Saumaklúbbur sameinast um Þóru 23. júní 2012 09:00 Við kynntumst þegar við vorum litlar stelpur og höldum enn hópinn. Við áttum í raun fátt annað sameiginlegt en að búa í sama hverfinu. Komum úr stórum og litlum fjölskyldum, misvel efnuðum og fengum mjög ólíkt uppeldi. Sumar voru á fullu í tónlist, aðrar í íþróttum, dansi, bókmenntum, dúkkulísum eða servíettusöfnun. Samt urðum við vinkonur – og erum enn, miðaldra með börn og bú og afar mismunandi lífsstíl og skoðanir. Við erum níu vinkonurnar. Lögfræðingur, grunnskólakennari, aðstoðarleikskólastjóri, ráðherra, rússneskufræðingur, borgarfulltrúi, hagfræðingur, matselja og tölvunarfræðingur. Við eigum misstórar fjölskyldur og búum á mun stærra svæði en þegar við vorum litlar. Höfum flutt víðsvegar um landið og búið erlendis um lengri og skemmri tíma. Við erum ósammála um margt. Sérstaklega pólitík. Sumar eru borgaralegar, aðrar róttækar og enn öðrum leiðast svona skilgreiningar. Hrunið hafði mismikil áhrif á okkur og við erum ekki sammála hverjum það er um að kenna. Við vorum ósammála um Icesave, við erum ósammála um störf ríkisstjórnarinnar, Evrópusambandið, stjórnarskránna og höfum í gegnum tíðina verið ósammála um mjög margt annað. En við erum sammála um eitt. Við erum allar sem ein sannfærðar um að Þóra Arnórsdóttir sé okkar besti kostur sem næsti forseti Íslands. Konan sem bauð sig til forsætis þunguð af framtíðinni. Við treystum henni til að verða forseti okkar allra, til að standa fyrir uppbyggilegu samtali, bæði innanlands sem og við erlendar þjóðir, til að taka erfiðar ákvarðanir og til að stuðla að sátt og samlyndi sem svo sárlega hefur skort í samfélagi okkar að undanförnu. Eyjan okkar, Ísland, er ástæðan fyrir því að við erum þjóð. Við búum saman á þessu afmarkaða svæði. Annars erum við afar fjölbreytilegur hópur, komum úr ólíkum fjölskyldum, vinnum fjölbreytt störf og erum ósammála um margt. En við myndum öll eina heild sem á sameiginlega afar mikilvæga hagsmuni. Þess vegna sameinumst við um Þóru. Við sameinumst um Þóru því við þurfum heiðarlegan forseta sem lyftir okkur úr hjólförum skotgrafahernaðar. Yfirvegaðan forseta sem lyftir orðræðunni á hærra plan. Hugrakkan og greindan forseta til að takast á við nýja tíma. Við þurfum einlægan forseta sem virðir fjölbreytileika þjóðarinnar, sem leiðir saman ólík sjónarmið og sameinar fólk um að gera sitt besta til að stuðla að betri framtíð heildarinnar. Bjartri framtíð þjóðarinnar. Við þurfum forseta sem þykir vænt um sína þjóð. Sameinumst! Áslaug Hersteinsdóttir-Hölttä Benedikta Birgisdóttir Birna Íris Jónsdóttir Erna Guðrún Kaaber Halldóra Guðmundsdóttir Íris Arna Jóhannsdóttir Katrín Júlíusdóttir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir Sóley Tómasdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Sjá meira
Við kynntumst þegar við vorum litlar stelpur og höldum enn hópinn. Við áttum í raun fátt annað sameiginlegt en að búa í sama hverfinu. Komum úr stórum og litlum fjölskyldum, misvel efnuðum og fengum mjög ólíkt uppeldi. Sumar voru á fullu í tónlist, aðrar í íþróttum, dansi, bókmenntum, dúkkulísum eða servíettusöfnun. Samt urðum við vinkonur – og erum enn, miðaldra með börn og bú og afar mismunandi lífsstíl og skoðanir. Við erum níu vinkonurnar. Lögfræðingur, grunnskólakennari, aðstoðarleikskólastjóri, ráðherra, rússneskufræðingur, borgarfulltrúi, hagfræðingur, matselja og tölvunarfræðingur. Við eigum misstórar fjölskyldur og búum á mun stærra svæði en þegar við vorum litlar. Höfum flutt víðsvegar um landið og búið erlendis um lengri og skemmri tíma. Við erum ósammála um margt. Sérstaklega pólitík. Sumar eru borgaralegar, aðrar róttækar og enn öðrum leiðast svona skilgreiningar. Hrunið hafði mismikil áhrif á okkur og við erum ekki sammála hverjum það er um að kenna. Við vorum ósammála um Icesave, við erum ósammála um störf ríkisstjórnarinnar, Evrópusambandið, stjórnarskránna og höfum í gegnum tíðina verið ósammála um mjög margt annað. En við erum sammála um eitt. Við erum allar sem ein sannfærðar um að Þóra Arnórsdóttir sé okkar besti kostur sem næsti forseti Íslands. Konan sem bauð sig til forsætis þunguð af framtíðinni. Við treystum henni til að verða forseti okkar allra, til að standa fyrir uppbyggilegu samtali, bæði innanlands sem og við erlendar þjóðir, til að taka erfiðar ákvarðanir og til að stuðla að sátt og samlyndi sem svo sárlega hefur skort í samfélagi okkar að undanförnu. Eyjan okkar, Ísland, er ástæðan fyrir því að við erum þjóð. Við búum saman á þessu afmarkaða svæði. Annars erum við afar fjölbreytilegur hópur, komum úr ólíkum fjölskyldum, vinnum fjölbreytt störf og erum ósammála um margt. En við myndum öll eina heild sem á sameiginlega afar mikilvæga hagsmuni. Þess vegna sameinumst við um Þóru. Við sameinumst um Þóru því við þurfum heiðarlegan forseta sem lyftir okkur úr hjólförum skotgrafahernaðar. Yfirvegaðan forseta sem lyftir orðræðunni á hærra plan. Hugrakkan og greindan forseta til að takast á við nýja tíma. Við þurfum einlægan forseta sem virðir fjölbreytileika þjóðarinnar, sem leiðir saman ólík sjónarmið og sameinar fólk um að gera sitt besta til að stuðla að betri framtíð heildarinnar. Bjartri framtíð þjóðarinnar. Við þurfum forseta sem þykir vænt um sína þjóð. Sameinumst! Áslaug Hersteinsdóttir-Hölttä Benedikta Birgisdóttir Birna Íris Jónsdóttir Erna Guðrún Kaaber Halldóra Guðmundsdóttir Íris Arna Jóhannsdóttir Katrín Júlíusdóttir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir Sóley Tómasdóttir
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar