Enski rapparinn Skepta og Brain Police í hár saman 21. febrúar 2012 16:15 Rokksveitin Brain Police er ósátt við enska rapparann Skepta sem virðist hafa stolið lagi hennar. Lögfræðingur er kominn í málið. Útgáfufyrirtæki Brain Police í Bandaríkjunum, Small Stone, ætlar að athuga hvort enski rapparinn Skepta hafi gerst sekur um brot á höfundarrétti með því að nota hluta úr lagi rokksveitarinnar í nýjasta smáskífulaginu sínu Hold On án hennar samþykkis. Um er að ræða lagið Jacuzzy Suzy sem kom út á plötunni Brain Police árið 2003. „Það síðasta sem við heyrðum var að hann [útgefandinn] ætlaði að setja lögfræðinginn sinn í málið," segir Jenni söngvari, sem finnst lag Skepta hreint út sagt ógeðslegt. „Þetta er klárlega stolið hjá honum, það heyrist langar leiðir. Hann er ekki bara að taka riffið heldur nokkurn veginn bítið úr laginu líka. Það verður mjög gaman að fylgjast með hvað gerist næst." Jenni og félagar höfðu reynt að ná sambandi við Skepta í gegnum Facebook en hann svaraði ekki skilaboðum þeirra. Þá hvöttu þeir aðdáendur sína til að herja á Facebook-veginn hans til að knýja á um svör. „Við settum PR-vélina í gang og dúndruðum aðeins á hann." Skepta var að vonum skelkaður yfir atlögunni og svaraði um hæl eftir að hafa heyrt íslenska lagið. Þar baðst hann afsökunar á að hafa notað það og en sagðist ekki hafa borið ábyrgð á því sjálfur. „Það var leiðinlegt að frétta það að Brain Police vissi ekki af því að lagið hennar hefði verið notað," skrifaði Skepta. „Ég vil taka það fram að ég stjórnaði ekki upptökunum á hljóðfærakaflanum og ég stal ekki frá neinum, ég bara rappaði textann. Ég er algjörlega á móti því að stela tónlist og ég vil þakka Brain Police fyrir framlag hennar."Skepta.Jenni segist ekki viss um að Skepta fari með rétt mál. „Við fórum á Wikipediu og gátum ekki annað séð en að hann sé skráður fyrir öllum lögum á þessari plötu sem er að koma út með honum í mars," segir hann. Lagið Hold On hefur verið mikið spilað í Bretlandi og komist inn á þrjá vinsældarlista. „Miðað við spilun og annað ættu að vera peningar í spilinu. Við ætlum ekkert að láta stóra manninn níðast á litla manninum, það er ekki sjéns." Hægt er að hlusta á lag Skepta hér fyrir ofan en Jacuzzi Suzy má heyra hér á YouTube. [email protected] Lífið Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Sjá meira
Rokksveitin Brain Police er ósátt við enska rapparann Skepta sem virðist hafa stolið lagi hennar. Lögfræðingur er kominn í málið. Útgáfufyrirtæki Brain Police í Bandaríkjunum, Small Stone, ætlar að athuga hvort enski rapparinn Skepta hafi gerst sekur um brot á höfundarrétti með því að nota hluta úr lagi rokksveitarinnar í nýjasta smáskífulaginu sínu Hold On án hennar samþykkis. Um er að ræða lagið Jacuzzy Suzy sem kom út á plötunni Brain Police árið 2003. „Það síðasta sem við heyrðum var að hann [útgefandinn] ætlaði að setja lögfræðinginn sinn í málið," segir Jenni söngvari, sem finnst lag Skepta hreint út sagt ógeðslegt. „Þetta er klárlega stolið hjá honum, það heyrist langar leiðir. Hann er ekki bara að taka riffið heldur nokkurn veginn bítið úr laginu líka. Það verður mjög gaman að fylgjast með hvað gerist næst." Jenni og félagar höfðu reynt að ná sambandi við Skepta í gegnum Facebook en hann svaraði ekki skilaboðum þeirra. Þá hvöttu þeir aðdáendur sína til að herja á Facebook-veginn hans til að knýja á um svör. „Við settum PR-vélina í gang og dúndruðum aðeins á hann." Skepta var að vonum skelkaður yfir atlögunni og svaraði um hæl eftir að hafa heyrt íslenska lagið. Þar baðst hann afsökunar á að hafa notað það og en sagðist ekki hafa borið ábyrgð á því sjálfur. „Það var leiðinlegt að frétta það að Brain Police vissi ekki af því að lagið hennar hefði verið notað," skrifaði Skepta. „Ég vil taka það fram að ég stjórnaði ekki upptökunum á hljóðfærakaflanum og ég stal ekki frá neinum, ég bara rappaði textann. Ég er algjörlega á móti því að stela tónlist og ég vil þakka Brain Police fyrir framlag hennar."Skepta.Jenni segist ekki viss um að Skepta fari með rétt mál. „Við fórum á Wikipediu og gátum ekki annað séð en að hann sé skráður fyrir öllum lögum á þessari plötu sem er að koma út með honum í mars," segir hann. Lagið Hold On hefur verið mikið spilað í Bretlandi og komist inn á þrjá vinsældarlista. „Miðað við spilun og annað ættu að vera peningar í spilinu. Við ætlum ekkert að láta stóra manninn níðast á litla manninum, það er ekki sjéns." Hægt er að hlusta á lag Skepta hér fyrir ofan en Jacuzzi Suzy má heyra hér á YouTube. [email protected]
Lífið Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Sjá meira