Fréttaskýring: Fjalla þarf um fjármálaáfall í þjóðaröryggisstefnu 17. janúar 2012 10:00 Þó að Ísland þurfi ekki að hafa áhyggjur af hernaðarógnum er að mörgu að hyggja við gerð þjóðaröryggisstefnu. Fréttablaðið/vilhelm Vinna við mótun fyrstu þjóðaröryggisstefnu sem unnin hefur verið hér á landi er nú hálfnuð miðað við skipunartíma þingmannanefndar. Sérfræðingar segja að í stefnunni verði að fjalla um fjölbreyttar ógnir. Hvað þurfa þingmenn að hafa í huga þegar þeir móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland? Nefnd tíu þingmanna sem hafa það verkefni að móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland hefur nú notað helming þess tíma sem henni var úthlutað til að ljúka verkinu, en hún á að skila niðurstöðu í júní. Nefndin stendur frammi fyrir ýmsum erfiðleikum, enda Ísland ekki þurft að móta sér sína eigin þjóðaröryggisstefnu fram til þessa, þar sem varnir landsins hafa verið á hendi Bandaríkjanna. Ísland er ekki eina ríkið sem vinnur að slíkri stefnu. Flest önnur ríki eru ýmist að vinna í nýrri stefnu eða að uppfæra eldri þjóðaröryggisstefnu, sagði Alyson Bailes, aðjúnkt við Háskóla Íslands, á ráðstefnu um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland í gær. Bailes sagði afar mikilvægt að vanda til verka, enda þurfi ríki að sína stöðuglyndi þegar komi að öryggi ríkisins. Öryggisstefna sem breytist þegar ný ríkisstjórn tekur við eða ráðherrar skipta um stóla sé lítils virði. Vegna þessa er mikilvægt að finna stefnunni grunn sem allir stjórnmálaflokkar geti sætt sig við. Þátttakendur á ráðstefnunni, sem haldin var af NEXUS, rannsóknarvettvangi á sviði öryggis- og varnarmála, höfðu ólíkar skoðanir á því hvaða atriði þingmenn þurfi helst að hafa í huga við mótun þjóðaröryggisstefnunnar. Allir voru þó sammála um að ógn af hernaðarátökum væri í besta falli fjarlæg og ólíkleg í þessum heimshluta. Þó að taka þurfi á nýjum hættum á borð við hryðjuverk, skipulagða glæpastarfsemi og tölvuárásir í þjóðaröryggisstefnunni eru aðrar ógnir nærtækari, sagði Bailes. Nýja stefnan þarf að taka tillit til hættu af völdum náttúruhamfara, stórslysa og smitsjúkdóma, sem eru líklegri til að hafa áhrif hér. „Ef ég væri að skrifa þjóðaröryggisstefnu á Íslandi í dag yrði það fyrsta sem ég skoðaði líklega ógnin af öðru fjármálaáfalli," sagði Bailes. Hún sagði nær óhugsandi að fjalla ekki um hættuna af slíku áfalli í nýrri þjóðaröryggisstefnu Íslands. Tölvuárásir eru ógn sem verður að taka alvarlega, sagði Jón Kristinn Ragnarsson, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte. Hann sagði lítið hald í að skýla sér bak við það að enginn vilji ráðast á litla Ísland. Dæmin sýni að netárásir séu gerðar af litlu tilefni, enda geti hver sem er staðið í slíkum árásum fyrir lítið fé með einfaldri netleit. Ólíklegt er að alvarlegustu ógnirnar sem Ísland stendur frammi fyrir verði að veruleika, en þar sem afleiðingarnar gætu orðið alvarlegar þarf að búa sig undir þær, sagði Böðvar Tómasson, sérfræðingur í öryggismálum hjá verkfræðistofunni EFLA. Hann nefndi í því samhengi tölvuárásir og allt sem ógnað gæti matvælaöryggi landsins. Hlýnun jarðar af mannavöldum er eitt af því sem verður að fjalla ýtarlega um í þjóðaröryggisstefnunni, sagði Auður H. Ingólfsdóttir, sviðsstjóri félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst. Hún sagði þessa ógn öðruvísi en flestar sem Ísland standi frammi fyrir, ekki síst vegna þess hversu óáþreifanleg hún sé og hversu erfitt sé að bregðast við henni. Þingmennirnir tíu sem móta nú þjóðaröryggisstefnu þurfa að hafa öll þessi atriði og fleiri í huga við mótun stefnunnar. Á endanum er það Alþingi sem þarf að taka afstöðu til málsins og móta fyrstu þjóðaröryggisstefnu landsins. [email protected] Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Vinna við mótun fyrstu þjóðaröryggisstefnu sem unnin hefur verið hér á landi er nú hálfnuð miðað við skipunartíma þingmannanefndar. Sérfræðingar segja að í stefnunni verði að fjalla um fjölbreyttar ógnir. Hvað þurfa þingmenn að hafa í huga þegar þeir móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland? Nefnd tíu þingmanna sem hafa það verkefni að móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland hefur nú notað helming þess tíma sem henni var úthlutað til að ljúka verkinu, en hún á að skila niðurstöðu í júní. Nefndin stendur frammi fyrir ýmsum erfiðleikum, enda Ísland ekki þurft að móta sér sína eigin þjóðaröryggisstefnu fram til þessa, þar sem varnir landsins hafa verið á hendi Bandaríkjanna. Ísland er ekki eina ríkið sem vinnur að slíkri stefnu. Flest önnur ríki eru ýmist að vinna í nýrri stefnu eða að uppfæra eldri þjóðaröryggisstefnu, sagði Alyson Bailes, aðjúnkt við Háskóla Íslands, á ráðstefnu um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland í gær. Bailes sagði afar mikilvægt að vanda til verka, enda þurfi ríki að sína stöðuglyndi þegar komi að öryggi ríkisins. Öryggisstefna sem breytist þegar ný ríkisstjórn tekur við eða ráðherrar skipta um stóla sé lítils virði. Vegna þessa er mikilvægt að finna stefnunni grunn sem allir stjórnmálaflokkar geti sætt sig við. Þátttakendur á ráðstefnunni, sem haldin var af NEXUS, rannsóknarvettvangi á sviði öryggis- og varnarmála, höfðu ólíkar skoðanir á því hvaða atriði þingmenn þurfi helst að hafa í huga við mótun þjóðaröryggisstefnunnar. Allir voru þó sammála um að ógn af hernaðarátökum væri í besta falli fjarlæg og ólíkleg í þessum heimshluta. Þó að taka þurfi á nýjum hættum á borð við hryðjuverk, skipulagða glæpastarfsemi og tölvuárásir í þjóðaröryggisstefnunni eru aðrar ógnir nærtækari, sagði Bailes. Nýja stefnan þarf að taka tillit til hættu af völdum náttúruhamfara, stórslysa og smitsjúkdóma, sem eru líklegri til að hafa áhrif hér. „Ef ég væri að skrifa þjóðaröryggisstefnu á Íslandi í dag yrði það fyrsta sem ég skoðaði líklega ógnin af öðru fjármálaáfalli," sagði Bailes. Hún sagði nær óhugsandi að fjalla ekki um hættuna af slíku áfalli í nýrri þjóðaröryggisstefnu Íslands. Tölvuárásir eru ógn sem verður að taka alvarlega, sagði Jón Kristinn Ragnarsson, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte. Hann sagði lítið hald í að skýla sér bak við það að enginn vilji ráðast á litla Ísland. Dæmin sýni að netárásir séu gerðar af litlu tilefni, enda geti hver sem er staðið í slíkum árásum fyrir lítið fé með einfaldri netleit. Ólíklegt er að alvarlegustu ógnirnar sem Ísland stendur frammi fyrir verði að veruleika, en þar sem afleiðingarnar gætu orðið alvarlegar þarf að búa sig undir þær, sagði Böðvar Tómasson, sérfræðingur í öryggismálum hjá verkfræðistofunni EFLA. Hann nefndi í því samhengi tölvuárásir og allt sem ógnað gæti matvælaöryggi landsins. Hlýnun jarðar af mannavöldum er eitt af því sem verður að fjalla ýtarlega um í þjóðaröryggisstefnunni, sagði Auður H. Ingólfsdóttir, sviðsstjóri félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst. Hún sagði þessa ógn öðruvísi en flestar sem Ísland standi frammi fyrir, ekki síst vegna þess hversu óáþreifanleg hún sé og hversu erfitt sé að bregðast við henni. Þingmennirnir tíu sem móta nú þjóðaröryggisstefnu þurfa að hafa öll þessi atriði og fleiri í huga við mótun stefnunnar. Á endanum er það Alþingi sem þarf að taka afstöðu til málsins og móta fyrstu þjóðaröryggisstefnu landsins. [email protected]
Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira