Eftirlitskerfið brást 1. febrúar 2012 05:00 Álfheiður Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, gagnrýnir velferðarráðherra fyrir að bjóða ekki öllum konum að láta fjarlægja úr sér PIP sílíkonpúðana, þótt þeir séu ekki lekir. Hörð orð féllu á Alþingi í gær í sérstökum umræðum um PIP sílíkonpúðana. Gagnrýni þingmanna beindist fyrst og fremst að eftirlitsaðilum heilbrigðiskerfisins; Landlækni, Jens Kjartanssyni lýtalækni, Lyfjastofnun og stjórnvöldum. Velferðarráðherra var einróma hvattur til að beita sér fyrir hertri löggjöf um eftirlit í heilbrigðismálum og samspil hins opinbera og einkageirans hér á landi. Ólína Þorvarðardóttir og Álfheiður Ingadóttir voru málshefjendur í umræðunum tveimur um ábyrgð og eftirlit hins opinbera gagnvart einkarekinni heilbrigðisþjónustu og viðbrögð heilbrigðisyfirvalda eftir að PIP-málið kom upp. Báðar fóru fram á lagabreytingar er varða eftirlit, viðurlög við vanrækslu og samspil einkageirans og hins opinbera í heilbrigðiskerfinu. Álfheiður sagði það ámælisvert og bíræfið af Læknafélagi Íslands að „skjóta skildi yfir nokkra félaga sína“ í ljósi þess að félagið leitaði með mál lýtalækna til Persónuverndar þegar landlæknir krafði þá um upplýsingar um brjóstastækkanir sem þeir hafa gert á stofum sínum síðan árið 2000. Í svari við fyrirspurn Álfheiðar sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra að ástæða þess að fimm vikur liðu frá því að málið kom upp þar til konurnar sem fengið höfðu PIP púðana fengu boð um ómskoðun og ráðgjöf, væri ágreiningur um verð og hver ætti að vinna verkið. „Sem undirstrikar að enginn vill axla ábyrgð,“ sagði Guðbjartur. „Þegar farið var í málið voru þetta 393 konur sem fengu bréf. Sumar þeirra fengu bréf án þess að fá púðana, sem undirstrikar einnig hvernig skráningu var háttað.“ Að sögn Guðbjarts hafa um 160 konur af þessum 393, en ekki 440 eins og áður var haldið fram, brugðist við boði velferðarráðuneytisins. Álfheiður hafði orð á því að fram hafi komið á fundi velferðarnefndar á mánudag að PIP-málið „væri orðið að krísu“ þar sem þar bendi hver á annan í stað þess að taka höndum saman og hafa konurnar, eða fórnarlömbin, með í ráðum og þarfir þeirra í forgrunni þegar leitað er leiða til að leysa málið. Fjöldi þingmanna lagði orð í belg í umræðunum, þar á meðal Eygló Harðardóttir og Birgitta Jónsdóttir, sem höfðu orð á því að betra hefði verið að láta IKEA sjá um innköllunina á sílíkonpúðunum, heldur en Landlækni og Jens Kjartansson, sem flutti þá inn til landsins. [email protected] PIP-brjóstapúðar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Hörð orð féllu á Alþingi í gær í sérstökum umræðum um PIP sílíkonpúðana. Gagnrýni þingmanna beindist fyrst og fremst að eftirlitsaðilum heilbrigðiskerfisins; Landlækni, Jens Kjartanssyni lýtalækni, Lyfjastofnun og stjórnvöldum. Velferðarráðherra var einróma hvattur til að beita sér fyrir hertri löggjöf um eftirlit í heilbrigðismálum og samspil hins opinbera og einkageirans hér á landi. Ólína Þorvarðardóttir og Álfheiður Ingadóttir voru málshefjendur í umræðunum tveimur um ábyrgð og eftirlit hins opinbera gagnvart einkarekinni heilbrigðisþjónustu og viðbrögð heilbrigðisyfirvalda eftir að PIP-málið kom upp. Báðar fóru fram á lagabreytingar er varða eftirlit, viðurlög við vanrækslu og samspil einkageirans og hins opinbera í heilbrigðiskerfinu. Álfheiður sagði það ámælisvert og bíræfið af Læknafélagi Íslands að „skjóta skildi yfir nokkra félaga sína“ í ljósi þess að félagið leitaði með mál lýtalækna til Persónuverndar þegar landlæknir krafði þá um upplýsingar um brjóstastækkanir sem þeir hafa gert á stofum sínum síðan árið 2000. Í svari við fyrirspurn Álfheiðar sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra að ástæða þess að fimm vikur liðu frá því að málið kom upp þar til konurnar sem fengið höfðu PIP púðana fengu boð um ómskoðun og ráðgjöf, væri ágreiningur um verð og hver ætti að vinna verkið. „Sem undirstrikar að enginn vill axla ábyrgð,“ sagði Guðbjartur. „Þegar farið var í málið voru þetta 393 konur sem fengu bréf. Sumar þeirra fengu bréf án þess að fá púðana, sem undirstrikar einnig hvernig skráningu var háttað.“ Að sögn Guðbjarts hafa um 160 konur af þessum 393, en ekki 440 eins og áður var haldið fram, brugðist við boði velferðarráðuneytisins. Álfheiður hafði orð á því að fram hafi komið á fundi velferðarnefndar á mánudag að PIP-málið „væri orðið að krísu“ þar sem þar bendi hver á annan í stað þess að taka höndum saman og hafa konurnar, eða fórnarlömbin, með í ráðum og þarfir þeirra í forgrunni þegar leitað er leiða til að leysa málið. Fjöldi þingmanna lagði orð í belg í umræðunum, þar á meðal Eygló Harðardóttir og Birgitta Jónsdóttir, sem höfðu orð á því að betra hefði verið að láta IKEA sjá um innköllunina á sílíkonpúðunum, heldur en Landlækni og Jens Kjartansson, sem flutti þá inn til landsins. [email protected]
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira