Baráttan heldur áfram Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2012 06:00 Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, eru þúsundir viðburða um allan heim um viðfangsefni jafnréttisbaráttunnar. Sameinuðu þjóðirnar helga daginn baráttunni gegn hungri og fátækt milljóna kvenna og stúlkubarna. Saga þessa dags spannar nú eina öld og eitt ár betur. Frá upphafi var áherslan á launajafnrétti, bættar vinnuaðstæður og hóflegan vinnutíma. Nú vitum við að líka þarf að breyta menningunni, staðalmyndunum, forgangsröðun stjórnmálanna og efnahagsmálanna og virða þarfir og framlag kvenna og karla til samfélagsins að jöfnu. Krafan er að konur komi að mótun og stjórnun samfélagsins á öllum sviðum þess til jafns við karla. Íslandi hefur í þrjú ár í röð verið skipað í efsta sæti árlegs lista Alþjóða efnahagsráðsins yfir stöðu jafnréttismála í heiminum. En listinn sýnir líka að mikið vantar upp á að árangur okkar varðandi launamun kynja og hlut kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum sé sambærilegur við árangur á öðrum sviðum jafnréttismálanna. Á næsta ári taka gildi lög um hlut kynja í stjórnum fyrirtækja. Lögin voru sett í kjölfar þess að árum saman hafði atvinnulífinu ekki tekist af eigin rammleik að auka hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja svo neinu næmi, þrátt fyrir stóraukna menntun kvenna og þrátt fyrir að rannsóknir hafi leitt í ljós að fyrirtæki sem er stjórnað af báðum kynjum eru einfaldlega betur rekin. Nýlega var sýnt fram á að um 200 stjórnarsæti bíða þess að verða skipuð konum. Ég er sannfærð um að íslenskar konur eru tilbúnar til að svara kallinu – sem og atvinnulífið allt. Um þessar mundir er unnið að framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynja, sem verður kynnt síðar í þessum mánuði. Þá hefur verið ákveðið að gera áætlun um endurreisn fæðingarorlofskerfisins, þar sem marka á stefnu um hækkun á greiðslum í áföngum sem og lengingu orlofsins upp í 12 mánuði. Margt hefur áunnist í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, þ. á m. hafa lagaákvæði verið hert, en þessari baráttu er bráðnauðsynlegt að halda áfram af fullum krafti. Þessi þrjú mál verða forgangsmál ríkisstjórnar minnar í jafnréttismálum næstu misserin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, eru þúsundir viðburða um allan heim um viðfangsefni jafnréttisbaráttunnar. Sameinuðu þjóðirnar helga daginn baráttunni gegn hungri og fátækt milljóna kvenna og stúlkubarna. Saga þessa dags spannar nú eina öld og eitt ár betur. Frá upphafi var áherslan á launajafnrétti, bættar vinnuaðstæður og hóflegan vinnutíma. Nú vitum við að líka þarf að breyta menningunni, staðalmyndunum, forgangsröðun stjórnmálanna og efnahagsmálanna og virða þarfir og framlag kvenna og karla til samfélagsins að jöfnu. Krafan er að konur komi að mótun og stjórnun samfélagsins á öllum sviðum þess til jafns við karla. Íslandi hefur í þrjú ár í röð verið skipað í efsta sæti árlegs lista Alþjóða efnahagsráðsins yfir stöðu jafnréttismála í heiminum. En listinn sýnir líka að mikið vantar upp á að árangur okkar varðandi launamun kynja og hlut kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum sé sambærilegur við árangur á öðrum sviðum jafnréttismálanna. Á næsta ári taka gildi lög um hlut kynja í stjórnum fyrirtækja. Lögin voru sett í kjölfar þess að árum saman hafði atvinnulífinu ekki tekist af eigin rammleik að auka hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja svo neinu næmi, þrátt fyrir stóraukna menntun kvenna og þrátt fyrir að rannsóknir hafi leitt í ljós að fyrirtæki sem er stjórnað af báðum kynjum eru einfaldlega betur rekin. Nýlega var sýnt fram á að um 200 stjórnarsæti bíða þess að verða skipuð konum. Ég er sannfærð um að íslenskar konur eru tilbúnar til að svara kallinu – sem og atvinnulífið allt. Um þessar mundir er unnið að framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynja, sem verður kynnt síðar í þessum mánuði. Þá hefur verið ákveðið að gera áætlun um endurreisn fæðingarorlofskerfisins, þar sem marka á stefnu um hækkun á greiðslum í áföngum sem og lengingu orlofsins upp í 12 mánuði. Margt hefur áunnist í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, þ. á m. hafa lagaákvæði verið hert, en þessari baráttu er bráðnauðsynlegt að halda áfram af fullum krafti. Þessi þrjú mál verða forgangsmál ríkisstjórnar minnar í jafnréttismálum næstu misserin.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun