar upp. Nístandi kvölin smýgur í merg og bein lesandans, hár rísa og tár falla. Áhrifin eru í senn ógnvænleg og undurfögur og sterkari en ég minnist frá lestri nokkurs annars texta. Ef það væri ekki svona útjöskuð klisja mundi ég segja að það væri hjartalaus manneskja sem ekki fyndi til við lestur þessa ljóðs. Niðurstaða: Sterk, meitluð, falleg og listilega ort ljóð sem undirstrika enn stöðu Gerðar Kristnýjar sem eins okkar fremsta ljóðskálds.
Gagnrýni Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira