Spegluð kennslustund Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 19. janúar 2012 06:00 Sú var tíðin að piltur bað föður sinn að kenna sér að binda bindishnút. Nú fara ungir menn með skjótum hætti í smiðju Youtube sem kennir skref fyrir skref þetta vandasama verk. Prjónadella íslenskra kvenna hefur kennt mörgum að leita á sömu slóðir en fjölmörg myndbönd kenna affellingu og loftlykkju sem sparar ófá sporin til mömmu eða ömmu. Á örfáum árum hefur ný tækni breytt því hvar börn og fullorðnir leita svara við spurningum. Mikið framboð upplýsinga á netinu gerir okkur kleift að nálgast þekkingu sem áður þurfti námskeið til að tileinka sér. Í þessu ljósi vakna margar spurningar um skipulag náms. Hefðbundin kennslustund í grunn- og framhaldsskóla felst oftast í kynningu kennara á nýju efni ásamt umræðu og verkefnavinnu ef tími vinnst til. Sumir fylgjast með og glósa. Aðrir ekki. Heimanámið felur í sér verkefni eins eða fleiri nemenda. Þessi leið hefur fest sig í sessi og myndin af kennaranum við töfluna er greypt í huga okkar allra. Fyrirlesturinn heimaMeð nýrri tækni hafa komið fram hugmyndir um eitthvað sem kalla mætti „speglaða kennslustund" (e. flipped classroom). Með speglaðri kennslustund er hefðbundinni uppsetningu kennslustundar snúið við. Aðferðinni er þannig beint frá því að kennarinn flytji fyrirlestra (innlögn) um efnið í að vinna fremur með hefðbundin heimaverkefni í kennslustundinni, t.d. dæmi eða stíla. Kennarinn færir sig þannig í auknum mæli í hlutverk þjálfarans og fær meiri tíma til að sinna einstaklingunum. Heimanámið breytist að sama skapi og nemendur horfa á fyrirlestur kennarans, eða efni sem hann setur fyrir, heima hjá sér á tölvu. Nemandinn horfir á fyrirlesturinn á sínum hraða og getur stöðvað þegar hann vill glósa eða hugsa. Mikilvægt er að hafa í huga að speglun er ekki sama og fjarnám. Samskipti nemenda í bekknum eru enn mikil og jafnvel meiri en áður þar sem heimanámið er nú unnið í bekknum. Öðruvísi skóli?Hlutverk kennarans breytist þegar speglun er notuð úr hefðbundnara hlutverki fyrirlesara í leiðbeinanda. Flestir kennarar vilja meiri tíma til að leiðbeina nemendunum og sjá hvaða villur þeir gera fremur en að leiðrétta með rauðum penna. Fyrstu reynslusögur kennara erlendis frá af speglun segja af því að samskipti nemenda og kennara aukist talsvert. Kennarar segjast ná að svara fleiri spurningum, sjá nemendur hjálpast að í meira mæli, sjá litla hópa myndast og sjá hratt hvað nemendurnir skilja og hvað ekki. Stærðfræðikennari á miðskólastigi segir kvíða barna hafa minnkað og að hann hafi meiri tíma til að vinna með nemendunum í að leysa verkefnin og æfa aðferðir. Áður hafði sami kennari lítinn tíma utan töflutíma til að æfa aðferðirnar sjálfar. Raunvísindakennarar sögðust geta boðið upp á minni fyrirlestra án fyrirvara með þessu nýja fyrirkomulagi þegar þeir sáu að fleiri en tveir voru fastir og gátu skýrt út það sem reyndist nemendunum þungt og hafði ekki komist til skila í fyrirlestrinum. Frásagnir eru að flestu leyti jákvæðar þó réttilega sé bent á að skipulag speglunar sé mismunandi út frá því efni sem kennt er, þeim aldri sem um er að ræða og því umhverfi sem börnin koma úr. Áhugavert er að heyra að foreldrasamtöl breytast úr því að ræða hvort nemandi sé þægur og hlusti í tímunum í að fara yfir hvort barnið skilji efnið og spyrji spurninga. Að deila reynslu sinniHugmyndina um speglun kennslustundar ætti að skoða betur. Okkur ber skylda til að opna augun fyrir breytingum og gera tilraunir í skólum en játa jafnframt að við vitum of lítið um hvernig upplýsingatækni er notuð í skólum landsins. Við vitum um einstaka afbragðsverkefni, t.d. samkennslu í gegnum tölvur á Vesturlandi, en vitum minna um verkefnin sem gengu sæmilega eða illa. Nýlega bárust fréttir af verkefnum í Vogaskóla og hjá Hjallastefnunni þar sem nýta á spjaldtölvur. Mikilvægt er að þessar tilraunir verði metnar vandlega út frá settum markmiðum og reynslunni deilt. Rannsóknir sýna að kennarar þurfa að vera vel kunnugir nýrri tækni sem þeir innleiða en skv. TALIS rannsókn OECD á viðhorfum kennara segjast 60 til 70% íslenskra kennara hafa mikla þörf fyrir aukna færni í að nýta sér upplýsingatækni við kennslu. Endalaust spurningasuðBreytingin á því hvar börn og unglingar leita svara er til frambúðar. Endalaust spurningasuð Ara til afa og ömmu í laginu góða mun minnka enda er líklegt að Ari finni skemmtilegri svör með myndum, tónlist og bröndurum hraðar með síma, tölvu og fésbók. Við fullorðnu þurfum að varast að okkar hefðbundna viðhorf til skóla og kennsluhátta sé hindrun þegar kemur að þróun skólastarfs. Hlekkir á greinar um speglun kennslustundar á thorbjorg.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun
Sú var tíðin að piltur bað föður sinn að kenna sér að binda bindishnút. Nú fara ungir menn með skjótum hætti í smiðju Youtube sem kennir skref fyrir skref þetta vandasama verk. Prjónadella íslenskra kvenna hefur kennt mörgum að leita á sömu slóðir en fjölmörg myndbönd kenna affellingu og loftlykkju sem sparar ófá sporin til mömmu eða ömmu. Á örfáum árum hefur ný tækni breytt því hvar börn og fullorðnir leita svara við spurningum. Mikið framboð upplýsinga á netinu gerir okkur kleift að nálgast þekkingu sem áður þurfti námskeið til að tileinka sér. Í þessu ljósi vakna margar spurningar um skipulag náms. Hefðbundin kennslustund í grunn- og framhaldsskóla felst oftast í kynningu kennara á nýju efni ásamt umræðu og verkefnavinnu ef tími vinnst til. Sumir fylgjast með og glósa. Aðrir ekki. Heimanámið felur í sér verkefni eins eða fleiri nemenda. Þessi leið hefur fest sig í sessi og myndin af kennaranum við töfluna er greypt í huga okkar allra. Fyrirlesturinn heimaMeð nýrri tækni hafa komið fram hugmyndir um eitthvað sem kalla mætti „speglaða kennslustund" (e. flipped classroom). Með speglaðri kennslustund er hefðbundinni uppsetningu kennslustundar snúið við. Aðferðinni er þannig beint frá því að kennarinn flytji fyrirlestra (innlögn) um efnið í að vinna fremur með hefðbundin heimaverkefni í kennslustundinni, t.d. dæmi eða stíla. Kennarinn færir sig þannig í auknum mæli í hlutverk þjálfarans og fær meiri tíma til að sinna einstaklingunum. Heimanámið breytist að sama skapi og nemendur horfa á fyrirlestur kennarans, eða efni sem hann setur fyrir, heima hjá sér á tölvu. Nemandinn horfir á fyrirlesturinn á sínum hraða og getur stöðvað þegar hann vill glósa eða hugsa. Mikilvægt er að hafa í huga að speglun er ekki sama og fjarnám. Samskipti nemenda í bekknum eru enn mikil og jafnvel meiri en áður þar sem heimanámið er nú unnið í bekknum. Öðruvísi skóli?Hlutverk kennarans breytist þegar speglun er notuð úr hefðbundnara hlutverki fyrirlesara í leiðbeinanda. Flestir kennarar vilja meiri tíma til að leiðbeina nemendunum og sjá hvaða villur þeir gera fremur en að leiðrétta með rauðum penna. Fyrstu reynslusögur kennara erlendis frá af speglun segja af því að samskipti nemenda og kennara aukist talsvert. Kennarar segjast ná að svara fleiri spurningum, sjá nemendur hjálpast að í meira mæli, sjá litla hópa myndast og sjá hratt hvað nemendurnir skilja og hvað ekki. Stærðfræðikennari á miðskólastigi segir kvíða barna hafa minnkað og að hann hafi meiri tíma til að vinna með nemendunum í að leysa verkefnin og æfa aðferðir. Áður hafði sami kennari lítinn tíma utan töflutíma til að æfa aðferðirnar sjálfar. Raunvísindakennarar sögðust geta boðið upp á minni fyrirlestra án fyrirvara með þessu nýja fyrirkomulagi þegar þeir sáu að fleiri en tveir voru fastir og gátu skýrt út það sem reyndist nemendunum þungt og hafði ekki komist til skila í fyrirlestrinum. Frásagnir eru að flestu leyti jákvæðar þó réttilega sé bent á að skipulag speglunar sé mismunandi út frá því efni sem kennt er, þeim aldri sem um er að ræða og því umhverfi sem börnin koma úr. Áhugavert er að heyra að foreldrasamtöl breytast úr því að ræða hvort nemandi sé þægur og hlusti í tímunum í að fara yfir hvort barnið skilji efnið og spyrji spurninga. Að deila reynslu sinniHugmyndina um speglun kennslustundar ætti að skoða betur. Okkur ber skylda til að opna augun fyrir breytingum og gera tilraunir í skólum en játa jafnframt að við vitum of lítið um hvernig upplýsingatækni er notuð í skólum landsins. Við vitum um einstaka afbragðsverkefni, t.d. samkennslu í gegnum tölvur á Vesturlandi, en vitum minna um verkefnin sem gengu sæmilega eða illa. Nýlega bárust fréttir af verkefnum í Vogaskóla og hjá Hjallastefnunni þar sem nýta á spjaldtölvur. Mikilvægt er að þessar tilraunir verði metnar vandlega út frá settum markmiðum og reynslunni deilt. Rannsóknir sýna að kennarar þurfa að vera vel kunnugir nýrri tækni sem þeir innleiða en skv. TALIS rannsókn OECD á viðhorfum kennara segjast 60 til 70% íslenskra kennara hafa mikla þörf fyrir aukna færni í að nýta sér upplýsingatækni við kennslu. Endalaust spurningasuðBreytingin á því hvar börn og unglingar leita svara er til frambúðar. Endalaust spurningasuð Ara til afa og ömmu í laginu góða mun minnka enda er líklegt að Ari finni skemmtilegri svör með myndum, tónlist og bröndurum hraðar með síma, tölvu og fésbók. Við fullorðnu þurfum að varast að okkar hefðbundna viðhorf til skóla og kennsluhátta sé hindrun þegar kemur að þróun skólastarfs. Hlekkir á greinar um speglun kennslustundar á thorbjorg.is.