Árshátíð ofurhetja Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. maí 2012 15:00 Bíó. The Avengers. Leikstjórn: Joss Whedon. Leikarar: Robert Downey Jr., Chris Evans, Mark Ruffalo, Chris Hemsworth, Scarlett Johansson, Jeremy Renner, Tom Hiddleston, Samuel L. Jackson, Stellan Skarsgård, Gwyneth Paltrow. Það er vel þekkt fyrirbæri í tónlistarheiminum að nokkrir þekktir músíkantar rotti sig saman og stofni súpergrúppu, fyrirbæri sem er að mestu eins og saumaklúbbur, nema fyrir miðaldra menn sem rokka í stað þess að prjóna. Oftast er útkoman rembingslegt miðjumoð og ég hafði nokkrar áhyggjur af því að kvikmyndarinnar The Avengers biðu sömu örlög. Kvikmyndin inniheldur margar af helstu ofurhetjum Marvel-skrípóblaðanna, og eru Iron Man, Hulk, Thor og Captain America þar fremstir í flokki. Allir eru þeir risastórir karakterar og hver og einn þarf sitt pláss. Eins og á hverju öðru ættarmóti eða árshátíð eru samskiptin þvinguð í fyrstu. Alvörugefinn Kafteinninn þolir ekki síspaugandi Járnmennið, þrumuguðinn Þór er oftast úti á þekju og Hulk úti á enn stærri þekju. En þegar líða tekur á kvöldið er öllu jarðnesku lífi ógnað af miskunnarlausum vörgum úr geimnum og neyðast hetjurnar því til að leggja ágreininginn til hliðar og berjast saman til síðasta blóðdropa. Robert Downey Jr. stelur senunni (sem var að vísu viðbúið) með gríni og grallaraskap, en báðir Chris-arnir (Evans og Hemsworth) eru skemmtilega flatir og húmorslausir. Mark Ruffalo er nýr í hlutverki Hulk (tekur við af Edward Norton) og gerir persónuna áhugaverðari en hún hefur áður verið. Hann fær þó minnsta hlutverkið og var það líklega hárrétt ákvörðun, en á Hulk hefur hvílt eins konar bíóbölvun fram að þessu. Þá mætir Scarlett Johansson gífurlega sterk til leiks sem fótafimi njósnarinn Natasha Romanoff og skyggir jafnvel á karlana í mesta hamaganginum. Við þekkjum hetjurnar og höfum séð hverja einustu tæknibrellu margsinnis áður. Það eru samskipti og samvinna persónanna sem við viljum sjá. Heimurinn er heillaður af spurningum á borð við: „Hvað gerist ef Hulk hittir Thor?", „Hver er sterkust af Marvel-hetjunum?", „Gætu Bob Dylan, Roy Orbison, George Harrison, Tom Petty og gaurinn úr ELO verið saman í hljómsveit?". Það gátu þeir vissulega og líkt og í tilfelli Traveling Wilburys er það létt andrúmsloftið sem gerir The Avengers að því sem hún er. Allir hjálpast að og allir fá að láta ljós sitt skína. Niðurstaða: Alvöru árshátíð. Mikið hlegið og allir í sínu fínasta pússi. Hulk var þó vísað á dyr fyrir óspektir. Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó. The Avengers. Leikstjórn: Joss Whedon. Leikarar: Robert Downey Jr., Chris Evans, Mark Ruffalo, Chris Hemsworth, Scarlett Johansson, Jeremy Renner, Tom Hiddleston, Samuel L. Jackson, Stellan Skarsgård, Gwyneth Paltrow. Það er vel þekkt fyrirbæri í tónlistarheiminum að nokkrir þekktir músíkantar rotti sig saman og stofni súpergrúppu, fyrirbæri sem er að mestu eins og saumaklúbbur, nema fyrir miðaldra menn sem rokka í stað þess að prjóna. Oftast er útkoman rembingslegt miðjumoð og ég hafði nokkrar áhyggjur af því að kvikmyndarinnar The Avengers biðu sömu örlög. Kvikmyndin inniheldur margar af helstu ofurhetjum Marvel-skrípóblaðanna, og eru Iron Man, Hulk, Thor og Captain America þar fremstir í flokki. Allir eru þeir risastórir karakterar og hver og einn þarf sitt pláss. Eins og á hverju öðru ættarmóti eða árshátíð eru samskiptin þvinguð í fyrstu. Alvörugefinn Kafteinninn þolir ekki síspaugandi Járnmennið, þrumuguðinn Þór er oftast úti á þekju og Hulk úti á enn stærri þekju. En þegar líða tekur á kvöldið er öllu jarðnesku lífi ógnað af miskunnarlausum vörgum úr geimnum og neyðast hetjurnar því til að leggja ágreininginn til hliðar og berjast saman til síðasta blóðdropa. Robert Downey Jr. stelur senunni (sem var að vísu viðbúið) með gríni og grallaraskap, en báðir Chris-arnir (Evans og Hemsworth) eru skemmtilega flatir og húmorslausir. Mark Ruffalo er nýr í hlutverki Hulk (tekur við af Edward Norton) og gerir persónuna áhugaverðari en hún hefur áður verið. Hann fær þó minnsta hlutverkið og var það líklega hárrétt ákvörðun, en á Hulk hefur hvílt eins konar bíóbölvun fram að þessu. Þá mætir Scarlett Johansson gífurlega sterk til leiks sem fótafimi njósnarinn Natasha Romanoff og skyggir jafnvel á karlana í mesta hamaganginum. Við þekkjum hetjurnar og höfum séð hverja einustu tæknibrellu margsinnis áður. Það eru samskipti og samvinna persónanna sem við viljum sjá. Heimurinn er heillaður af spurningum á borð við: „Hvað gerist ef Hulk hittir Thor?", „Hver er sterkust af Marvel-hetjunum?", „Gætu Bob Dylan, Roy Orbison, George Harrison, Tom Petty og gaurinn úr ELO verið saman í hljómsveit?". Það gátu þeir vissulega og líkt og í tilfelli Traveling Wilburys er það létt andrúmsloftið sem gerir The Avengers að því sem hún er. Allir hjálpast að og allir fá að láta ljós sitt skína. Niðurstaða: Alvöru árshátíð. Mikið hlegið og allir í sínu fínasta pússi. Hulk var þó vísað á dyr fyrir óspektir.
Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira