Réttur lánþega tryggður Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 17. febrúar 2012 06:00 Eitt helsta viðfangsefni ríkisstjórnar og Alþingis allt frá hruni hefur verið að leita leiða til að verja heimili landsins fyrir þeim skelfilegu afleiðingum sem hrunið hafði í för með sér fyrir íslenskt efnahagslíf. Vegna bágrar stöðu ríkissjóðs og lagalegrar óvissu hefur ríkisvaldið ekki átt hægt um vik í þessum efnum. Engu að síður er óhætt að fullyrða að aldrei fyrr hafa stjórnvöld staðið fyrir jafn umfangsmiklum og víðtækum aðgerðum til að koma til móts við skuldug heimili. Samtals hefur nú um 260 milljörðum króna verið létt af skuldugum heimilum, ekki síst vegna endurútreiknings gengisbundinna lána. Með nýjum dómi Hæstaréttar er þeim lánþegum, sem tóku ólögleg gengisbundin lán fyrir hrun, tryggður enn frekari réttur til leiðréttinga en hingað til hefur legið fyrir. Því ber að fagna enda hefur dómurinn líklega í för með sér að skuldir heimila munu lækka um tugi milljarða króna til viðbótar og staða þeirra batna sem því nemur. Breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu vegna ólöglegra gengislána (Nr. 151/ 2010) voru ekki síst gerðar með það í huga að tryggja lánþegum í hvívetna þann rétt sem dómar Hæstaréttar gáfu leiðsögn um. Í þeim efnum hafa stjórnvöld gengið eins langt og þau hafa talið mögulegt, án þess að skapa ríkissjóði og þar með skattgreiðendum skaðabótaábyrgð. Með lögunum var stigið mikilvægt skref til að tryggja rétt tugþúsunda heimila sem voru með gengisbundin lán í ýmsum formum og óvíst var hvort Hæstiréttur teldi lögmæt eða ólögmæt. Þar var einnig lögð til grundvallar hröð meðferð og jafnræði og á grundvelli þeirra hafa skuldir lánþega verið lækkaðar um vel á annað hundrað milljarða króna á mjög skömmum tíma. Mikilvægt er einnig að hafa í huga að alltaf lá skýrt fyrir og liggur í raun enn, að lög um þessi efni gátu aldrei og áttu aldrei að rýra rétt lánþega að neinu leyti. Lögin byggðu á fyrri leiðsögn Hæstaréttar um að reikna ætti lægstu vexti Seðlabankans í stað hinna erlendu vaxta allt frá upphafi lántöku. Hin nýja leiðsögn dómsins nú er hins vegar sú að ekki sé heimilt að krefjast hærri vaxta vegna þess sem liðið er hafi vextirnir verið greiddir og fullnaðarkvittun liggi fyrir. Um leið og ég fagna þeim aukna rétti og þeim bætta hag sem nýfallinn dómur Hæstaréttar færir þeim tugþúsundum heimila sem tekið höfðu ólögleg gengisbundin lán, kalla ég eftir samstöðu og yfirvegun allra við úrlausn málsins og álitaefna sem upp koma. Nú er mikilvægt að fjármálafyrirtækin og stjórnvöld sameinist um að leysa með sanngjörnum hætti úr málinu, til hagsbóta fyrir lánþega og heimili þessa lands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Eitt helsta viðfangsefni ríkisstjórnar og Alþingis allt frá hruni hefur verið að leita leiða til að verja heimili landsins fyrir þeim skelfilegu afleiðingum sem hrunið hafði í för með sér fyrir íslenskt efnahagslíf. Vegna bágrar stöðu ríkissjóðs og lagalegrar óvissu hefur ríkisvaldið ekki átt hægt um vik í þessum efnum. Engu að síður er óhætt að fullyrða að aldrei fyrr hafa stjórnvöld staðið fyrir jafn umfangsmiklum og víðtækum aðgerðum til að koma til móts við skuldug heimili. Samtals hefur nú um 260 milljörðum króna verið létt af skuldugum heimilum, ekki síst vegna endurútreiknings gengisbundinna lána. Með nýjum dómi Hæstaréttar er þeim lánþegum, sem tóku ólögleg gengisbundin lán fyrir hrun, tryggður enn frekari réttur til leiðréttinga en hingað til hefur legið fyrir. Því ber að fagna enda hefur dómurinn líklega í för með sér að skuldir heimila munu lækka um tugi milljarða króna til viðbótar og staða þeirra batna sem því nemur. Breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu vegna ólöglegra gengislána (Nr. 151/ 2010) voru ekki síst gerðar með það í huga að tryggja lánþegum í hvívetna þann rétt sem dómar Hæstaréttar gáfu leiðsögn um. Í þeim efnum hafa stjórnvöld gengið eins langt og þau hafa talið mögulegt, án þess að skapa ríkissjóði og þar með skattgreiðendum skaðabótaábyrgð. Með lögunum var stigið mikilvægt skref til að tryggja rétt tugþúsunda heimila sem voru með gengisbundin lán í ýmsum formum og óvíst var hvort Hæstiréttur teldi lögmæt eða ólögmæt. Þar var einnig lögð til grundvallar hröð meðferð og jafnræði og á grundvelli þeirra hafa skuldir lánþega verið lækkaðar um vel á annað hundrað milljarða króna á mjög skömmum tíma. Mikilvægt er einnig að hafa í huga að alltaf lá skýrt fyrir og liggur í raun enn, að lög um þessi efni gátu aldrei og áttu aldrei að rýra rétt lánþega að neinu leyti. Lögin byggðu á fyrri leiðsögn Hæstaréttar um að reikna ætti lægstu vexti Seðlabankans í stað hinna erlendu vaxta allt frá upphafi lántöku. Hin nýja leiðsögn dómsins nú er hins vegar sú að ekki sé heimilt að krefjast hærri vaxta vegna þess sem liðið er hafi vextirnir verið greiddir og fullnaðarkvittun liggi fyrir. Um leið og ég fagna þeim aukna rétti og þeim bætta hag sem nýfallinn dómur Hæstaréttar færir þeim tugþúsundum heimila sem tekið höfðu ólögleg gengisbundin lán, kalla ég eftir samstöðu og yfirvegun allra við úrlausn málsins og álitaefna sem upp koma. Nú er mikilvægt að fjármálafyrirtækin og stjórnvöld sameinist um að leysa með sanngjörnum hætti úr málinu, til hagsbóta fyrir lánþega og heimili þessa lands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun