Hugleiðing um áramót 3. janúar 2012 06:00 Stundum heyrist sú skoðun á opinberum vettvangi að mannkynið sé komið að endimörkum vaxtarins og að auðæfi þess muni ekki aukast frekar. Þessu er svo oft fylgt eftir með fullyrðingu um að viðbrögð okkar íbúa heimsins ættu að verða þau að jafna misskiptingu auðsins og þá muni vel fara. Þótt seinni fullyrðingin sé rétt, sanngjörn og aðkallandi er því samt haldið fram hér að sú fyrri sé beinlínis röng, mannkynið hafi aldrei verið á hraðari ferð til framfara, aukins auðs og nýrra möguleika og einmitt nú. Nýlegar rannsóknir benda til þess að ýmis konar samfélagsleg gæði felist í auknum jöfnuði. Og þróun í átt til jöfnuðar virðist því óhjákvæmilegri sem netið og ódýrar samgöngur auka nábýli okkar við aðra íbúa jarðarinnar. Áframhaldandi misskipting auðs milli þjóðfélagshópa og heimshluta er að verða óþolandi og óhjákvæmilegt gæti orðið að leiðrétta hana. En meginforsendur þess eru einkum framfarir í upplýsingatækni, sem einmitt gera heiminn að einu markaðssvæði og samskiptasvæði. Og svipaðar forsendur liggja að baki því að auðæfi íbúa jarðarinnar aukast dag frá degi. Auðurinn vexTæknilegir möguleikar upplýsingatækninnar vaxa hratt, samkvæmt mælingum hafa helstu svið hennar tvöfaldað getu sína á 18 mánaða fresti frá miðri síðustu öld. Svo dæmi sé tekið þýðir það að nýir stafrænir sjónaukar hafa tvöfalda skerpu miðað við þá sem framleiddir voru fyrir 18 mánuðum og sama gildir um smásjár. Á 15 árum er þetta þúsundföld aukning getu, en á 30 árum milljónföld aukning og á 45 árum þúsund sinnum milljónföld aukning getu. Af og til eru birtar fréttir af þessu í fjölmiðlum og þá þannig að mannkynið hafi uppgötvað ný og stærri svæði í alheiminum eða enn minni efnisagnir en nokkru sinni fyrr. Í framþróun upplýsingatækninnar er vaxandi hraði. Þótt önnur tækni þróist hægar nýtir hún sér þróun upplýsingatækninnar og atvinnuvegir, viðskipti og stjórnsýsla geta sífellt veitt betri og betri þjónustu með óbreyttu mannafli eða haldið sömu afköstum og áður með færra fólki, eins og við þekkjum hér á landi í grunnatvinnuvegunum. Við það skapast svigrúm til þess að takast á við ný verðmætaskapandi verkefni. Mannkynið er á tímamótumÞessi þróun ber með sér að heimurinn minnkar og landamæri missa gildi sitt. Alþjóðleg viðskipti sem byggja á þjónustu netsins aukast stöðugt og hugtök eins og þjóðríki, innflutningstollar og fullveldi fá nýja merkingu. Alþjóðlegt samráð um reglusetningu á netinu er farin af stað, meðal annars fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna. Möguleikar lítilla þjóða til þess að taka þátt í alþjóðaþróuninni ættu að aukast hratt og í því efni eru möguleikarnir margir og fjölgandi, önnur Evrópuríki standa okkur næst, en vegna þróunarinnar ættum við að hafa sjóndeildarhring okkar stærri. Þetta þýðir líka að maðurinn verður sífellt nær því að verða herra alheimsins. Hann mun geta nýtt aðra hnetti sér til hagsbóta innan skamms þannig að hagkvæmt sé. Hann getur og mun geta ferðast um geiminn og sótt sér það sem hann vanhagar um, gert aðra hnetti að ruslahaugum eða gert hvað annað sem hann vill í okkar sólkerfi og jafnvel utan þess. Og nú reynir á hvort maðurinn geti séð fyrir afleiðingar gerða sinna yfirleitt og stjórnað hinum áhrifamiklu kröftum markaðskerfisins af ábyrgð og með framtíðarsýn. Lýðræðið breytistHinir stórfelldu möguleikar markaðskerfisins og framleiðsluskipulags þess voru meðal annars skoðaðir af heimspekingum og hagfræðingum í Þýskalandi á 19. öld og þá komu fram kenningar Karls Marx og fleiri. Marx spáði því meðal annars að framþróun framleiðslunnar gæti fellt stjórnskipulag markaðskerfisins, sem á þeim tíma var fulltrúalýðræði í mótun og að þróunin leiddi að lokum til nýs skipulags samfélagsmála. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að netið tekur sér sífellt stærra hlutverk í stjórnmálum og ræður ekki aðeins við upplýsingagjöf og umræðu, en þessir tveir þættir eru aðalatriði stjórnmálastarfsemi, heldur einnig við það að fjöldinn allur af fólki taki þátt í stjórnmálum á netinu. Framundan eru jafnvel enn fleiri möguleikar á stuðningi netsins við samfélagslega ákvarðanatöku. Stjórnsýslan breytistFátt breytist meira en opinber þjónusta, sem mun flytjast á netið og eykst með því gagnsæi, fagleg vinnubrögð styrkjast, afgreiðsluhraði og skilvirkni eykst og nýir þjónustumöguleikar verða teknir í gagnið. Sum ríki stefna að því að fækkun í stjórnsýslunni geti orðið svo mikil að jafnmargir vinni við verðmætaskapandi störf í samfélögum þeirra eftir að stóru árgangarnir sem fæddust á 7. áratugnum komast á eftirlaun og var fyrir þann tíma. MenningarhefðirFáar þjóðir kunna eins góð skil á uppruna sínum og sögu og við Íslendingar og ræktarsemin við fortíðina er vissulega virðingarverð. En framtíð barnanna okkar ræðst ekki við baksýnisspegil og reynsla kynslóðanna dugar ekki ein við verkefnin framundan. Framtíðin og það sem kalla má framtíðarfræði eru ekki eins óráðin og virðast má. Hægt er að leggjast yfir þau, hugsa fram í tímann, gera nýjar áætlanir og greina tækifæri og ógnanir fyrir litla þjóð, rétt eins og gert er meðal stórþjóða. Þó slík vinnubrögð séu okkur framandi getur verið að þau séu meira aðkallandi en flest annað. Sérstaklega ef við viljum að Ísland dragist ekki aftur úr öðrum þjóðum, heldur brauðfæði alla Íslendinga til frambúðar. LokaorðForystufólk íslenska samfélagsins þyrfti að opna augu sín fyrir breytingaafli upplýsingatækninnar. Í flestum nágrannaríkjum okkar helga nokkrir þingmenn sig upplýsingatækninni. Setja þarf á stofn virkt stjórnkerfi fyrir upplýsingatækni á vegum ríkisins og víðsýnar framtíðarnefndir með alþjóðasýn og styðja alþjóðlegt samstarf sem gerir okkur mögulegt að verða samferða öðrum þjóðum inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Stundum heyrist sú skoðun á opinberum vettvangi að mannkynið sé komið að endimörkum vaxtarins og að auðæfi þess muni ekki aukast frekar. Þessu er svo oft fylgt eftir með fullyrðingu um að viðbrögð okkar íbúa heimsins ættu að verða þau að jafna misskiptingu auðsins og þá muni vel fara. Þótt seinni fullyrðingin sé rétt, sanngjörn og aðkallandi er því samt haldið fram hér að sú fyrri sé beinlínis röng, mannkynið hafi aldrei verið á hraðari ferð til framfara, aukins auðs og nýrra möguleika og einmitt nú. Nýlegar rannsóknir benda til þess að ýmis konar samfélagsleg gæði felist í auknum jöfnuði. Og þróun í átt til jöfnuðar virðist því óhjákvæmilegri sem netið og ódýrar samgöngur auka nábýli okkar við aðra íbúa jarðarinnar. Áframhaldandi misskipting auðs milli þjóðfélagshópa og heimshluta er að verða óþolandi og óhjákvæmilegt gæti orðið að leiðrétta hana. En meginforsendur þess eru einkum framfarir í upplýsingatækni, sem einmitt gera heiminn að einu markaðssvæði og samskiptasvæði. Og svipaðar forsendur liggja að baki því að auðæfi íbúa jarðarinnar aukast dag frá degi. Auðurinn vexTæknilegir möguleikar upplýsingatækninnar vaxa hratt, samkvæmt mælingum hafa helstu svið hennar tvöfaldað getu sína á 18 mánaða fresti frá miðri síðustu öld. Svo dæmi sé tekið þýðir það að nýir stafrænir sjónaukar hafa tvöfalda skerpu miðað við þá sem framleiddir voru fyrir 18 mánuðum og sama gildir um smásjár. Á 15 árum er þetta þúsundföld aukning getu, en á 30 árum milljónföld aukning og á 45 árum þúsund sinnum milljónföld aukning getu. Af og til eru birtar fréttir af þessu í fjölmiðlum og þá þannig að mannkynið hafi uppgötvað ný og stærri svæði í alheiminum eða enn minni efnisagnir en nokkru sinni fyrr. Í framþróun upplýsingatækninnar er vaxandi hraði. Þótt önnur tækni þróist hægar nýtir hún sér þróun upplýsingatækninnar og atvinnuvegir, viðskipti og stjórnsýsla geta sífellt veitt betri og betri þjónustu með óbreyttu mannafli eða haldið sömu afköstum og áður með færra fólki, eins og við þekkjum hér á landi í grunnatvinnuvegunum. Við það skapast svigrúm til þess að takast á við ný verðmætaskapandi verkefni. Mannkynið er á tímamótumÞessi þróun ber með sér að heimurinn minnkar og landamæri missa gildi sitt. Alþjóðleg viðskipti sem byggja á þjónustu netsins aukast stöðugt og hugtök eins og þjóðríki, innflutningstollar og fullveldi fá nýja merkingu. Alþjóðlegt samráð um reglusetningu á netinu er farin af stað, meðal annars fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna. Möguleikar lítilla þjóða til þess að taka þátt í alþjóðaþróuninni ættu að aukast hratt og í því efni eru möguleikarnir margir og fjölgandi, önnur Evrópuríki standa okkur næst, en vegna þróunarinnar ættum við að hafa sjóndeildarhring okkar stærri. Þetta þýðir líka að maðurinn verður sífellt nær því að verða herra alheimsins. Hann mun geta nýtt aðra hnetti sér til hagsbóta innan skamms þannig að hagkvæmt sé. Hann getur og mun geta ferðast um geiminn og sótt sér það sem hann vanhagar um, gert aðra hnetti að ruslahaugum eða gert hvað annað sem hann vill í okkar sólkerfi og jafnvel utan þess. Og nú reynir á hvort maðurinn geti séð fyrir afleiðingar gerða sinna yfirleitt og stjórnað hinum áhrifamiklu kröftum markaðskerfisins af ábyrgð og með framtíðarsýn. Lýðræðið breytistHinir stórfelldu möguleikar markaðskerfisins og framleiðsluskipulags þess voru meðal annars skoðaðir af heimspekingum og hagfræðingum í Þýskalandi á 19. öld og þá komu fram kenningar Karls Marx og fleiri. Marx spáði því meðal annars að framþróun framleiðslunnar gæti fellt stjórnskipulag markaðskerfisins, sem á þeim tíma var fulltrúalýðræði í mótun og að þróunin leiddi að lokum til nýs skipulags samfélagsmála. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að netið tekur sér sífellt stærra hlutverk í stjórnmálum og ræður ekki aðeins við upplýsingagjöf og umræðu, en þessir tveir þættir eru aðalatriði stjórnmálastarfsemi, heldur einnig við það að fjöldinn allur af fólki taki þátt í stjórnmálum á netinu. Framundan eru jafnvel enn fleiri möguleikar á stuðningi netsins við samfélagslega ákvarðanatöku. Stjórnsýslan breytistFátt breytist meira en opinber þjónusta, sem mun flytjast á netið og eykst með því gagnsæi, fagleg vinnubrögð styrkjast, afgreiðsluhraði og skilvirkni eykst og nýir þjónustumöguleikar verða teknir í gagnið. Sum ríki stefna að því að fækkun í stjórnsýslunni geti orðið svo mikil að jafnmargir vinni við verðmætaskapandi störf í samfélögum þeirra eftir að stóru árgangarnir sem fæddust á 7. áratugnum komast á eftirlaun og var fyrir þann tíma. MenningarhefðirFáar þjóðir kunna eins góð skil á uppruna sínum og sögu og við Íslendingar og ræktarsemin við fortíðina er vissulega virðingarverð. En framtíð barnanna okkar ræðst ekki við baksýnisspegil og reynsla kynslóðanna dugar ekki ein við verkefnin framundan. Framtíðin og það sem kalla má framtíðarfræði eru ekki eins óráðin og virðast má. Hægt er að leggjast yfir þau, hugsa fram í tímann, gera nýjar áætlanir og greina tækifæri og ógnanir fyrir litla þjóð, rétt eins og gert er meðal stórþjóða. Þó slík vinnubrögð séu okkur framandi getur verið að þau séu meira aðkallandi en flest annað. Sérstaklega ef við viljum að Ísland dragist ekki aftur úr öðrum þjóðum, heldur brauðfæði alla Íslendinga til frambúðar. LokaorðForystufólk íslenska samfélagsins þyrfti að opna augu sín fyrir breytingaafli upplýsingatækninnar. Í flestum nágrannaríkjum okkar helga nokkrir þingmenn sig upplýsingatækninni. Setja þarf á stofn virkt stjórnkerfi fyrir upplýsingatækni á vegum ríkisins og víðsýnar framtíðarnefndir með alþjóðasýn og styðja alþjóðlegt samstarf sem gerir okkur mögulegt að verða samferða öðrum þjóðum inn í framtíðina.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun