Leita að ungu fólki í raunveruleikaþátt 8. febrúar 2012 11:00 Hildur Margrétardóttir og Herbert Sveinbjörnsson framleiða íslenska raunveruleikþætti og leita að stúlkum og strákum á aldrinum 18-25 ára til að taka þátt. Fréttablaðið/stefán „Þetta þurfa að vera einstaklingar sem eru tilbúnir að opinbera sig og fara í smá sjálfskoðun í leiðinni,“ segir Hildur Margrétardóttir, framleiðandi sem leitar nú að ungu fólki til að taka þátt íslenskum raunveruleikaþáttum. Þættirnir eru þó ekki eins og raunveruleikaþættir á borð við Keeping Up with the Kardashians, Big Brother og Survivor því markmiðið þessara þátta er að varpa ljósi á veruleika íslenskra ungmenna í dag. Verkefnið er að danskri fyrirmynd en þar var hver þáttur sýndur á vefmiðli dagblaðsins Politiken. „Þetta verða raunveruleikaþættir en án tilbúins veruleika eins og flestir þættir sem eru í gangi í dag. Einskonar dagbók. Verkefnið mældist vel fyrir og þótti gefa góða innsýn inn í líf unga fólksins í Danmörku. Það jókst bæði skilningur og samkennd hjá áhorfandanum,“ segir Hildur sem framleiðir þættina ásamt Herberti Sveinbjörnssyni fyrir Edison Lifandi Ljósmyndir. Hildur og Herbert leita nú að tveimur stúlkum og tveimur strákum á aldrinum 18-25 sem vilja fá myndavél í hendurnar og skuldbinda sig til að festa líf sitt á filmu í 10 vikur. Áætlað er að gera þetta á svipuðum tíma í hinum Norðurlöndunum og því verður hægt að bera saman vefþættina. „Við áætlum að tökur hefjist í mars og stefnum á að birta einn þátt á viku um hvern einstakling. Við leitum nú að heppilegum vefmiðli til að birta þættina á,“ segir Hildur og viðurkennir að þeir sem sækja um verða að vera tilbúnir að opna sig um líf sitt. Hægt er að senda umsóknir á póstfangið [email protected] en einnig er hægt að fræðast meira um verkefnið á Facebook síðu Doxwise. -áp Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Þetta þurfa að vera einstaklingar sem eru tilbúnir að opinbera sig og fara í smá sjálfskoðun í leiðinni,“ segir Hildur Margrétardóttir, framleiðandi sem leitar nú að ungu fólki til að taka þátt íslenskum raunveruleikaþáttum. Þættirnir eru þó ekki eins og raunveruleikaþættir á borð við Keeping Up with the Kardashians, Big Brother og Survivor því markmiðið þessara þátta er að varpa ljósi á veruleika íslenskra ungmenna í dag. Verkefnið er að danskri fyrirmynd en þar var hver þáttur sýndur á vefmiðli dagblaðsins Politiken. „Þetta verða raunveruleikaþættir en án tilbúins veruleika eins og flestir þættir sem eru í gangi í dag. Einskonar dagbók. Verkefnið mældist vel fyrir og þótti gefa góða innsýn inn í líf unga fólksins í Danmörku. Það jókst bæði skilningur og samkennd hjá áhorfandanum,“ segir Hildur sem framleiðir þættina ásamt Herberti Sveinbjörnssyni fyrir Edison Lifandi Ljósmyndir. Hildur og Herbert leita nú að tveimur stúlkum og tveimur strákum á aldrinum 18-25 sem vilja fá myndavél í hendurnar og skuldbinda sig til að festa líf sitt á filmu í 10 vikur. Áætlað er að gera þetta á svipuðum tíma í hinum Norðurlöndunum og því verður hægt að bera saman vefþættina. „Við áætlum að tökur hefjist í mars og stefnum á að birta einn þátt á viku um hvern einstakling. Við leitum nú að heppilegum vefmiðli til að birta þættina á,“ segir Hildur og viðurkennir að þeir sem sækja um verða að vera tilbúnir að opna sig um líf sitt. Hægt er að senda umsóknir á póstfangið [email protected] en einnig er hægt að fræðast meira um verkefnið á Facebook síðu Doxwise. -áp
Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira