Í góðri stemningu á Sundance 28. janúar 2012 09:00 Ánægð Eva María er himinlifandi yfir viðtökunum á myndinni Goats á Sundance-hátíðinni en hún er meðframleiðandi að myndinni. „Hér er góð stemning og rosalega mikið af fólki í bænum," segir Eva María Daníels, framleiðandi en hún er stödd í Utah þar sem hún frumsýndi myndina Goats á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Eva María hefur starfað við framleiðslu kvikmynda í Los Angeles í dágóðan tíma og getið sér góðs orðs innan kvikmyndabransans en hún er meðframleiðandi að myndinni Goats. Myndin skartar þeim David Duchovny, Veru Farmiga, Graham Philips, Keri Russell og Ty Burrell en hann er þekktur úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Modern Family. Allir leikararnir voru mættir á Sundance til að fylgja myndinni eftir en hún var frumsýnd fyrir fullu húsi á hátíðinni og hefur Duchovny verið sérstaklega hrósað fyrir frammistöðu sína. „Við sýndum myndina í stærsta bíóinu hérna sem tekur um 1.300 manns og það var alveg stappað. Eftir myndina var spurt og svarað með leikurum og leikstjóra. Þá fengum við smjörþefinn af viðbrögðum áhorfenda sem voru mjög góð," segir Eva María og bætir við að allir í tökuliðinu séu mjög ánægðir með viðtökurnar. Ýmislegt hefur gengið á í aðdraganda myndarinnar, eins og leikaraskipti en upphaflega átti leikkonan Rooney Mara að fara með aðalhlutverkið en hún hætti við eftir að hún landaði hlutverki Lisbeth Salander í The Girl with the Dragon Tattoo. Goats var sýnd í sérstökum frumsýningarflokki og verður sýnd þrisvar sinnum í viðbót yfir hátíðina en uppselt er á allar sýningarnar að sögn Evu Maríu. „Nú er bara að bíða og vona að einhver vilji dreifa myndinni í kvikmyndahús. Ég er líka að vona að myndin verði sýnd á Íslandi á þessu ári." - áp Lífið Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Sjá meira
„Hér er góð stemning og rosalega mikið af fólki í bænum," segir Eva María Daníels, framleiðandi en hún er stödd í Utah þar sem hún frumsýndi myndina Goats á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Eva María hefur starfað við framleiðslu kvikmynda í Los Angeles í dágóðan tíma og getið sér góðs orðs innan kvikmyndabransans en hún er meðframleiðandi að myndinni Goats. Myndin skartar þeim David Duchovny, Veru Farmiga, Graham Philips, Keri Russell og Ty Burrell en hann er þekktur úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Modern Family. Allir leikararnir voru mættir á Sundance til að fylgja myndinni eftir en hún var frumsýnd fyrir fullu húsi á hátíðinni og hefur Duchovny verið sérstaklega hrósað fyrir frammistöðu sína. „Við sýndum myndina í stærsta bíóinu hérna sem tekur um 1.300 manns og það var alveg stappað. Eftir myndina var spurt og svarað með leikurum og leikstjóra. Þá fengum við smjörþefinn af viðbrögðum áhorfenda sem voru mjög góð," segir Eva María og bætir við að allir í tökuliðinu séu mjög ánægðir með viðtökurnar. Ýmislegt hefur gengið á í aðdraganda myndarinnar, eins og leikaraskipti en upphaflega átti leikkonan Rooney Mara að fara með aðalhlutverkið en hún hætti við eftir að hún landaði hlutverki Lisbeth Salander í The Girl with the Dragon Tattoo. Goats var sýnd í sérstökum frumsýningarflokki og verður sýnd þrisvar sinnum í viðbót yfir hátíðina en uppselt er á allar sýningarnar að sögn Evu Maríu. „Nú er bara að bíða og vona að einhver vilji dreifa myndinni í kvikmyndahús. Ég er líka að vona að myndin verði sýnd á Íslandi á þessu ári." - áp
Lífið Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Sjá meira