Skeggleysi bara tískubóla 28. janúar 2012 13:00 Skegg og gaman Stjúri hefur lengi predikað fyrir skeggvexti og segir skeggleysi vera tískubólu sem er við það að springa.fréttablaðið/pjetur Vel hært skegg er vinsælt um þessar mundir. Á tískusýningum fatahönnuðanna Henrik Vibskov og Vivienne Westwood mátti einnig sjá skeggjaðar fyrirsætur. Tískubólan einskorðast því ekki við götur Reykjavíkur. Tíska „Ég hef predikað fyrir skeggvexti í mörg ár og finnst að allir karlmenn ættu að bera skegg," segir Stjúri sem rekur rakarastofu í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. „Ég segi frekar að andlitsrakstur sé tískubóla enda varð rakstur ekki vinsæll fyrr en rétt fyrir iðnbyltingu og ég vona að sú tískubóla fari að deyja út," Sjálfur rakaði hann sig síðast árið 1996 og hefur skartað einhvers konar skeggi allar götur síðan. Að hans sögn eru til margar ólíkar útgáfur af skeggjum og ber þar helst að nefna Skógarhöggsmanninn, svokallað mánaðarskegg og hökutopp. Það er persónubundið hvað hverjum þykir fallegt og fer valið mikið eftir andlitslagi. Stjúri segir kosti skeggsins marga og nefnir sem dæmi að það veiti góða vörn fyrir bæði hita og kulda. „Það skiptir litlu máli hvernig þú lítur út undir því, þannig að maður getur falið sig á bak við skeggið. Svo þegar maður tekur sopa af bjór festist froðan oft í skegginu og þá þarf maður að sjúga hana úr. Það er bæði karlmannleg og góð tilfinning." En ókostir fylgja líka skegginu. „Mörgum klæjar undan skegginu í fyrstu," segir Stjúri. „Svo eiga matarleifar til að festast í því, en maður verður að vera duglegur að þrífa sig og forðast að borða eins og dýr." Aðspurður segir Stjúri eiginkonu sína hrifna af skeggvexti hans enda hafi hann verið skeggjaður alveg frá því að þau kynntust fyrst. „Hún vill ekki sjá mig skegglausan. Ég veit ekki hvað það þýðir, kannski þorir hún ekki að sjá það sem býr undir skegginu." Lífið Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
Vel hært skegg er vinsælt um þessar mundir. Á tískusýningum fatahönnuðanna Henrik Vibskov og Vivienne Westwood mátti einnig sjá skeggjaðar fyrirsætur. Tískubólan einskorðast því ekki við götur Reykjavíkur. Tíska „Ég hef predikað fyrir skeggvexti í mörg ár og finnst að allir karlmenn ættu að bera skegg," segir Stjúri sem rekur rakarastofu í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. „Ég segi frekar að andlitsrakstur sé tískubóla enda varð rakstur ekki vinsæll fyrr en rétt fyrir iðnbyltingu og ég vona að sú tískubóla fari að deyja út," Sjálfur rakaði hann sig síðast árið 1996 og hefur skartað einhvers konar skeggi allar götur síðan. Að hans sögn eru til margar ólíkar útgáfur af skeggjum og ber þar helst að nefna Skógarhöggsmanninn, svokallað mánaðarskegg og hökutopp. Það er persónubundið hvað hverjum þykir fallegt og fer valið mikið eftir andlitslagi. Stjúri segir kosti skeggsins marga og nefnir sem dæmi að það veiti góða vörn fyrir bæði hita og kulda. „Það skiptir litlu máli hvernig þú lítur út undir því, þannig að maður getur falið sig á bak við skeggið. Svo þegar maður tekur sopa af bjór festist froðan oft í skegginu og þá þarf maður að sjúga hana úr. Það er bæði karlmannleg og góð tilfinning." En ókostir fylgja líka skegginu. „Mörgum klæjar undan skegginu í fyrstu," segir Stjúri. „Svo eiga matarleifar til að festast í því, en maður verður að vera duglegur að þrífa sig og forðast að borða eins og dýr." Aðspurður segir Stjúri eiginkonu sína hrifna af skeggvexti hans enda hafi hann verið skeggjaður alveg frá því að þau kynntust fyrst. „Hún vill ekki sjá mig skegglausan. Ég veit ekki hvað það þýðir, kannski þorir hún ekki að sjá það sem býr undir skegginu."
Lífið Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira