Virðingarvert framtak Kiwanis Ögmundur Jónasson skrifar 21. júní 2012 06:00 Á miðnætti í lok þjóðhátíðardagsins sló ég fyrsta höggið í maraþon-golfleik sem Kiwanishreyfingin efnir til hringinn um landið til að afla fjár til góðra málefna. Ég mætti til leiks – ekki sem sérstaklega glæsilegur fulltrúi golfíþróttarinnar – enda tókst höggið ekki vel – heldur sem fulltrúi samfélagsins. Átakið þarf einmitt á velvelja okkar allra að halda ef það á að skila árangri í fjársöfnuninni. Ekki er það svo að ég vilji halda út á þá braut að fjármagna velferðarkerfi okkar með söfnunum, fjarri því. Hins vegar hafa safnanir tvíþætt gildi. Í fyrsta lagi þá getur viðbótarfjármagn sem safnað er í samfélaginu skipt sköpum fyrir þá starfsemi sem nýtur góðs af, hvort takist að kaupa tiltekið tæki sem ella hefði ekki verið keypt eða aðstaða bætt sem ella hefði ekki orðið. Í öðru lagi er samfélagslegt átak til góðra verka ætíð félagslega styrkjandi. Ég fékk rækilega að kynnast því á sínum tíma þegar ég gegndi stöðu heilbrigðisráðherra og ferðaðist um landið, hve víða velferðarstofnanir eiga trausta bakhjarla í héraði sem stóðu vaktina fyrir þær öllum stundum. Þessum samfélagslega stuðningi og ræktarsemi á að sýna virðingu. Hann treystir innviði samfélagsins. Kiwanismenn ætla sér með þessu söfnunarátaki að styrkja annars vegar alþjóðlegt átak Kiwanis International og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna til að stöðva stífkrampa. Stífkrampi er óþekktur á Vesturlöndum en landlægur í 34 fátækustu ríkjum heims. Hins vegar á að styrkja viðurkennd sambýli í bæjarfélögum hér þar sem Kiwanisklúbbar starfa en margar óskir um aðstoð við slík sambýli hafa borist Kiwanishreyfingunni. Ég leyfi mér að hvetja alla til að sýna þessu frábæra framtaki athygli og velvilja. Tilgangurinn er góður. Og bara góður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Á miðnætti í lok þjóðhátíðardagsins sló ég fyrsta höggið í maraþon-golfleik sem Kiwanishreyfingin efnir til hringinn um landið til að afla fjár til góðra málefna. Ég mætti til leiks – ekki sem sérstaklega glæsilegur fulltrúi golfíþróttarinnar – enda tókst höggið ekki vel – heldur sem fulltrúi samfélagsins. Átakið þarf einmitt á velvelja okkar allra að halda ef það á að skila árangri í fjársöfnuninni. Ekki er það svo að ég vilji halda út á þá braut að fjármagna velferðarkerfi okkar með söfnunum, fjarri því. Hins vegar hafa safnanir tvíþætt gildi. Í fyrsta lagi þá getur viðbótarfjármagn sem safnað er í samfélaginu skipt sköpum fyrir þá starfsemi sem nýtur góðs af, hvort takist að kaupa tiltekið tæki sem ella hefði ekki verið keypt eða aðstaða bætt sem ella hefði ekki orðið. Í öðru lagi er samfélagslegt átak til góðra verka ætíð félagslega styrkjandi. Ég fékk rækilega að kynnast því á sínum tíma þegar ég gegndi stöðu heilbrigðisráðherra og ferðaðist um landið, hve víða velferðarstofnanir eiga trausta bakhjarla í héraði sem stóðu vaktina fyrir þær öllum stundum. Þessum samfélagslega stuðningi og ræktarsemi á að sýna virðingu. Hann treystir innviði samfélagsins. Kiwanismenn ætla sér með þessu söfnunarátaki að styrkja annars vegar alþjóðlegt átak Kiwanis International og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna til að stöðva stífkrampa. Stífkrampi er óþekktur á Vesturlöndum en landlægur í 34 fátækustu ríkjum heims. Hins vegar á að styrkja viðurkennd sambýli í bæjarfélögum hér þar sem Kiwanisklúbbar starfa en margar óskir um aðstoð við slík sambýli hafa borist Kiwanishreyfingunni. Ég leyfi mér að hvetja alla til að sýna þessu frábæra framtaki athygli og velvilja. Tilgangurinn er góður. Og bara góður.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun