Gylfi Arnbjörnsson leiðréttur Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 13. janúar 2012 16:15 Í viðtali sem birt er á Vísi þann 12. janúar er rætt við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, um málarekstur Más Guðmundssonar seðlabankastjóra til að fá laun sín leiðrétt. Seðlabankastjóri hefur stefnt Seðlabankanum. Ekki veit ég hvort það er algengt að seðlabankastjórar stefni þeim Seðlabanka sem þeir starfa fyrir og haldi vinnunni samt sem áður en þar sem Már var ráðinn fyrir tilstuðlan Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, og fleiri Samfylkingarmanna þá eru litlar líkur á að félagar hans láti hann víkja. Margir muna eftir vandræðaganginum við ráðningu Más Guðmundssonar í Seðlabankann því Jóhanna Sigurðardóttir hafði lofað honum háum launum en lagði svo til að enginn mætti hafa hærri laun en hún sjálf og þá varð Már reiður. Réð sig samt og fer nú í mál. Eru Samfylkingarmenn tilbúnir til að rifja þetta upp? Nei, spuninn er settur af stað og reynt að telja almenningi trú um að Alþingi sé um að kenna. Forseti ASÍ leggur þessum málflutningi lið og nú kýs hann að fara með rangt mál. Gylfi segir í viðtali við Vísi: „Ég held að þetta mál sé nú bara frá upphafi hið mesta vandræðamál hvernig var staðið að þessu af hálfu Alþingis og stjórnsýslunnar og það skuli síðan enda með því að seðlabankastjóri fari í mál við Seðlabankann sem augljóslega hefur mjög slæm áhrif á ímynd og trúverðugleika þessarrar stofnunar." Það er rangt hjá forseta ASÍ að Alþingi hafi eitthvað komið að ráðningu seðlabankastjóra, hvað þá lofað honum hærri launum en hann síðan fékk. Forseti ASÍ veit að það var forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir sem lofaði seðlabankastjóra hærri launum og fékk síðan samþykkt að enginn mætti hafa hærri laun en hún. Rétt er í þessu sambandi að rifja upp tölvupóstssamskipti Más og Jóhönnu frá 21. júní 2009 (sjá. pressan.is og mbl.is) en þar segir Már: „Opinber kjör fela auðvitað í sér mjög mikla tekjulækkun frá því sem ég bý við í núverandi starfi. Mér er einnig ljóst að til viðbótar gæti komið lækkun ráðstöfunartekna vegna almennra aðgerða stjórnvalda í skattamálum og því um líku. Ég er hins vegar tilbúinn til að sætta mig við það." Spunameistarar Samfylkingarinnar eru duglegir við að breyta sögunni og nú er reynt að koma klúðrinu við ráðningu samfylkingarmannsins í stól seðlabankastjóra yfir á Alþingi. Það er ekkert nýtt að Alþingi sé látið taka skellinn fyrir vandræðaganginn í ríkisstjórninni en ég vona að almenningur láti ekki glepjast af þessum spuna því eins og svo oft áður er keisarinn án klæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Tengdar fréttir Gylfi segir launamálin klúður frá upphafi Forseti ASÍ segir ákvarðanir stjórnvalda sem snúa að launum seðlabankastjóra og annarra háttsettra embættismanna vera klúður frá upphafi. Hann segir lögsókn seðlabankastjóra gagnvart seðlabankanum hafa mjög slæm áhrif á trúverðugleika bankans. 12. janúar 2012 12:06 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali sem birt er á Vísi þann 12. janúar er rætt við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, um málarekstur Más Guðmundssonar seðlabankastjóra til að fá laun sín leiðrétt. Seðlabankastjóri hefur stefnt Seðlabankanum. Ekki veit ég hvort það er algengt að seðlabankastjórar stefni þeim Seðlabanka sem þeir starfa fyrir og haldi vinnunni samt sem áður en þar sem Már var ráðinn fyrir tilstuðlan Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, og fleiri Samfylkingarmanna þá eru litlar líkur á að félagar hans láti hann víkja. Margir muna eftir vandræðaganginum við ráðningu Más Guðmundssonar í Seðlabankann því Jóhanna Sigurðardóttir hafði lofað honum háum launum en lagði svo til að enginn mætti hafa hærri laun en hún sjálf og þá varð Már reiður. Réð sig samt og fer nú í mál. Eru Samfylkingarmenn tilbúnir til að rifja þetta upp? Nei, spuninn er settur af stað og reynt að telja almenningi trú um að Alþingi sé um að kenna. Forseti ASÍ leggur þessum málflutningi lið og nú kýs hann að fara með rangt mál. Gylfi segir í viðtali við Vísi: „Ég held að þetta mál sé nú bara frá upphafi hið mesta vandræðamál hvernig var staðið að þessu af hálfu Alþingis og stjórnsýslunnar og það skuli síðan enda með því að seðlabankastjóri fari í mál við Seðlabankann sem augljóslega hefur mjög slæm áhrif á ímynd og trúverðugleika þessarrar stofnunar." Það er rangt hjá forseta ASÍ að Alþingi hafi eitthvað komið að ráðningu seðlabankastjóra, hvað þá lofað honum hærri launum en hann síðan fékk. Forseti ASÍ veit að það var forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir sem lofaði seðlabankastjóra hærri launum og fékk síðan samþykkt að enginn mætti hafa hærri laun en hún. Rétt er í þessu sambandi að rifja upp tölvupóstssamskipti Más og Jóhönnu frá 21. júní 2009 (sjá. pressan.is og mbl.is) en þar segir Már: „Opinber kjör fela auðvitað í sér mjög mikla tekjulækkun frá því sem ég bý við í núverandi starfi. Mér er einnig ljóst að til viðbótar gæti komið lækkun ráðstöfunartekna vegna almennra aðgerða stjórnvalda í skattamálum og því um líku. Ég er hins vegar tilbúinn til að sætta mig við það." Spunameistarar Samfylkingarinnar eru duglegir við að breyta sögunni og nú er reynt að koma klúðrinu við ráðningu samfylkingarmannsins í stól seðlabankastjóra yfir á Alþingi. Það er ekkert nýtt að Alþingi sé látið taka skellinn fyrir vandræðaganginn í ríkisstjórninni en ég vona að almenningur láti ekki glepjast af þessum spuna því eins og svo oft áður er keisarinn án klæða.
Gylfi segir launamálin klúður frá upphafi Forseti ASÍ segir ákvarðanir stjórnvalda sem snúa að launum seðlabankastjóra og annarra háttsettra embættismanna vera klúður frá upphafi. Hann segir lögsókn seðlabankastjóra gagnvart seðlabankanum hafa mjög slæm áhrif á trúverðugleika bankans. 12. janúar 2012 12:06
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun