Landsliðið í fimm tíma rútuferð: Veit ekki hvar í Evrópu við erum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2012 18:14 Guðjón Valur Sigurðsson Mynd/AFP Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti flottan leik í dag þegar liðið vann 37-30 sigur á Rúmeníu í öðrum leik sínum í undankeppni EM. Guðjón Valur skoraði 11 mörk í leiknum og var markahæstur í íslenska liðinu en hann hefur nú skorað 22 mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins í riðlinum. Landsliðsfyrirliðinn var ánægður með sigurinn en hann var hinsvegar ekki sáttur við þá ákvörðun rúmenska handboltalandsliðsins að spila leikinn langt í burtu frá höfuðborginni en hann og strákarnir þurftu að ferðast í yfir fimm tíma í rútu eftir að þeir lentu í Búkarest. „Ég veit einfaldlega ekki hvar í Evrópu við erum. Það var reynt að gera þetta eins erfitt fyrir okkur og hægt var. Við erum að ferðast fáránlega lengi og það er með ólíkindum að það sé leyfilegt að spila leik frá alþjóða flugvelli," sagði Guðjón Valur við Vísi í kvöld og var allt annað en sáttur. „Það þarf enginn að segja að það sé ekki til almennileg höll í Búkarest eða að hún sé ekki til í innan við klukkutíma akstursfjarlægð frá flugvellinum. Það hefði breytt öllu fyrir okkur því við erum að koma hérna inn á hótel í fyrradag um tvö til hálf þrjú um nóttina eftir að hafa lagt af stað klukkan fimm um morguninn frá Íslandi," sagði Guðjón Valur en íslensku strákarnir voru þá að gera sig klára fyrir aðra fimm tíma rútuferð til baka til Búkarest. „Við ákváðum bara að taka þessu sem ögrun og engu öðru. Þó svo að það sé verið að opna eitthver íþróttahús hjá okkur á Íslandi í fimm tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík þá held ég að það sé engin ástæða að fara með leik þangað þar sem er verið að spila um þátttökurétt á Evrópumóti. Þetta er ekki æfingaleikur og það er stíf dagskrá hjá okkur og lítill tími sem við höfum. Í þessari viku eyddum við sólarhring í ferðalag. Við erum síðan á leiðinni í rúmlega fimm tíma rútuferð til baka til Búkarest og svo fljúgum við klukkan sex eða sjö í fyrramálið," segir Guðjón Valur en hvað verður gert í rútunni á leiðinni. „Það verða engin skemmtiatriði í gangi en ég setti Þórir Ólafsson í fararstjórn því hann er sá eini af okkur sem er að spila í Austur-Evrópu. Hann verður bara að standa sig," sagði Guðjón Valur í léttum tón en þá má finna viðtal við kappann í Fréttablaðinu á morgun. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Rúmenía - Ísland 30-37 Íslenska handboltalandsliðið er með fullt hús í sínum riðli eftir nokkuð öruggan sjö marka sigur í Rúmeníu í dag, 37-30. Íslenska liðið var í vandræðum framan af leik en lék mun betur í seinni hálfleiknum og sigur liðsins var aldrei í hættu í lokin. 4. nóvember 2012 13:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti flottan leik í dag þegar liðið vann 37-30 sigur á Rúmeníu í öðrum leik sínum í undankeppni EM. Guðjón Valur skoraði 11 mörk í leiknum og var markahæstur í íslenska liðinu en hann hefur nú skorað 22 mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins í riðlinum. Landsliðsfyrirliðinn var ánægður með sigurinn en hann var hinsvegar ekki sáttur við þá ákvörðun rúmenska handboltalandsliðsins að spila leikinn langt í burtu frá höfuðborginni en hann og strákarnir þurftu að ferðast í yfir fimm tíma í rútu eftir að þeir lentu í Búkarest. „Ég veit einfaldlega ekki hvar í Evrópu við erum. Það var reynt að gera þetta eins erfitt fyrir okkur og hægt var. Við erum að ferðast fáránlega lengi og það er með ólíkindum að það sé leyfilegt að spila leik frá alþjóða flugvelli," sagði Guðjón Valur við Vísi í kvöld og var allt annað en sáttur. „Það þarf enginn að segja að það sé ekki til almennileg höll í Búkarest eða að hún sé ekki til í innan við klukkutíma akstursfjarlægð frá flugvellinum. Það hefði breytt öllu fyrir okkur því við erum að koma hérna inn á hótel í fyrradag um tvö til hálf þrjú um nóttina eftir að hafa lagt af stað klukkan fimm um morguninn frá Íslandi," sagði Guðjón Valur en íslensku strákarnir voru þá að gera sig klára fyrir aðra fimm tíma rútuferð til baka til Búkarest. „Við ákváðum bara að taka þessu sem ögrun og engu öðru. Þó svo að það sé verið að opna eitthver íþróttahús hjá okkur á Íslandi í fimm tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík þá held ég að það sé engin ástæða að fara með leik þangað þar sem er verið að spila um þátttökurétt á Evrópumóti. Þetta er ekki æfingaleikur og það er stíf dagskrá hjá okkur og lítill tími sem við höfum. Í þessari viku eyddum við sólarhring í ferðalag. Við erum síðan á leiðinni í rúmlega fimm tíma rútuferð til baka til Búkarest og svo fljúgum við klukkan sex eða sjö í fyrramálið," segir Guðjón Valur en hvað verður gert í rútunni á leiðinni. „Það verða engin skemmtiatriði í gangi en ég setti Þórir Ólafsson í fararstjórn því hann er sá eini af okkur sem er að spila í Austur-Evrópu. Hann verður bara að standa sig," sagði Guðjón Valur í léttum tón en þá má finna viðtal við kappann í Fréttablaðinu á morgun.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Rúmenía - Ísland 30-37 Íslenska handboltalandsliðið er með fullt hús í sínum riðli eftir nokkuð öruggan sjö marka sigur í Rúmeníu í dag, 37-30. Íslenska liðið var í vandræðum framan af leik en lék mun betur í seinni hálfleiknum og sigur liðsins var aldrei í hættu í lokin. 4. nóvember 2012 13:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Umfjöllun: Rúmenía - Ísland 30-37 Íslenska handboltalandsliðið er með fullt hús í sínum riðli eftir nokkuð öruggan sjö marka sigur í Rúmeníu í dag, 37-30. Íslenska liðið var í vandræðum framan af leik en lék mun betur í seinni hálfleiknum og sigur liðsins var aldrei í hættu í lokin. 4. nóvember 2012 13:30