Lokun Laugavegar, loftlagsbreytingar og lifandi miðbær 20. apríl 2012 09:30 Björn Jón Bragason, talsmaður hóps kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, ritaði grein í Fréttablaðið þann 28. mars síðastliðinn sem bar yfirskriftina Aðför borgaryfirvalda að Laugaveginum. Í greininni voru reifuð ýmis málefni sem beinast að fyrirhugaðri sumarlokun borgaryfirvalda á Laugaveginum fyrir bílaumferð. Meðal annars gagnrýnir Björn hækkun bílastæðagjalda í miðborginni og bendir á umræðu sem fram hefur farið í Bretlandi um að lækka bílastæðagjöld og fella niður gjaldskyldu við aðalverslunargötur landsins. Engin borgarheiti eru þó nefnd í því samhengi og leikur þeim er hér heldur á penna mikil forvitni á að vita hvaða framsýnu yfirvöld í Bretlandi hyggjast stuðla að aukinni umferð þar í landi. Björn leggur til að borgaryfirvöld í Reykjavík fylgi fordæmi ónefndra Breta og liðki fyrir akandi umferð í borginni með það að markmiði að tryggja lífsviðurværi hagsmunaaðila við Laugaveg. Nú er það hvorki tilgangur þessarar greinar að stofna til ritdeilna við Björn um réttmæti þess sem hann hefur fram að færa né að gera lítið úr fjárhagsáhyggjum kaupmanna sem byggja lífsviðurværi sitt á verslun við Laugaveg. Hins vegar er það svo að umræðan um tímabundna lokun hluta Laugavegar líður að mörgu leyti fyrir þá staðreynd að rannsóknir á áhrifum lokunarinnar skortir. Íbúasamtök fagna lokuninni á meðan hluti verslunareiganda mótmælir henni harðlega. Borgaryfirvöld nefna að heildarvelta og fjöldi gesta í miðbænum hafi aukist á árinu 2011 frá árinu 2010 en verslunarmenn halda hinu gagnstæða fram. Allt eru þetta góð og gild rök sem eiga þó það sameiginlegt að engar haldbærar sönnur liggja að baki þeim sem hægt er að rekja eingöngu til lokunarinnar. Hins vegar liggja haldbærar sannanir að baki mörgum þeim stefnum sem borgaryfirvöld vítt og breitt um heiminn tileinka sér í síauknum mæli. Mikil fólksfjölgun í stórborgum heimsins hefur haft í för með sér gríðarlegar afleiðingar, ekki síst hvað varðar umhverfismál. Umferðaröngþveiti einkennir flestar borgir heims, stórar sem smáar, og það er staðreynd að mengun af völdum bílaumferðar er stór þáttur í þeim loftlagsbreytingum sem herja á heimsbyggðina. Nútímamaðurinn reiðir sig um of á bílinn sem fararskjóta og afleiðingarnar eru óafturkræfar í umhverfislegum skilningi. Nú kunna einhverjir að spyrja hver tengslin milli loftlagsmála og lokunar Laugavegsins fyrir bílaumferð kunni að vera. Rannsóknir hafa sýnt fram á óumdeilanleg tengsl milli bílastæðaframboðs, bílastæðagjalda og bílaumferðar. Því fleiri og ódýrari bílastæði sem bjóðast þeim mun meiri verður umferðin með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og umhverfið í heild. Kostnaður við stóraukna umferð síðustu áratuga er ekki síst falinn í því verðmæta landsvæði sem bílastæði leggja undir sig, sem og öðrum þáttum sem erfitt er að meta að fullnustu til fjár. Sú gjaldskylduhækkun sem nú er fyrirhuguð í miðborginni slagar ekki upp í brot af þeim kostnaði sem bílastæðaframboð veldur í raun og veru, hvort sem kaupmönnum, íbúum og gestum miðbæjarins líkar betur eða verr. Stærsti hluti kostnaðarins fellur óhjákvæmlega á skattgreiðendur alla, hvort sem þeir eiga bíl eður ei. Réttast væri að bílastæðagjöld tækju enn frekar mið af verðmæti þess landsvæðis sem þau eru á og að öll bílastæði í opinberri eigu væru gjaldskyld, hvar á landi sem þau eru. Staðreyndin er einfaldlega sú að þrátt fyrir að einkabíllinn sé góðra gjalda verður fyrir margar sakir þá er það ekki svo að það sé stjórnarskrárbundinn réttur bíleigenda að komast allra sinna leiða á ökutækjum sínum. Þeim mun síður er það hlutverk borgaryfirvalda að niðurgreiða þann stórfellda kostnað sem bílastæði skapa fyrir samfélagið enn frekar en nú er gert. Borgaryfirvöldum ber skylda til að stuðla að sjálfbærri þróun borgarinnar og stór liður í því verkefni er að draga úr mengandi bílaumferð, ekki síst með því að draga úr framboði á bílastæðum eða í það minnsta koma á gjaldskyldu í samræmi við þann beina og óbeina kostnað sem af þeim hlýst. Tímabundin lokun Laugavegar fyrir bílaumferð er ekki einungis liður í því verkefni heldur einnig táknræn ákvörðun í ljósi þeirrar óumflýjanlegu staðreyndar að einkabíllinn, eins og við þekkjum hann, er hnignandi samgönguform. Að endingu er rétt að taka fram að það er einlæg trú og von þess sem að hér ritar að þrátt fyrir meintar aðfarir borgaryfirvalda að Laugaveginum muni tíminn leiða í ljós að verslun á Laugavegi muni fyrst blómstra án bílaumferðar. Blómlegt mannlíf leiðir til lifandi miðbæjar, öllum til bóta, bæði kaupmönnum og öðrum borgarbúum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Sjá meira
Björn Jón Bragason, talsmaður hóps kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, ritaði grein í Fréttablaðið þann 28. mars síðastliðinn sem bar yfirskriftina Aðför borgaryfirvalda að Laugaveginum. Í greininni voru reifuð ýmis málefni sem beinast að fyrirhugaðri sumarlokun borgaryfirvalda á Laugaveginum fyrir bílaumferð. Meðal annars gagnrýnir Björn hækkun bílastæðagjalda í miðborginni og bendir á umræðu sem fram hefur farið í Bretlandi um að lækka bílastæðagjöld og fella niður gjaldskyldu við aðalverslunargötur landsins. Engin borgarheiti eru þó nefnd í því samhengi og leikur þeim er hér heldur á penna mikil forvitni á að vita hvaða framsýnu yfirvöld í Bretlandi hyggjast stuðla að aukinni umferð þar í landi. Björn leggur til að borgaryfirvöld í Reykjavík fylgi fordæmi ónefndra Breta og liðki fyrir akandi umferð í borginni með það að markmiði að tryggja lífsviðurværi hagsmunaaðila við Laugaveg. Nú er það hvorki tilgangur þessarar greinar að stofna til ritdeilna við Björn um réttmæti þess sem hann hefur fram að færa né að gera lítið úr fjárhagsáhyggjum kaupmanna sem byggja lífsviðurværi sitt á verslun við Laugaveg. Hins vegar er það svo að umræðan um tímabundna lokun hluta Laugavegar líður að mörgu leyti fyrir þá staðreynd að rannsóknir á áhrifum lokunarinnar skortir. Íbúasamtök fagna lokuninni á meðan hluti verslunareiganda mótmælir henni harðlega. Borgaryfirvöld nefna að heildarvelta og fjöldi gesta í miðbænum hafi aukist á árinu 2011 frá árinu 2010 en verslunarmenn halda hinu gagnstæða fram. Allt eru þetta góð og gild rök sem eiga þó það sameiginlegt að engar haldbærar sönnur liggja að baki þeim sem hægt er að rekja eingöngu til lokunarinnar. Hins vegar liggja haldbærar sannanir að baki mörgum þeim stefnum sem borgaryfirvöld vítt og breitt um heiminn tileinka sér í síauknum mæli. Mikil fólksfjölgun í stórborgum heimsins hefur haft í för með sér gríðarlegar afleiðingar, ekki síst hvað varðar umhverfismál. Umferðaröngþveiti einkennir flestar borgir heims, stórar sem smáar, og það er staðreynd að mengun af völdum bílaumferðar er stór þáttur í þeim loftlagsbreytingum sem herja á heimsbyggðina. Nútímamaðurinn reiðir sig um of á bílinn sem fararskjóta og afleiðingarnar eru óafturkræfar í umhverfislegum skilningi. Nú kunna einhverjir að spyrja hver tengslin milli loftlagsmála og lokunar Laugavegsins fyrir bílaumferð kunni að vera. Rannsóknir hafa sýnt fram á óumdeilanleg tengsl milli bílastæðaframboðs, bílastæðagjalda og bílaumferðar. Því fleiri og ódýrari bílastæði sem bjóðast þeim mun meiri verður umferðin með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og umhverfið í heild. Kostnaður við stóraukna umferð síðustu áratuga er ekki síst falinn í því verðmæta landsvæði sem bílastæði leggja undir sig, sem og öðrum þáttum sem erfitt er að meta að fullnustu til fjár. Sú gjaldskylduhækkun sem nú er fyrirhuguð í miðborginni slagar ekki upp í brot af þeim kostnaði sem bílastæðaframboð veldur í raun og veru, hvort sem kaupmönnum, íbúum og gestum miðbæjarins líkar betur eða verr. Stærsti hluti kostnaðarins fellur óhjákvæmlega á skattgreiðendur alla, hvort sem þeir eiga bíl eður ei. Réttast væri að bílastæðagjöld tækju enn frekar mið af verðmæti þess landsvæðis sem þau eru á og að öll bílastæði í opinberri eigu væru gjaldskyld, hvar á landi sem þau eru. Staðreyndin er einfaldlega sú að þrátt fyrir að einkabíllinn sé góðra gjalda verður fyrir margar sakir þá er það ekki svo að það sé stjórnarskrárbundinn réttur bíleigenda að komast allra sinna leiða á ökutækjum sínum. Þeim mun síður er það hlutverk borgaryfirvalda að niðurgreiða þann stórfellda kostnað sem bílastæði skapa fyrir samfélagið enn frekar en nú er gert. Borgaryfirvöldum ber skylda til að stuðla að sjálfbærri þróun borgarinnar og stór liður í því verkefni er að draga úr mengandi bílaumferð, ekki síst með því að draga úr framboði á bílastæðum eða í það minnsta koma á gjaldskyldu í samræmi við þann beina og óbeina kostnað sem af þeim hlýst. Tímabundin lokun Laugavegar fyrir bílaumferð er ekki einungis liður í því verkefni heldur einnig táknræn ákvörðun í ljósi þeirrar óumflýjanlegu staðreyndar að einkabíllinn, eins og við þekkjum hann, er hnignandi samgönguform. Að endingu er rétt að taka fram að það er einlæg trú og von þess sem að hér ritar að þrátt fyrir meintar aðfarir borgaryfirvalda að Laugaveginum muni tíminn leiða í ljós að verslun á Laugavegi muni fyrst blómstra án bílaumferðar. Blómlegt mannlíf leiðir til lifandi miðbæjar, öllum til bóta, bæði kaupmönnum og öðrum borgarbúum.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar