Ísland vitundarvakning um mikilvægi jökla og íss 23. júní 2012 06:15 Jökullinn verður lýstur upp í september 2013 undir tónlist Bergljótar Arnalds. fréttablaðið/vilhelm Íslenska verkefnið Vox Naturae var kynnt á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál, sem haldin er í Brasilíu. Verkefninu er ætlað að bregða ljósi á mikilvægi jökla og íss og þau áhrif sem hlýnun jarðar hefur. Dr. Ania Grobicki, aðalritari samtakanna Global Water Partnership, en það eru stærstu alþjóðasamtök um sjálfbæra notkun á vatnsauðlindum jarðar, fjallaði um verkefnið. Hún sat í pallborði á fundi um mikilvægi fjallgarða fyrir hið græna hagkerfi, ásamt ráðherrum og forsvarsmönnum alþjóðastofnana. Verkefnið Vox Naturae felst meðal annars í gjörningi við Svínafellsjökul, en í september 2013 verður jökullinn lýstur upp og tónlist Bergljótar Arnalds, sem byggir á hljóðum jökla, ljær jöklinum rödd. Þá verður hleypt af stokkunum alþjóðlegum verkefnum varðandi áhrif loftslagsbreytinga á jökla, ís og vatn. Páll Ásgeir Davíðsson, framkvæmdastjóri Vox Naturae, segir mikilvægt að verkefnið hafi fengið þessa kynningu í Brasilíu. Hann segir vandamálið varðandi loftslagsbreytingar það að þær gerist svo hægt að erfitt sé að sjá þær. „Skýrasta merkið sem náttúran sendir okkur er bráðnun íss og jökla. Ísinn er hitamælir jarðarinnar og við hér í norðri berum ákveðna ábyrgð. Með okkar sagnahefð og nálægð við jöklana getum við sýnt heiminum hvað er að gerast fyrr en nokkur annar.“ Dr. Grobicki sagði á fundinum að Ísland yrði vettvangur fyrir einstaka vitundarvakningu um vægi íss og jökla fyrir mannkynið allt. - kóp Loftslagsmál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Íslenska verkefnið Vox Naturae var kynnt á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál, sem haldin er í Brasilíu. Verkefninu er ætlað að bregða ljósi á mikilvægi jökla og íss og þau áhrif sem hlýnun jarðar hefur. Dr. Ania Grobicki, aðalritari samtakanna Global Water Partnership, en það eru stærstu alþjóðasamtök um sjálfbæra notkun á vatnsauðlindum jarðar, fjallaði um verkefnið. Hún sat í pallborði á fundi um mikilvægi fjallgarða fyrir hið græna hagkerfi, ásamt ráðherrum og forsvarsmönnum alþjóðastofnana. Verkefnið Vox Naturae felst meðal annars í gjörningi við Svínafellsjökul, en í september 2013 verður jökullinn lýstur upp og tónlist Bergljótar Arnalds, sem byggir á hljóðum jökla, ljær jöklinum rödd. Þá verður hleypt af stokkunum alþjóðlegum verkefnum varðandi áhrif loftslagsbreytinga á jökla, ís og vatn. Páll Ásgeir Davíðsson, framkvæmdastjóri Vox Naturae, segir mikilvægt að verkefnið hafi fengið þessa kynningu í Brasilíu. Hann segir vandamálið varðandi loftslagsbreytingar það að þær gerist svo hægt að erfitt sé að sjá þær. „Skýrasta merkið sem náttúran sendir okkur er bráðnun íss og jökla. Ísinn er hitamælir jarðarinnar og við hér í norðri berum ákveðna ábyrgð. Með okkar sagnahefð og nálægð við jöklana getum við sýnt heiminum hvað er að gerast fyrr en nokkur annar.“ Dr. Grobicki sagði á fundinum að Ísland yrði vettvangur fyrir einstaka vitundarvakningu um vægi íss og jökla fyrir mannkynið allt. - kóp
Loftslagsmál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira