Framsækin og blæbrigðarík Trausti Júlíusson skrifar 11. janúar 2012 18:00 Tónlist. Elabórat. GP! GP! er listamannsnafn Guðmundar Péturssonar gítarleikara sem hefur verið einn af flinkustu og afkastamestu gítarleikurum Íslands síðustu áratugi. Elabórat er hans þriðja sólóplata og fylgir eftir plötunni Ologies sem kom út árið 2008 og hlaut góðar viðtökur. Á Elabórat eru átta lög, samin af Guðmundi sem einnig sá um upptökustjórn og útsetningar. Með honum spila þeir Styrmir Hauksson, Davíð Þór Jónsson, Hrafnkell Orri Egilsson, Eyþór Gunnarsson og Kristinn Snær Agnarsson. Guðmundur er afar fjölhæfur gítaristi og hefur víða komið við í tónlistarheiminum. Það heyrist á Elabórat. Tónlistin fer víða, jafnvel innan sama lagsins. Þetta er instrúmental tónlist. Á köflum minnir hún á gamlan djassrokkbræðing, en annars staðar er allt önnur stemning í gangi. Það kemur ekki á óvart að blúsinn laumi sér inn hér og þar og ekki heldur að áhrifa gæti frá heimstónlist, en í sumum laganna er einhver óskilgreind tilraunamennska sem ég, a.m.k. átti ekki von á. Í einu laganna komu til dæmis samstarfsplötur þeirra Roberts Fripp og Brians Eno upp í hugann og í öðrum lögum minnir tónlistin á Tortoise- og Chicago-senuna sem blómstraði upp úr síðustu aldamótum. Á heildina litið er Elabórat fjandi góð plata. Hún er fjölbreytt og blæbrigðarík og full af spennandi útúrdúrum sem maður ánetjast við frekari hlustun. Framsækið og flott verk. Niðurstaða: Guðmundur Pétursson gítarleikari fer um víðan völl á frábærri sólóplötu. Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist. Elabórat. GP! GP! er listamannsnafn Guðmundar Péturssonar gítarleikara sem hefur verið einn af flinkustu og afkastamestu gítarleikurum Íslands síðustu áratugi. Elabórat er hans þriðja sólóplata og fylgir eftir plötunni Ologies sem kom út árið 2008 og hlaut góðar viðtökur. Á Elabórat eru átta lög, samin af Guðmundi sem einnig sá um upptökustjórn og útsetningar. Með honum spila þeir Styrmir Hauksson, Davíð Þór Jónsson, Hrafnkell Orri Egilsson, Eyþór Gunnarsson og Kristinn Snær Agnarsson. Guðmundur er afar fjölhæfur gítaristi og hefur víða komið við í tónlistarheiminum. Það heyrist á Elabórat. Tónlistin fer víða, jafnvel innan sama lagsins. Þetta er instrúmental tónlist. Á köflum minnir hún á gamlan djassrokkbræðing, en annars staðar er allt önnur stemning í gangi. Það kemur ekki á óvart að blúsinn laumi sér inn hér og þar og ekki heldur að áhrifa gæti frá heimstónlist, en í sumum laganna er einhver óskilgreind tilraunamennska sem ég, a.m.k. átti ekki von á. Í einu laganna komu til dæmis samstarfsplötur þeirra Roberts Fripp og Brians Eno upp í hugann og í öðrum lögum minnir tónlistin á Tortoise- og Chicago-senuna sem blómstraði upp úr síðustu aldamótum. Á heildina litið er Elabórat fjandi góð plata. Hún er fjölbreytt og blæbrigðarík og full af spennandi útúrdúrum sem maður ánetjast við frekari hlustun. Framsækið og flott verk. Niðurstaða: Guðmundur Pétursson gítarleikari fer um víðan völl á frábærri sólóplötu.
Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira