Fundarsköp bæjarstjórnar í Garði kærð til ráðuneytis 19. maí 2012 09:00 Hitafundur í Garði Bæjarstjórnarfundurinn var opinn öllum þar til fundargerð skólanefndar var til umræðu. Forseti bæjarstjórnar lokaði þá fundinum fyrir almenningi þar til málið hafði verið rætt.mynd/víkurfréttir Nýkjörinn forseti bæjarstjórnarinnar í Garði, Jónína Holm, lokaði bæjarstjórnarfundi þegar umræða um fundargerð skólanefndar bæjarins var til umræðu á aukafundi á miðvikudag. Reynir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður skólanefndar í bænum, segir nýjan meirihluta vanhæfan til að fjalla um skólamál í Garði vegna tengsla sinna við skólann. Hann hefur kært fundarsköp á aukafundi bæjarstjórnar til innanríkisráðuneytisins. Reynir segir forsendur bæjarstjórnarinnar fyrir lokun fundarins fyrir almenningi ekki eiga rétt á sér. „Sveitarstjórn getur bara lokað fundum ef umfjöllunarefnið er viðkvæms eðlis. Þetta er ekki viðkvæms eðlis því búið var að birta öll gögn fyrir löngu," segir Reynir og vísar til skýrslunnar „Úttekt á starfsemi Gerðaskóla" sem unnin var af fagaðilum og kynnt í mars. Þar er lagt til að stjórnunarteymi skólans verði sagt upp. Skýrslan leggur einnig til að staða sérkennslufulltrúa við skólann, sem Jónína Holm hefur gegnt, verði auglýst laus til umsóknar. „Ég á rétt á því að heyra afstöðu bæjarstjórnarinnar til skýrslunnar. Þessi skýrsla varðar stærsta hagsmunamál þessa bæjarfélags," segir Reynir. Nýr meirihluti N-lista og L-lista var myndaður á aukafundi bæjarstjórnar á miðvikudag þegar Kolfinna S. Magnúsdóttir gekk úr meirihluta D-lista og til liðs við gamla minnihlutann. Reynir Þorsteinsson var settur af sem formaður skólanefndar í kjölfar stjórnarskiptanna og Eiríkur Hermannsson kosinn nýr formaður. Jónína Holm, forseti bæjarstjórnarinnar, vísar öllum ásökunum um meint vanhæfi fulltrúa meirihlutans á bug. „Það að meina fólki sem býr í sveitarfélaginu, og hefur áhuga á skólamálum, að móta skólastefnu bæjarins og taka þátt í bæjarmálum er óskynsamlegt," segir Jónína. „Kennarar eru sérfræðingar og því alls ekki vanhæfir í málefnalegri umræðu um skólamál." Hvað varðar hina tvo fulltrúa meirihlutans sem kvæntir eru kennurum við skólann, „þá eiga þeir ekki að gjalda þess að eiginkonur þeirra séu kennarar við skólann". Hún segir bæjarstjórnina munu fylgja tilmælum í skýrslunni. „Eins og bókað var á bæjarstjórnarfundinum á miðvikudag mun núverandi meirihluti fylgja aðgerðaráætluninni." Um það hvers vegna fundurinn var lokaður segir hún að Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi bæjarstjóri, hafi farið langt út fyrir efni fundarins í erindi sínu. „Þegar forseti bað hann um að víkja úr ræðustól lét hann ekki segjast og hélt uppteknum hætti. Þá brugðust áhangendur hans við og létu illa. Forseti sá ekki annað í stöðunni en að vísa fólki út og loka fundi." [email protected] Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Nýkjörinn forseti bæjarstjórnarinnar í Garði, Jónína Holm, lokaði bæjarstjórnarfundi þegar umræða um fundargerð skólanefndar bæjarins var til umræðu á aukafundi á miðvikudag. Reynir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður skólanefndar í bænum, segir nýjan meirihluta vanhæfan til að fjalla um skólamál í Garði vegna tengsla sinna við skólann. Hann hefur kært fundarsköp á aukafundi bæjarstjórnar til innanríkisráðuneytisins. Reynir segir forsendur bæjarstjórnarinnar fyrir lokun fundarins fyrir almenningi ekki eiga rétt á sér. „Sveitarstjórn getur bara lokað fundum ef umfjöllunarefnið er viðkvæms eðlis. Þetta er ekki viðkvæms eðlis því búið var að birta öll gögn fyrir löngu," segir Reynir og vísar til skýrslunnar „Úttekt á starfsemi Gerðaskóla" sem unnin var af fagaðilum og kynnt í mars. Þar er lagt til að stjórnunarteymi skólans verði sagt upp. Skýrslan leggur einnig til að staða sérkennslufulltrúa við skólann, sem Jónína Holm hefur gegnt, verði auglýst laus til umsóknar. „Ég á rétt á því að heyra afstöðu bæjarstjórnarinnar til skýrslunnar. Þessi skýrsla varðar stærsta hagsmunamál þessa bæjarfélags," segir Reynir. Nýr meirihluti N-lista og L-lista var myndaður á aukafundi bæjarstjórnar á miðvikudag þegar Kolfinna S. Magnúsdóttir gekk úr meirihluta D-lista og til liðs við gamla minnihlutann. Reynir Þorsteinsson var settur af sem formaður skólanefndar í kjölfar stjórnarskiptanna og Eiríkur Hermannsson kosinn nýr formaður. Jónína Holm, forseti bæjarstjórnarinnar, vísar öllum ásökunum um meint vanhæfi fulltrúa meirihlutans á bug. „Það að meina fólki sem býr í sveitarfélaginu, og hefur áhuga á skólamálum, að móta skólastefnu bæjarins og taka þátt í bæjarmálum er óskynsamlegt," segir Jónína. „Kennarar eru sérfræðingar og því alls ekki vanhæfir í málefnalegri umræðu um skólamál." Hvað varðar hina tvo fulltrúa meirihlutans sem kvæntir eru kennurum við skólann, „þá eiga þeir ekki að gjalda þess að eiginkonur þeirra séu kennarar við skólann". Hún segir bæjarstjórnina munu fylgja tilmælum í skýrslunni. „Eins og bókað var á bæjarstjórnarfundinum á miðvikudag mun núverandi meirihluti fylgja aðgerðaráætluninni." Um það hvers vegna fundurinn var lokaður segir hún að Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi bæjarstjóri, hafi farið langt út fyrir efni fundarins í erindi sínu. „Þegar forseti bað hann um að víkja úr ræðustól lét hann ekki segjast og hélt uppteknum hætti. Þá brugðust áhangendur hans við og létu illa. Forseti sá ekki annað í stöðunni en að vísa fólki út og loka fundi." [email protected]
Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira