Konungur dýranna er ekki ljón Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2012 06:00 Krúttfréttir af dýrum eru klassískt fréttaefni. Konungur dýranna í íslenskum fjölmiðlum er hins vegar alls ekki ljón. Langt í frá. Það er pandabjörn. Íslenskir fjölmiðlar bókstaflega elska pöndur. Helst ef þær eru frá Kína. Sem dæmi var desembermánuður hlaðinn fréttum af þessum glaðbeittu, kínversku krúttbollum. Allt hófst þetta með látum í byrjun mánaðar þegar tvær pöndur voru lánaðar frá Kína í dýragarð í Skotlandi en þar vona menn meðal annars til þess að þær eignist afkvæmi. Og brot af umfjölluninni hér á landi? RÚV sjónvarp: Pöndur lánaðar til Edinborgar. Stöð 2: Heimshorn, pöndur í Skotlandi. Eftirfylgni í fréttum Bylgjunnar: Pöndurnar eru orðnar vinsælar í dýragarðinum! Stuttu fyrir jól sáum við síðan í sjónvarpsfréttum RÚV að í öðrum dýragarði, í ákveðnu héraði í Kína væru tveir pandabirnir himinlifandi með fyrstu snjókomu vetrarins (18. des). Við heyrðum einnig í aðalkvöldfréttatíma RÚV í sjónvarpi að í Skotlandi væru lánspöndurnar blessuðu frá Kína orðnar skærustu stjörnur dýragarðsins í Edinborg (23. des). Í sjónvarpsfréttunum viku síðar var aftur á móti það helst í fréttum að villt panda – í Kína, nema hvað – hefði náðst á myndband naga bein af gný (30. des). Hafi einhver haldið að pöndur væru grænmetisætur sá hinn sami það væntanlega umræddan dag að hann væri í ruglinu. Kl 19.00 á RÚV: „Myndir hafa nú náðst í fyrsta sinn af villtri pöndu í Kína naga bein sem reyndust vera af gný." 22 mínútum síðar: „Nú hafa náðst myndir af villtri pöndu sem nagar dauða antílópu í Kína." Hálfri mínútu síðar: „Sérfræðingar fullyrða að aldrei fyrr hafði náðst myndir af villtri pöndu sem nagar dauða antilópu í Kína." Fjórum og hálfri mínútu síðar: Í fréttum var það helst: „Myndir hafa nú náðst í fyrsta sinn af villtri pöndu í Kína naga bein sem reyndust vera af gný." Eruð þið komin með nóg af þessum kjötétandi krúttbollum? Sorrý, en þetta er bara alls ekkert búið. Við eigum nefnilega íslensku netmiðlana í desember alveg eftir. Má til dæmis bjóða ykkur þessar hér af svarthvítu félögum okkar? „Pandabjörn fékk far á viðskiptafarrými flugvélar" (Bleikt.is, 8. des), „Reyndi að selja uppstoppaða pöndu" (mbl.is, 12. des) og „Pöndur meðalið við hjartasárum" (mbl.is, 22. des). Rétt er að hafa í huga að þetta eru einungis fréttir frá því í desember… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Krúttfréttir af dýrum eru klassískt fréttaefni. Konungur dýranna í íslenskum fjölmiðlum er hins vegar alls ekki ljón. Langt í frá. Það er pandabjörn. Íslenskir fjölmiðlar bókstaflega elska pöndur. Helst ef þær eru frá Kína. Sem dæmi var desembermánuður hlaðinn fréttum af þessum glaðbeittu, kínversku krúttbollum. Allt hófst þetta með látum í byrjun mánaðar þegar tvær pöndur voru lánaðar frá Kína í dýragarð í Skotlandi en þar vona menn meðal annars til þess að þær eignist afkvæmi. Og brot af umfjölluninni hér á landi? RÚV sjónvarp: Pöndur lánaðar til Edinborgar. Stöð 2: Heimshorn, pöndur í Skotlandi. Eftirfylgni í fréttum Bylgjunnar: Pöndurnar eru orðnar vinsælar í dýragarðinum! Stuttu fyrir jól sáum við síðan í sjónvarpsfréttum RÚV að í öðrum dýragarði, í ákveðnu héraði í Kína væru tveir pandabirnir himinlifandi með fyrstu snjókomu vetrarins (18. des). Við heyrðum einnig í aðalkvöldfréttatíma RÚV í sjónvarpi að í Skotlandi væru lánspöndurnar blessuðu frá Kína orðnar skærustu stjörnur dýragarðsins í Edinborg (23. des). Í sjónvarpsfréttunum viku síðar var aftur á móti það helst í fréttum að villt panda – í Kína, nema hvað – hefði náðst á myndband naga bein af gný (30. des). Hafi einhver haldið að pöndur væru grænmetisætur sá hinn sami það væntanlega umræddan dag að hann væri í ruglinu. Kl 19.00 á RÚV: „Myndir hafa nú náðst í fyrsta sinn af villtri pöndu í Kína naga bein sem reyndust vera af gný." 22 mínútum síðar: „Nú hafa náðst myndir af villtri pöndu sem nagar dauða antílópu í Kína." Hálfri mínútu síðar: „Sérfræðingar fullyrða að aldrei fyrr hafði náðst myndir af villtri pöndu sem nagar dauða antilópu í Kína." Fjórum og hálfri mínútu síðar: Í fréttum var það helst: „Myndir hafa nú náðst í fyrsta sinn af villtri pöndu í Kína naga bein sem reyndust vera af gný." Eruð þið komin með nóg af þessum kjötétandi krúttbollum? Sorrý, en þetta er bara alls ekkert búið. Við eigum nefnilega íslensku netmiðlana í desember alveg eftir. Má til dæmis bjóða ykkur þessar hér af svarthvítu félögum okkar? „Pandabjörn fékk far á viðskiptafarrými flugvélar" (Bleikt.is, 8. des), „Reyndi að selja uppstoppaða pöndu" (mbl.is, 12. des) og „Pöndur meðalið við hjartasárum" (mbl.is, 22. des). Rétt er að hafa í huga að þetta eru einungis fréttir frá því í desember…
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun