Atli Hilmarsson sleit tvisvar hásin á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2012 12:30 Atli Hilmarsson Mynd/Anton Atli Hilmarsson, faðir landsliðsmannsins Arnórs Atlasonar, veit vel hvað sonur hans er að ganga í gegnum um en Arnór sleit hásin í Meistaradeildarleik Flensburg og HSV Hamburg í gær. Atli Hilmarsson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í dag þar sem Atli ræddi meðal annars um sín kynni af því að slíta hásin sem gerðist tvisvar sinnum á hans ferli. „Þetta var frekar ömurlegt að horfa á en sem betur fer voru ekki margar endursýningar. Það kom fljótlega í ljós hvað þetta var og við vitum því hvað tekur við," sagði Atli Hilmarsson. „Það var ágætt að fá að vita hvað þetta var strax því það gat verið margt sem var að. Það var líka gott að geta heyrt í honum sem fyrst og fá að vita hvað þetta var," sagði Atli sem sleit sjálfur hásin tvisvar sinnum ferlinum. „Í öðru hásinarslitinu hjá mér þá gerði þetta boð á undan sér vikuna á undan en í hinni gerðist ekki neitt. Ég var þá búin að vera að spila á HM í Sviss 1986 og kom beint í leik eftir það. Sennilega hefur það verið álag," sagði Atli. „Þetta er voðalega skrítið og það er eins og einhver sparki aftan í kálfann á manni svo snýr maður sér við og þá er þar enginn. Það var nákvæmlega sama upplifun og Arnór sagði mér frá í gær. Hann hoppar bara upp og misstígur sig ekki neitt. Þetta var uppstökk eins og hann gerir þúsund sinnum á viku. Hann snéri sér við og það var enginn þannig að hann vissi hvað var að gerast," sagði Atli sem ræddi við Arnór fljótlega eftir leikinn í gær. „Hann kvartaði yfir því að ég skyldi hafa gefið honum þessi gen. Hann er með brjósklos í baki eins og ég var með og nú er önnur hásinin farin. Ég hefði nú viljað gefa honum eitthvað annað en þetta," sagði Atli í léttum tón en það fer þó ekkert á milli mála að Arnór fékk líka handboltagenin frá pabba sínum. „Hann var farinn að grínast með þetta í gær. Hann fór með liðinu í rútunni heim frá Hamburg í gær og var bara kominn með einhverja þrýstiumbúðir. Þeir sáu þetta strax í sónar í klefanum því þeir voru með tæki með sér. Hann svaf heima hjá sér í nótt og svo fór hann til læknis í morgun. Ég hef ekkert heyrt í honum en sennilega verður hann bara skorinn strax," sagði Atli. „Það er spurning hvað þarf að sauma mikið og hvað þarf að gera. Ég held samt með þessi meiðsli og þegar er búið að gera við þau þá eru þau bara góð og maður getur bara byrjað aftur. Þetta er ekki eins og með hnémeiðsli þar sem er tæpt að menn komist aftur á lappir. Þetta tekur rosalegan tíma og þú þarf að vera lengi í gipsi. Endurhæfingin er mjög erfið en það má reikna með einhverjum sex mánuðum. Ég tala bara eins og læknir en ég hef ekkert fyrir mér í þessum nema bara mína reynslu," sagði Atli. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Atli Hilmarsson, faðir landsliðsmannsins Arnórs Atlasonar, veit vel hvað sonur hans er að ganga í gegnum um en Arnór sleit hásin í Meistaradeildarleik Flensburg og HSV Hamburg í gær. Atli Hilmarsson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í dag þar sem Atli ræddi meðal annars um sín kynni af því að slíta hásin sem gerðist tvisvar sinnum á hans ferli. „Þetta var frekar ömurlegt að horfa á en sem betur fer voru ekki margar endursýningar. Það kom fljótlega í ljós hvað þetta var og við vitum því hvað tekur við," sagði Atli Hilmarsson. „Það var ágætt að fá að vita hvað þetta var strax því það gat verið margt sem var að. Það var líka gott að geta heyrt í honum sem fyrst og fá að vita hvað þetta var," sagði Atli sem sleit sjálfur hásin tvisvar sinnum ferlinum. „Í öðru hásinarslitinu hjá mér þá gerði þetta boð á undan sér vikuna á undan en í hinni gerðist ekki neitt. Ég var þá búin að vera að spila á HM í Sviss 1986 og kom beint í leik eftir það. Sennilega hefur það verið álag," sagði Atli. „Þetta er voðalega skrítið og það er eins og einhver sparki aftan í kálfann á manni svo snýr maður sér við og þá er þar enginn. Það var nákvæmlega sama upplifun og Arnór sagði mér frá í gær. Hann hoppar bara upp og misstígur sig ekki neitt. Þetta var uppstökk eins og hann gerir þúsund sinnum á viku. Hann snéri sér við og það var enginn þannig að hann vissi hvað var að gerast," sagði Atli sem ræddi við Arnór fljótlega eftir leikinn í gær. „Hann kvartaði yfir því að ég skyldi hafa gefið honum þessi gen. Hann er með brjósklos í baki eins og ég var með og nú er önnur hásinin farin. Ég hefði nú viljað gefa honum eitthvað annað en þetta," sagði Atli í léttum tón en það fer þó ekkert á milli mála að Arnór fékk líka handboltagenin frá pabba sínum. „Hann var farinn að grínast með þetta í gær. Hann fór með liðinu í rútunni heim frá Hamburg í gær og var bara kominn með einhverja þrýstiumbúðir. Þeir sáu þetta strax í sónar í klefanum því þeir voru með tæki með sér. Hann svaf heima hjá sér í nótt og svo fór hann til læknis í morgun. Ég hef ekkert heyrt í honum en sennilega verður hann bara skorinn strax," sagði Atli. „Það er spurning hvað þarf að sauma mikið og hvað þarf að gera. Ég held samt með þessi meiðsli og þegar er búið að gera við þau þá eru þau bara góð og maður getur bara byrjað aftur. Þetta er ekki eins og með hnémeiðsli þar sem er tæpt að menn komist aftur á lappir. Þetta tekur rosalegan tíma og þú þarf að vera lengi í gipsi. Endurhæfingin er mjög erfið en það má reikna með einhverjum sex mánuðum. Ég tala bara eins og læknir en ég hef ekkert fyrir mér í þessum nema bara mína reynslu," sagði Atli.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira