Evrópa unga fólksins er fyrir þig! Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 8. ágúst 2012 06:00 Evrópa unga fólksins eða EUF er styrkjaáætlun sem ætluð er ungu fólki á aldrinum 13-30 ára og þeim sem starfa með ungu fólki. EUF býður upp á sjö tegundir styrkja sem allir eiga það sameiginlegt að snúa að ungu fólki. Þessir sjö flokkar eru: ungmennaskipti, frumkvæði ungs fólks, lýðræðisverkefni, sjálfboðaliðastarf, þjálfun og samstarf, fundir ungs fólks og námskeið í Evrópu. Ég hef tekið þátt í þremur námskeiðum sem ætluð voru fólki sem vinnur með ungu fólki og tekið þátt í tveimur ungmennaskiptum. Fyrsta námskeiðið sem ég fór á hét ATOQ og var haldið í Frakklandi. Námskeiðið var fyrir starfsfólk sem hafði haldið utan um ungmennaskipti og var kafað á dýptina um það hvernig hægt er að auka gæði ungmennaskipta. Á þessu námskeiði voru þjálfarar héðan og þaðan úr Evrópu og var námskeiðið frábær blanda af skemmtilegum æfingum, leikjum og fræðslu. Næsta námskeið sem ég sótti hét How to Get in the Game og var það haldið í Berlín. Á þessu námskeiði voru saman komnir starfsmenn í æskulýðsgeiranum, ungir frumkvöðlar og ungir listamenn. Markmiðið með námskeiðinu var að leiða saman þessa þrjá ólíku hópa og finna út hvernig þeir gætu unnið saman. Hvað æskulýðsstarfsmaðurinn gat gert fyrir ungt skapandi fólk og öfugt. Þar lærði ég fjölbreyttar aðferðir um hvernig hægt er að beita frumkvöðla- og nýsköpunarstarfi í starfi með ungu fólki. En eins og áður kom fram styður EUF frumkvæðisverkefni ungs fólks og því góður vettvangur til að beita frumkvöðlastarfi í tómstundastarfi. Þriðja námskeiðið sem ég fór á hét Eye Opener og fór það fram í Portúgal. Námskeiðið var hugsað fyrir starfsfólk í æskulýðsgeiranum og átti að bjóða með sér einu eða tveimur ungmennum. Þetta námskeið sneri að því hvernig maður á að skipuleggja ungmennaskipti og á sama tíma hámarka þátttöku ungmenna í verkefninu svo þau komi að öllum þáttum skipulagsins. Þetta námskeið var alveg frábært því þarna fékk unga fólkið reynslu af alþjóðlegu samstarfi, myndaði tengslanet og er strax byrjað að skipuleggja tvö ungmennaskiptaverkefni með alþjóðlegum samstarfsaðilum. Þetta auðveldar mjög leiðarvísastarfið sem starfsmaður í félagsmiðstöð á að vinna. Eins og sjá má eru námskeiðin fjölbreytt og spennandi. Þess má einnig til gamans geta að það kostar 5.000 krónur að sækja námskeið á vegum EUF og innifalið í því er flug, lestarferðir, matur, gisting og námskeiðið sjálft. Slík kjör fyrirfinnast varla annars staðar. Ég veit að ég mun halda áfram að nýta mér þessa frábæru áætlun. Ég mun halda áfram að sækja mér alþjóðlega menntun á sviði æskulýðsmála og stækka alþjóðlega tengslanetið mitt. Ég mun einnig halda áfram að sækja um styrki til að halda ungmennaskipti og lýðræðisverkefni með Ungmennaráði Seltjarnarness. Við stefnum bæði á að fá erlend ungmennaráð til landsins á næsta ári sem og að halda út til Búdapest í ungmennaskipti. Ef þú hefur áhuga að nýta þér þetta frábæra tækifæri þá er hægt að nálgast allar upplýsingar um EUF á www.euf.is. EUF gefur einnig út fréttabréf sem inniheldur ávallt námskeið á vegum EUF sem hafa frátekin sæti fyrir Íslendinga. Einnig er hægt að finna erlenda samstarfsaðila og sjá yfirlit yfir öll þau verkefni og námskeið sem EUF býður upp á á síðunni http://www.salto-youth.net/. Ef fólk vill svo fá meiri upplýsingar er einfaldlega hægt á hringja niður á landsskrifstofu EUF en starfsfólkið þar eru allt að vilja gert til að aðstoða mann við allar tegundir verkefna. Ég hvet því alla til að nýta sér þetta frábæra tækifæri sem Evrópa unga fólksins er. Hvort sem það er til að bæta við alþjóðlegri vídd í æskulýðsstarfið sem það starfar við eða til að sækja sér menntun á erlendri grundu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Evrópa unga fólksins eða EUF er styrkjaáætlun sem ætluð er ungu fólki á aldrinum 13-30 ára og þeim sem starfa með ungu fólki. EUF býður upp á sjö tegundir styrkja sem allir eiga það sameiginlegt að snúa að ungu fólki. Þessir sjö flokkar eru: ungmennaskipti, frumkvæði ungs fólks, lýðræðisverkefni, sjálfboðaliðastarf, þjálfun og samstarf, fundir ungs fólks og námskeið í Evrópu. Ég hef tekið þátt í þremur námskeiðum sem ætluð voru fólki sem vinnur með ungu fólki og tekið þátt í tveimur ungmennaskiptum. Fyrsta námskeiðið sem ég fór á hét ATOQ og var haldið í Frakklandi. Námskeiðið var fyrir starfsfólk sem hafði haldið utan um ungmennaskipti og var kafað á dýptina um það hvernig hægt er að auka gæði ungmennaskipta. Á þessu námskeiði voru þjálfarar héðan og þaðan úr Evrópu og var námskeiðið frábær blanda af skemmtilegum æfingum, leikjum og fræðslu. Næsta námskeið sem ég sótti hét How to Get in the Game og var það haldið í Berlín. Á þessu námskeiði voru saman komnir starfsmenn í æskulýðsgeiranum, ungir frumkvöðlar og ungir listamenn. Markmiðið með námskeiðinu var að leiða saman þessa þrjá ólíku hópa og finna út hvernig þeir gætu unnið saman. Hvað æskulýðsstarfsmaðurinn gat gert fyrir ungt skapandi fólk og öfugt. Þar lærði ég fjölbreyttar aðferðir um hvernig hægt er að beita frumkvöðla- og nýsköpunarstarfi í starfi með ungu fólki. En eins og áður kom fram styður EUF frumkvæðisverkefni ungs fólks og því góður vettvangur til að beita frumkvöðlastarfi í tómstundastarfi. Þriðja námskeiðið sem ég fór á hét Eye Opener og fór það fram í Portúgal. Námskeiðið var hugsað fyrir starfsfólk í æskulýðsgeiranum og átti að bjóða með sér einu eða tveimur ungmennum. Þetta námskeið sneri að því hvernig maður á að skipuleggja ungmennaskipti og á sama tíma hámarka þátttöku ungmenna í verkefninu svo þau komi að öllum þáttum skipulagsins. Þetta námskeið var alveg frábært því þarna fékk unga fólkið reynslu af alþjóðlegu samstarfi, myndaði tengslanet og er strax byrjað að skipuleggja tvö ungmennaskiptaverkefni með alþjóðlegum samstarfsaðilum. Þetta auðveldar mjög leiðarvísastarfið sem starfsmaður í félagsmiðstöð á að vinna. Eins og sjá má eru námskeiðin fjölbreytt og spennandi. Þess má einnig til gamans geta að það kostar 5.000 krónur að sækja námskeið á vegum EUF og innifalið í því er flug, lestarferðir, matur, gisting og námskeiðið sjálft. Slík kjör fyrirfinnast varla annars staðar. Ég veit að ég mun halda áfram að nýta mér þessa frábæru áætlun. Ég mun halda áfram að sækja mér alþjóðlega menntun á sviði æskulýðsmála og stækka alþjóðlega tengslanetið mitt. Ég mun einnig halda áfram að sækja um styrki til að halda ungmennaskipti og lýðræðisverkefni með Ungmennaráði Seltjarnarness. Við stefnum bæði á að fá erlend ungmennaráð til landsins á næsta ári sem og að halda út til Búdapest í ungmennaskipti. Ef þú hefur áhuga að nýta þér þetta frábæra tækifæri þá er hægt að nálgast allar upplýsingar um EUF á www.euf.is. EUF gefur einnig út fréttabréf sem inniheldur ávallt námskeið á vegum EUF sem hafa frátekin sæti fyrir Íslendinga. Einnig er hægt að finna erlenda samstarfsaðila og sjá yfirlit yfir öll þau verkefni og námskeið sem EUF býður upp á á síðunni http://www.salto-youth.net/. Ef fólk vill svo fá meiri upplýsingar er einfaldlega hægt á hringja niður á landsskrifstofu EUF en starfsfólkið þar eru allt að vilja gert til að aðstoða mann við allar tegundir verkefna. Ég hvet því alla til að nýta sér þetta frábæra tækifæri sem Evrópa unga fólksins er. Hvort sem það er til að bæta við alþjóðlegri vídd í æskulýðsstarfið sem það starfar við eða til að sækja sér menntun á erlendri grundu.
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar