Svona úrslit munu ekki endurtaka sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2012 07:00 Mynd/Valli KörfuboltiÍslenska körfuboltalandsliðið fékk stóran skell í Litháen í gærkvöldi. Fimmtíu stiga tap, 101-51, var súr staðreynd þegar upp var staðið og ljóst á öllu að strákarnir þurfa að laga margt fyrir undankeppni Evrópumótsins sem hefst um miðjan næsta mánuð. Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, var stigahæstur í íslenska liðinu með 13 stig en hann segir rassskellinn í gær engan áfellisdóm yfir íslenska liðinu. Fyrst og fremst æfingaferð„Þeir eru okkur fremri á öllum sviðum leiksins og körfuboltamenningin hér er á allt öðru plani en við eigum að venjast. Þetta var samt fyrst og fremst æfingaferð fyrir okkur. Við vissum það alveg fyrir fram að eftir að hafa verið saman í viku þá var það ekki raunhæft að ætla að fara að vinna Litháen á útivelli," sagði Hlynur. Litháen tók völdin í byrjun og var 30-10 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Annar leikhlutinn var betri hjá íslenska liðinu en Litháen var 48-31 yfir í hálfleik. Litháar skoruðu síðan 12 fyrstu stigin í seinni hálfleik og litu ekki til baka eftir það. „Við getum að sjálfsögðu spilað betur en við gerðum í kvöld og við munum gera það. Þessi úrslit munu ekki endurtaka sig. Við ætlum ekki að gráta þetta of mikið þó svo að við séum svekktir en á venjulegum degi er mikill getumunur á Litháen og Íslandi," segir Hlynur. Hann viðurkennir að það hafi verið sjokk að mæta svona sterku liði sem er búið að skipta í Ólympíugírinn. „Litháen er frábær körfuboltaþjóð en munurinn er líka meiri út af því hvar liðin eru stödd í sínu prógrammi. Við eigum alveg þrjár vikur inni en þeir eru að fara að keppa eftir nokkra daga," segir Hlynur og segir það ekki hafa farið á milli mála að körfuboltalandslið Litháen eigi sviðsljósið þessa dagana. Allt snýst um liðið í Litháen„Litháar eru mjög heitir fyrir sínu körfuboltalandsliði og hér snýst allt um þetta Ólympíulið. Ég held að þeir eigi eftir að gera mjög góða hluti á Ólympíuleikunum og ég vona það því ég held alltaf með þeim á Ólympíuleikunum. Þeir gera hlutina rétt og við getum lært eitthvað af þeim því þeir eru lítil þjóð líka," segir Hlynur. Hlynur segir þjálfarann Peter Öqvist hafa verið svekktan í leikslok. „Peter var svekktur því hann telur að við getum gert miklu betur og það vitum við líka. Þetta var samt æfingaferð og við ætluðum að reyna að nota hana til að hífa okkur upp á hærra plan. Það er gott að fá mjög sterka mótherja," segir Hlynur. „Hann var helst ósáttur með hvað við vorum að hreyfa boltann hægt því viljum hreyfa boltann eins hratt og við getum til þess að koma hreyfingu á þessa stærri menn," sagði Hlynur en það munaði líka mikið um að íslenska liðið lék án bakvarðarins snjalla Jakobs Sigurðarsonar. Ekki dæmdir af þessum leikÍslenska liðið mætir Serbíu í Laugardalshöllinni 14. ágúst næstkomandi og er það fyrsti leikur liðsins í undankeppni EM. Liðið spilar síðan níu leiki til viðbótar á næstu fjórum vikum á eftir. „Við erum nokkuð brattir. Ég er alveg viss um að þessi keppni hjá okkur eigi eftir að vera mjög jákvæð. Við erum að fara að lenda á móti þjóðum eins og Serbíu og Svartfjallalandi sem eru ekki langt frá Litháen. Við ætlum samt að gera þetta að jákvæðri keppni fyrir körfuboltann á Íslandi og þótt þetta hafi verið slæm úrslit þá verðum við ekki dæmdir af þessum leik," sagði Hlynur að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
KörfuboltiÍslenska körfuboltalandsliðið fékk stóran skell í Litháen í gærkvöldi. Fimmtíu stiga tap, 101-51, var súr staðreynd þegar upp var staðið og ljóst á öllu að strákarnir þurfa að laga margt fyrir undankeppni Evrópumótsins sem hefst um miðjan næsta mánuð. Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, var stigahæstur í íslenska liðinu með 13 stig en hann segir rassskellinn í gær engan áfellisdóm yfir íslenska liðinu. Fyrst og fremst æfingaferð„Þeir eru okkur fremri á öllum sviðum leiksins og körfuboltamenningin hér er á allt öðru plani en við eigum að venjast. Þetta var samt fyrst og fremst æfingaferð fyrir okkur. Við vissum það alveg fyrir fram að eftir að hafa verið saman í viku þá var það ekki raunhæft að ætla að fara að vinna Litháen á útivelli," sagði Hlynur. Litháen tók völdin í byrjun og var 30-10 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Annar leikhlutinn var betri hjá íslenska liðinu en Litháen var 48-31 yfir í hálfleik. Litháar skoruðu síðan 12 fyrstu stigin í seinni hálfleik og litu ekki til baka eftir það. „Við getum að sjálfsögðu spilað betur en við gerðum í kvöld og við munum gera það. Þessi úrslit munu ekki endurtaka sig. Við ætlum ekki að gráta þetta of mikið þó svo að við séum svekktir en á venjulegum degi er mikill getumunur á Litháen og Íslandi," segir Hlynur. Hann viðurkennir að það hafi verið sjokk að mæta svona sterku liði sem er búið að skipta í Ólympíugírinn. „Litháen er frábær körfuboltaþjóð en munurinn er líka meiri út af því hvar liðin eru stödd í sínu prógrammi. Við eigum alveg þrjár vikur inni en þeir eru að fara að keppa eftir nokkra daga," segir Hlynur og segir það ekki hafa farið á milli mála að körfuboltalandslið Litháen eigi sviðsljósið þessa dagana. Allt snýst um liðið í Litháen„Litháar eru mjög heitir fyrir sínu körfuboltalandsliði og hér snýst allt um þetta Ólympíulið. Ég held að þeir eigi eftir að gera mjög góða hluti á Ólympíuleikunum og ég vona það því ég held alltaf með þeim á Ólympíuleikunum. Þeir gera hlutina rétt og við getum lært eitthvað af þeim því þeir eru lítil þjóð líka," segir Hlynur. Hlynur segir þjálfarann Peter Öqvist hafa verið svekktan í leikslok. „Peter var svekktur því hann telur að við getum gert miklu betur og það vitum við líka. Þetta var samt æfingaferð og við ætluðum að reyna að nota hana til að hífa okkur upp á hærra plan. Það er gott að fá mjög sterka mótherja," segir Hlynur. „Hann var helst ósáttur með hvað við vorum að hreyfa boltann hægt því viljum hreyfa boltann eins hratt og við getum til þess að koma hreyfingu á þessa stærri menn," sagði Hlynur en það munaði líka mikið um að íslenska liðið lék án bakvarðarins snjalla Jakobs Sigurðarsonar. Ekki dæmdir af þessum leikÍslenska liðið mætir Serbíu í Laugardalshöllinni 14. ágúst næstkomandi og er það fyrsti leikur liðsins í undankeppni EM. Liðið spilar síðan níu leiki til viðbótar á næstu fjórum vikum á eftir. „Við erum nokkuð brattir. Ég er alveg viss um að þessi keppni hjá okkur eigi eftir að vera mjög jákvæð. Við erum að fara að lenda á móti þjóðum eins og Serbíu og Svartfjallalandi sem eru ekki langt frá Litháen. Við ætlum samt að gera þetta að jákvæðri keppni fyrir körfuboltann á Íslandi og þótt þetta hafi verið slæm úrslit þá verðum við ekki dæmdir af þessum leik," sagði Hlynur að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira