Um skipun og lausn ráðherra Ágúst Geir Ágústsson skrifar 12. júlí 2012 06:00 Nokkuð hefur verið rætt og ritað um valdsvið forseta Íslands í aðdraganda og í kjölfar nýafstaðinna forsetakosninga. Meðal annars skrifaði Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, grein í Fréttablaðið 7. júní sl. þar sem hann fjallaði stuttlega um stöðu og valdsvið forseta Íslands samkvæmt stjórnarskrá. Í greininni vísaði Skúli m.a. til þeirrar kenningar sem Svanur Kristjánsson prófessor hefur sett fram um að forseti geti með tilteknum hætti, einhliða, sett af sitjandi forsætisráðherra og ríkisstjórn og skipað nýja og að nýr forsætisráðherra, þannig skipaður, geti síðan með lögmætum hætti gert tillögu til forseta um þingrof og nýjar kosningar. Telur Skúli að slík atburðarás geti fræðilega átt sér stað innan ramma núgildandi stjórnskipunar. Af þessu tilefni er ástæða til að árétta að ákvörðun um að veita forsætisráðherra og ríkisstjórn hans lausn frá störfum er stjórnarathöfn með sama hætti og skipun forsætisráðherra. Slíkar athafnir getur forseti ekki viðhaft nema með atbeina ráðherra eins og kunnugt er, sbr. 13., 15. og 19. gr. stjórnarskrárinnar. Það leiðir af eðli máls, auk þess sem fyrir því er skýr stjórnskipunarvenja, að nýr forsætisráðherra verður ekki skipaður nema sá sem fyrir situr hafi áður beðist lausnar frá því embætti. Af þessari reglu leiðir að það er sitjandi forsætisráðherra á hverjum tíma sem einn hefur rétt til að gera tillögu til forseta Íslands um lausn sína eða annarra ráðherra frá embætti. Sitjandi forsætisráðherra er hins vegar bundinn af þingræðisreglunni í þessum efnum en samkvæmt henni er honum skylt að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt ef Alþingi samþykkir vantraust á hann eða ríkisstjórn hans. Í öðrum tilvikum er það alfarið undir mati forsætisráðherra sjálfs komið hvort og hvenær hann biðst lausnar. Það er fyrst þegar lausnarbeiðni er fram komin sem vald forseta á þessu sviði verður virkt, þ.e. valdið til að úthluta stjórnarmyndunarumboði og skipa nýjan forsætisráðherra. Við meðferð þess valds verður forseti ætíð að gæta að vilja þjóðþingsins samanber áður nefnda grundvallarreglu stjórnskipunar okkar, þingræðisregluna. En aftur að þeirri ályktun Skúla að sú atburðarás geti fræðilega átt sér stað sem kenning Svans lýsir. Þau tilvik eru kunn í okkar stjórnskipunarsögu að nauðsynlegt hefur þótt að víkja frá gildandi stjórnskipan. Nægir þar að nefna þingsályktanir sem Alþingi samþykkti árið 1940 við þær aðstæður að óvinveittur her hafði hernumið Danmörku í seinni heimstyrjöldinni. Í þeim fólst einhliða ákvörðun Alþingis um að flytja konungsvaldið í málefnum Íslands, samkvæmt stjórnarskrá, heim frá Danmörku og fela það sérstökum ríkisstjóra. Þessar ákvarðanir áttu sér ekki stoð í þágildandi stjórnarskrá en voru engu að síður taldar gildar vegna þeirra neyðarréttaraðstæðna sem uppi voru. Fræðilega má sjá fyrir sér þær aðstæður að sitjandi forsætisráðherra geri sér svo illa grein fyrir stöðu sinni og skyldum að hann neiti að biðjast lausnar, enda þótt Alþingi Íslendinga hafi lýst vantrausti á hann. Yrði hann þá ber að broti á stjórnskipunarreglum landsins. Fallast má á að við slíkar aðstæður kynni forseti Íslands að hafa heimild, með vísan til þingræðisreglurnar og á grundvelli stjórnskipulegs neyðarréttar, að taka einhliða ákvörðun um að veita sitjandi forsætisráðherra lausn frá embætti og skipa nýjan. Meginatriðið er hins vegar að undir öllum eðlilegum kringumstæðum yrði litið svo á að einhliða ákvörðun forseta Íslands um skipun nýs forsætisráðherra án þess að fyrir lægi lausnarbeiðni frá sitjandi forsætisráðherra væri markleysa ein og ógild, sbr. 19. gr. stjórnarskrárinnar. Sama myndi gilda um aðrar ákvarðanir forseta sem teknar kynnu að vera með atbeina slíks aðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið rætt og ritað um valdsvið forseta Íslands í aðdraganda og í kjölfar nýafstaðinna forsetakosninga. Meðal annars skrifaði Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, grein í Fréttablaðið 7. júní sl. þar sem hann fjallaði stuttlega um stöðu og valdsvið forseta Íslands samkvæmt stjórnarskrá. Í greininni vísaði Skúli m.a. til þeirrar kenningar sem Svanur Kristjánsson prófessor hefur sett fram um að forseti geti með tilteknum hætti, einhliða, sett af sitjandi forsætisráðherra og ríkisstjórn og skipað nýja og að nýr forsætisráðherra, þannig skipaður, geti síðan með lögmætum hætti gert tillögu til forseta um þingrof og nýjar kosningar. Telur Skúli að slík atburðarás geti fræðilega átt sér stað innan ramma núgildandi stjórnskipunar. Af þessu tilefni er ástæða til að árétta að ákvörðun um að veita forsætisráðherra og ríkisstjórn hans lausn frá störfum er stjórnarathöfn með sama hætti og skipun forsætisráðherra. Slíkar athafnir getur forseti ekki viðhaft nema með atbeina ráðherra eins og kunnugt er, sbr. 13., 15. og 19. gr. stjórnarskrárinnar. Það leiðir af eðli máls, auk þess sem fyrir því er skýr stjórnskipunarvenja, að nýr forsætisráðherra verður ekki skipaður nema sá sem fyrir situr hafi áður beðist lausnar frá því embætti. Af þessari reglu leiðir að það er sitjandi forsætisráðherra á hverjum tíma sem einn hefur rétt til að gera tillögu til forseta Íslands um lausn sína eða annarra ráðherra frá embætti. Sitjandi forsætisráðherra er hins vegar bundinn af þingræðisreglunni í þessum efnum en samkvæmt henni er honum skylt að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt ef Alþingi samþykkir vantraust á hann eða ríkisstjórn hans. Í öðrum tilvikum er það alfarið undir mati forsætisráðherra sjálfs komið hvort og hvenær hann biðst lausnar. Það er fyrst þegar lausnarbeiðni er fram komin sem vald forseta á þessu sviði verður virkt, þ.e. valdið til að úthluta stjórnarmyndunarumboði og skipa nýjan forsætisráðherra. Við meðferð þess valds verður forseti ætíð að gæta að vilja þjóðþingsins samanber áður nefnda grundvallarreglu stjórnskipunar okkar, þingræðisregluna. En aftur að þeirri ályktun Skúla að sú atburðarás geti fræðilega átt sér stað sem kenning Svans lýsir. Þau tilvik eru kunn í okkar stjórnskipunarsögu að nauðsynlegt hefur þótt að víkja frá gildandi stjórnskipan. Nægir þar að nefna þingsályktanir sem Alþingi samþykkti árið 1940 við þær aðstæður að óvinveittur her hafði hernumið Danmörku í seinni heimstyrjöldinni. Í þeim fólst einhliða ákvörðun Alþingis um að flytja konungsvaldið í málefnum Íslands, samkvæmt stjórnarskrá, heim frá Danmörku og fela það sérstökum ríkisstjóra. Þessar ákvarðanir áttu sér ekki stoð í þágildandi stjórnarskrá en voru engu að síður taldar gildar vegna þeirra neyðarréttaraðstæðna sem uppi voru. Fræðilega má sjá fyrir sér þær aðstæður að sitjandi forsætisráðherra geri sér svo illa grein fyrir stöðu sinni og skyldum að hann neiti að biðjast lausnar, enda þótt Alþingi Íslendinga hafi lýst vantrausti á hann. Yrði hann þá ber að broti á stjórnskipunarreglum landsins. Fallast má á að við slíkar aðstæður kynni forseti Íslands að hafa heimild, með vísan til þingræðisreglurnar og á grundvelli stjórnskipulegs neyðarréttar, að taka einhliða ákvörðun um að veita sitjandi forsætisráðherra lausn frá embætti og skipa nýjan. Meginatriðið er hins vegar að undir öllum eðlilegum kringumstæðum yrði litið svo á að einhliða ákvörðun forseta Íslands um skipun nýs forsætisráðherra án þess að fyrir lægi lausnarbeiðni frá sitjandi forsætisráðherra væri markleysa ein og ógild, sbr. 19. gr. stjórnarskrárinnar. Sama myndi gilda um aðrar ákvarðanir forseta sem teknar kynnu að vera með atbeina slíks aðila.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun