Skáldskapur og veruleiki Páll Valsson skrifar 25. janúar 2012 06:00 Guðrún Jónsdóttir skrifar grein í Fréttablaðið þar sem hún lýsir óánægju sinni með bók Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, en Hallgrímur hefur ekki farið dult með að ýmislegt í ævi og fari aðalpersónunnar, Herbjargar Maríu Björnsson, eigi sér rætur í lífi Brynhildar Georgíu Björnsson, móður Guðrúnar. Guðrún bendir meðal annars lesendum á að vilji þeir kynna sér ævi móður sinnar sé betra að lesa ævisögu Brynhildar Georgíu, Ellefu líf. Þar hefur Guðrún hárrétt fyrir sér því skáldsaga Hallgríms er alls ekki ævisaga Brynhildar Georgíu, eins og hann tekur reyndar mjög rækilega fram í aðfaraorðum að skáldsögunni. Og sem skáldsaga lýtur hún lögmálum skáldskapar og þeim einum. Alkunna er og alsiða að rithöfundar heyja sér efni í bækur sínar úr hinu daglega lífi, fyrr og nú, og búa til úr þeim sínar eigin sögur. Ýmsar þekktustu og ástsælustu persónur íslenskra bókmennta eiga sér fyrirmyndir, þótt engum komi til hugar að kalla skáldsagnapersónurnar til vitnis um hið raunverulega líf fyrirmyndanna. Við lesum til að mynda ekki Heimsljós eftir Halldór Laxness til þess að kynna okkur líf Magnúsar Hjaltasonar, sem var fyrirmynd Halldórs að Ólafi Kárasyni. Oftlega og einatt þarf höfundur að laga efnið í hendi sér svo sagan nái tilgangi sínum og bókmenntalegum markmiðum. Jafnvel í bókum sem liggja á heldur óskýrum mörkum skáldskapar og veruleika grípa höfundar til þess að víkja frá „sannleikanum" þegar bókmenntaleg nauðsyn krefur; þekkt dæmi um slíkt er Íslenskur aðall eftir hinn annars óljúgfróða höfund Þórberg Þórðarson. Konan við 1000° er viðburðarík saga um stórbrotna konu sem lifir ótrúlega tíma, enda er skáldsagan öðrum þræði saga tuttugustu aldar. Ekki var allt fallegt í þeirri sögu og óhjákvæmilegt að örlög persónu sem látin er spegla hina blóðugu öld dragi af því nokkurn dám. Trúlega hefur saga Brynhildar Georgíu leitað svo sterkt á Hallgrím vegna þess að í gegnum hana fær snjall höfundur frábært tækifæri til þess að skoða liðna öld í öllum sínum fjölbreytileika; frá hinni dýpstu eymd til hæstu hæða. Tæplega hvarflar að nokkrum lesanda að sá sé að lesa sanna ævisögu Brynhildar Georgíu, og skorinorð aðfaraorð höfundar taka þá af öll tvímæli í því efni. Þess vegna held ég að áhyggjur Guðrúnar af mannorði móður sinnar séu óþarfar. Þvert á móti held ég að skáldsaga Hallgríms kalli á bæði virðingu og samúð með söguhetjunni – og þá ef til vill á forvitni til þess að kynna sér raunverulega sögu þeirrar merkilegu konu sem blés skáldinu sagnaranda í brjóst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Tólfta lífið Það var í janúar fyrir ári sem ég sá viðtal í DV við Hallgrím Helgason rithöfund. Þar kom fram að hann væri að skrifa bók byggða á sögu móður minnar sem hét Brynhildur Georgía Björnsson og lést í febrúar 2008. Þó ég hefði ekkert af skrifum Hallgríms vitað komu þau mér ekki á óvart því móðir mín hafði eitt sinn sagt mér af símtali á milli þeirra tveggja. 21. janúar 2012 06:00 Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Sjá meira
Guðrún Jónsdóttir skrifar grein í Fréttablaðið þar sem hún lýsir óánægju sinni með bók Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, en Hallgrímur hefur ekki farið dult með að ýmislegt í ævi og fari aðalpersónunnar, Herbjargar Maríu Björnsson, eigi sér rætur í lífi Brynhildar Georgíu Björnsson, móður Guðrúnar. Guðrún bendir meðal annars lesendum á að vilji þeir kynna sér ævi móður sinnar sé betra að lesa ævisögu Brynhildar Georgíu, Ellefu líf. Þar hefur Guðrún hárrétt fyrir sér því skáldsaga Hallgríms er alls ekki ævisaga Brynhildar Georgíu, eins og hann tekur reyndar mjög rækilega fram í aðfaraorðum að skáldsögunni. Og sem skáldsaga lýtur hún lögmálum skáldskapar og þeim einum. Alkunna er og alsiða að rithöfundar heyja sér efni í bækur sínar úr hinu daglega lífi, fyrr og nú, og búa til úr þeim sínar eigin sögur. Ýmsar þekktustu og ástsælustu persónur íslenskra bókmennta eiga sér fyrirmyndir, þótt engum komi til hugar að kalla skáldsagnapersónurnar til vitnis um hið raunverulega líf fyrirmyndanna. Við lesum til að mynda ekki Heimsljós eftir Halldór Laxness til þess að kynna okkur líf Magnúsar Hjaltasonar, sem var fyrirmynd Halldórs að Ólafi Kárasyni. Oftlega og einatt þarf höfundur að laga efnið í hendi sér svo sagan nái tilgangi sínum og bókmenntalegum markmiðum. Jafnvel í bókum sem liggja á heldur óskýrum mörkum skáldskapar og veruleika grípa höfundar til þess að víkja frá „sannleikanum" þegar bókmenntaleg nauðsyn krefur; þekkt dæmi um slíkt er Íslenskur aðall eftir hinn annars óljúgfróða höfund Þórberg Þórðarson. Konan við 1000° er viðburðarík saga um stórbrotna konu sem lifir ótrúlega tíma, enda er skáldsagan öðrum þræði saga tuttugustu aldar. Ekki var allt fallegt í þeirri sögu og óhjákvæmilegt að örlög persónu sem látin er spegla hina blóðugu öld dragi af því nokkurn dám. Trúlega hefur saga Brynhildar Georgíu leitað svo sterkt á Hallgrím vegna þess að í gegnum hana fær snjall höfundur frábært tækifæri til þess að skoða liðna öld í öllum sínum fjölbreytileika; frá hinni dýpstu eymd til hæstu hæða. Tæplega hvarflar að nokkrum lesanda að sá sé að lesa sanna ævisögu Brynhildar Georgíu, og skorinorð aðfaraorð höfundar taka þá af öll tvímæli í því efni. Þess vegna held ég að áhyggjur Guðrúnar af mannorði móður sinnar séu óþarfar. Þvert á móti held ég að skáldsaga Hallgríms kalli á bæði virðingu og samúð með söguhetjunni – og þá ef til vill á forvitni til þess að kynna sér raunverulega sögu þeirrar merkilegu konu sem blés skáldinu sagnaranda í brjóst.
Tólfta lífið Það var í janúar fyrir ári sem ég sá viðtal í DV við Hallgrím Helgason rithöfund. Þar kom fram að hann væri að skrifa bók byggða á sögu móður minnar sem hét Brynhildur Georgía Björnsson og lést í febrúar 2008. Þó ég hefði ekkert af skrifum Hallgríms vitað komu þau mér ekki á óvart því móðir mín hafði eitt sinn sagt mér af símtali á milli þeirra tveggja. 21. janúar 2012 06:00
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar